Spánn þarf sigur eða hjálp frá Svíum sem vilja eflaust forðast Belga Sindri Sverrisson skrifar 23. júní 2021 13:00 Svíar eru öruggir inn í 16-liða úrslitin en Spánverjar hafa gert tvö jafntefli og þurfa sigur í dag til að vera öruggir áfram. Getty/Diego Souto Spánverjar þurfa á sigri að halda gegn Slóvökum í dag til að vera öruggir um að komast í 16-liða úrslit Evrópumótsins. Keppni í E-riðli er mjög jöfn og miklar sviptingar geta orðið í lokaumferðinni sem hefst kl. 16. Svíar eru efstir í E-riðli og öruggir inn í 16-liða úrslitin. Ef þeir tapa fyrir Pólverjum í dag eru hins vegar yfirgnæfandi líkur á því að Svíar fari niður í 3. sæti og þurfi að mæta Belgíu í 16-liða úrslitunum. Ef Svíþjóð og Pólland gera jafntefli er Pólland úr leik en Svíþjóð öruggt um að lágmarki 2. sæti. Liðið sem endar í 2. sæti mætir Króatíu í 16-liða úrslitunum. Staðan og leikirnir í E-riðli. Tvö efstu lið riðilsins eru örugg um sæti í 16-liða úrslitum. Liðið í 3. sæti fer áfram ef það nær betri árangri en tvö lið sem enda í 3. sæti síns riðils (Finnland og Úkraína standa þar verst að vígi, með 3 stig hvort. Finnland er með markatöluna -2 og Úkraína -1.) Slóvakíu dugar stig gegn Spáni til að komast í 16-liða úrslitin. Tapi Slóvakía er sennilegt að liðið falli úr leik, og tapi Slóvakar með þriggja marka mun er öruggt að þeir séu úr leik, jafnvel þó að þeir endi í 3. sæti. Pólverjar verða að vinna Ef Spánverjar ná aðeins jafntefli gegn Slóvakíu þurfa þeir að treysta á að Pólland vinni ekki Svíþjóð, því þá myndi Spánn enda í neðsta sæti riðilsins. Ef Spánn tapar er liðið úr leik. Ef Spánn gerir jafntefli við Slóvakíu, og Pólland vinnur ekki Svíþjóð, endar Spánn í 3. sæti (með betri árangur en Finnland og Úkraína sem enduðu í 3. sæti síns riðils) og mætir Belgíu í 16-liða úrslitum. Staða Pólverja er mjög skýr. Sigur gegn Svíþjóð, og ekkert annað en sigur, dugar þeim til að komast í 16-liða úrslitin. Þeir gætu mögulega náð efsta sæti riðilsins, ef Slóvakía og Spánn gera jafntefli, en enda annars í 2. sæti með sigri og mæta Króatíu í 16-liða úrslitum. Sigurliðið í E-riðli mætir liði úr 3. sæti í B-, C- eða D-riðli, eða sem sagt Finnlandi, Úkraínu eða Tékklandi, allt eftir því hvaða lið í 3. sæti komast áfram. Riðlakeppni EM lýkur í dag. Leikur Svíþjóðar og Póllands er í beinni útsendingu á Stöð 2 EM kl. 16 og á sama tíma mætast Slóvakía og Spánn á Stöð 2 Sport 2. Í kvöld eru svo leikir Portúgals og Frakklands, og Ungverjalands og Þýskalands. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ Íslenski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sjá meira
Svíar eru efstir í E-riðli og öruggir inn í 16-liða úrslitin. Ef þeir tapa fyrir Pólverjum í dag eru hins vegar yfirgnæfandi líkur á því að Svíar fari niður í 3. sæti og þurfi að mæta Belgíu í 16-liða úrslitunum. Ef Svíþjóð og Pólland gera jafntefli er Pólland úr leik en Svíþjóð öruggt um að lágmarki 2. sæti. Liðið sem endar í 2. sæti mætir Króatíu í 16-liða úrslitunum. Staðan og leikirnir í E-riðli. Tvö efstu lið riðilsins eru örugg um sæti í 16-liða úrslitum. Liðið í 3. sæti fer áfram ef það nær betri árangri en tvö lið sem enda í 3. sæti síns riðils (Finnland og Úkraína standa þar verst að vígi, með 3 stig hvort. Finnland er með markatöluna -2 og Úkraína -1.) Slóvakíu dugar stig gegn Spáni til að komast í 16-liða úrslitin. Tapi Slóvakía er sennilegt að liðið falli úr leik, og tapi Slóvakar með þriggja marka mun er öruggt að þeir séu úr leik, jafnvel þó að þeir endi í 3. sæti. Pólverjar verða að vinna Ef Spánverjar ná aðeins jafntefli gegn Slóvakíu þurfa þeir að treysta á að Pólland vinni ekki Svíþjóð, því þá myndi Spánn enda í neðsta sæti riðilsins. Ef Spánn tapar er liðið úr leik. Ef Spánn gerir jafntefli við Slóvakíu, og Pólland vinnur ekki Svíþjóð, endar Spánn í 3. sæti (með betri árangur en Finnland og Úkraína sem enduðu í 3. sæti síns riðils) og mætir Belgíu í 16-liða úrslitum. Staða Pólverja er mjög skýr. Sigur gegn Svíþjóð, og ekkert annað en sigur, dugar þeim til að komast í 16-liða úrslitin. Þeir gætu mögulega náð efsta sæti riðilsins, ef Slóvakía og Spánn gera jafntefli, en enda annars í 2. sæti með sigri og mæta Króatíu í 16-liða úrslitum. Sigurliðið í E-riðli mætir liði úr 3. sæti í B-, C- eða D-riðli, eða sem sagt Finnlandi, Úkraínu eða Tékklandi, allt eftir því hvaða lið í 3. sæti komast áfram. Riðlakeppni EM lýkur í dag. Leikur Svíþjóðar og Póllands er í beinni útsendingu á Stöð 2 EM kl. 16 og á sama tíma mætast Slóvakía og Spánn á Stöð 2 Sport 2. Í kvöld eru svo leikir Portúgals og Frakklands, og Ungverjalands og Þýskalands. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ Íslenski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sjá meira