Vill endurskoða fyrirkomulag skólasunds vegna vanlíðanar barna Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 23. júní 2021 12:09 Umboðsmaður barna telur að ákveðinn hópur barna upplifi vanlíðan og óöryggi í skólasundi. Vísir Salvör Nordal, umboðsmaður barna hefur sent mennta- og menningarmálaráðuneyti bréf þar sem hún hvetur til þess að fyrirkomulag sundkennslu í grunnskólum verði endurskoðað. Hún telur ákveðinn hóp upplifa óöryggi og vanlíðan í sundtímum. Í aðalnámskrá er meðal annars að finna hæfniviðmið fyrir skólaíþróttir. Samkvæmt þeim viðmiðum eiga nemendur grunnskóla við lok 10. bekkjar að geta sýnt leikni og synt viðstöðulaust í bringusundi, baksundi, skriðsundi, flugsundi og kafsundi auk þess að geta troðið marvaða. Umboðsmaður barna telur þessar kröfur vera umfram það sem nauðsynlegt er til þess að nemendur geti stundað líkamsrækt á öruggan hátt eftir útskrift úr grunnskóla. Í aðalnámskrá kemur fram að aukin sundfærni styrki sjálfsmynd og auki sjálfsöryggi einstaklingsins. Í samtölum umboðsmanns barna við nemendur kemur þó fram að ákveðinn hópur nemenda upplifi óöryggi og vanlíðan í sundtímum, þar sem þeir eigi erfitt með að uppfylla þær miklu kröfur sem gerðar eru til þeirra. Þá hafa nemendur og þá sérstaklega hinsegin nemendur, lýst upplifun af einelti og áreitni í sundkennslu. Í aðalnámskrá segir að auðvelt sé að tengja umræðu um kynímyndir, einelti og ofbeldi við sundkennslu, en lítil framkvæmd virðist vera um slíka umræðu. Í bréfinu segir að stór hópur barna hafi lýst yfir efasemdum um að skipulag skólastarfs í grunnskólum endurspegli breyttar áherslur á vinnumarkaði og í samfélaginu. Þá hafa nemendur komið á framfæri hugmyndum um að sundkennsla í efstu bekkjum grunnskóla verði gerð valkvæð að einhverju leyti, standist nemendur stöðupróf og hafi þar með sýnt fram á viðunandi hæfni. Skóla - og menntamál Sund Grunnskólar Íþróttir barna Réttindi barna Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Sjá meira
Í aðalnámskrá er meðal annars að finna hæfniviðmið fyrir skólaíþróttir. Samkvæmt þeim viðmiðum eiga nemendur grunnskóla við lok 10. bekkjar að geta sýnt leikni og synt viðstöðulaust í bringusundi, baksundi, skriðsundi, flugsundi og kafsundi auk þess að geta troðið marvaða. Umboðsmaður barna telur þessar kröfur vera umfram það sem nauðsynlegt er til þess að nemendur geti stundað líkamsrækt á öruggan hátt eftir útskrift úr grunnskóla. Í aðalnámskrá kemur fram að aukin sundfærni styrki sjálfsmynd og auki sjálfsöryggi einstaklingsins. Í samtölum umboðsmanns barna við nemendur kemur þó fram að ákveðinn hópur nemenda upplifi óöryggi og vanlíðan í sundtímum, þar sem þeir eigi erfitt með að uppfylla þær miklu kröfur sem gerðar eru til þeirra. Þá hafa nemendur og þá sérstaklega hinsegin nemendur, lýst upplifun af einelti og áreitni í sundkennslu. Í aðalnámskrá segir að auðvelt sé að tengja umræðu um kynímyndir, einelti og ofbeldi við sundkennslu, en lítil framkvæmd virðist vera um slíka umræðu. Í bréfinu segir að stór hópur barna hafi lýst yfir efasemdum um að skipulag skólastarfs í grunnskólum endurspegli breyttar áherslur á vinnumarkaði og í samfélaginu. Þá hafa nemendur komið á framfæri hugmyndum um að sundkennsla í efstu bekkjum grunnskóla verði gerð valkvæð að einhverju leyti, standist nemendur stöðupróf og hafi þar með sýnt fram á viðunandi hæfni.
Skóla - og menntamál Sund Grunnskólar Íþróttir barna Réttindi barna Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Sjá meira