Löfven til í að leiða ríkisstjórn áfram Kjartan Kjartansson skrifar 21. júní 2021 10:11 Stefan Löfven er fyrsti forsætisráðherra Svíþjóðar sem vantrausti er lýst á. Vísir/EPA Stefan Löfven og Jafnaðarmannaflokkur hans eru tilbúnir til þess að halda áfram að axla ábyrgð á stjórn Svíþjóð eftir að þingið lýsti vantrausti á hendur honum í morgun. Hann hefur viku til að ákveða næstu skref. Meirihluti þingmanna á sænska þinginu greiddi atkvæði með því að lýsa vantrausti á Löfven og minnihlutastjórn hans í morgun. Hægriöfgaflokkurinn Svíþjóðardemókratar lögðu vantrauststillöguna fram eftir að Vinstri flokkurinn dró stuðning við ríkisstjórnina til baka. Löfven hefur nú viku til að ákveða hvort að hann segir af sér, reynir að mynda nýja ríkisstjórn eða boðar til aukakosninga í haust. Ekki hefur verið boðað til aukakosninga í Svíþjóð frá því á 6. áratug síðustu aldar. Á blaðamannafundi eftir að vantraustið var samþykkt sýndi Löfven ekki á spilin en virtist gefa til kynna að hann gæti freistað þess að klambra saman nýrri stjórn. „Ríkisstjórnin hefur viku til ákveða hvaða leið við viljum fara. Óháð því er ég og flokkur minn tilbúinn að axla ábyrgð á stjórn landsins,“ sagði Löfven. Nú taki við viðræður til þess að tryggja að ný ríkisstjórn verði mynduð sem fyrst. Löfven sagði að ef eitthvað yrði fast í hendi tæki það mögulega skemur en viku að koma í ljós. Fótunum var kippt undan stjórn Löfven þegar Vinstri flokkurinn, sem hefur tekið þátt í að verja minnihlutastjórnina falli, ákvað að draga stuðning sinn til baka í síðustu viku vegna deilna um hvort afnema ætti þak á húsaleigu í nýju húsnæði. Löfven harmaði í dag að Vinstri flokkurinn hefði hafnað tilraunum til þess að ná sátt í málinu. Lagði hann áherslu á að jafnaðarmenn aðhylltust ekki að leiguverð yrði gefið frjálst. Svíþjóð Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Sjá meira
Meirihluti þingmanna á sænska þinginu greiddi atkvæði með því að lýsa vantrausti á Löfven og minnihlutastjórn hans í morgun. Hægriöfgaflokkurinn Svíþjóðardemókratar lögðu vantrauststillöguna fram eftir að Vinstri flokkurinn dró stuðning við ríkisstjórnina til baka. Löfven hefur nú viku til að ákveða hvort að hann segir af sér, reynir að mynda nýja ríkisstjórn eða boðar til aukakosninga í haust. Ekki hefur verið boðað til aukakosninga í Svíþjóð frá því á 6. áratug síðustu aldar. Á blaðamannafundi eftir að vantraustið var samþykkt sýndi Löfven ekki á spilin en virtist gefa til kynna að hann gæti freistað þess að klambra saman nýrri stjórn. „Ríkisstjórnin hefur viku til ákveða hvaða leið við viljum fara. Óháð því er ég og flokkur minn tilbúinn að axla ábyrgð á stjórn landsins,“ sagði Löfven. Nú taki við viðræður til þess að tryggja að ný ríkisstjórn verði mynduð sem fyrst. Löfven sagði að ef eitthvað yrði fast í hendi tæki það mögulega skemur en viku að koma í ljós. Fótunum var kippt undan stjórn Löfven þegar Vinstri flokkurinn, sem hefur tekið þátt í að verja minnihlutastjórnina falli, ákvað að draga stuðning sinn til baka í síðustu viku vegna deilna um hvort afnema ætti þak á húsaleigu í nýju húsnæði. Löfven harmaði í dag að Vinstri flokkurinn hefði hafnað tilraunum til þess að ná sátt í málinu. Lagði hann áherslu á að jafnaðarmenn aðhylltust ekki að leiguverð yrði gefið frjálst.
Svíþjóð Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Sjá meira