Innlent

Slökkviliðið kallað að alelda sumarhúsi í Miðdal

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Frá vettvangi brunans í nótt.
Frá vettvangi brunans í nótt. Aðsend

Lögregla og slökkvilið voru kölluð á vettvang upp úr miðnætti, þegar tilkynnt var um alelda sumarhús í Miðdal.

Samkvæmt Facebook-færslu Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var um að ræða gamalt, ónothæft hús.

Slökkviliðið var einnig kallað til vegna tveggja minniháttar árekstra í Hvalfjarðargöngum.

Þá sinnti það 110 sjúkraflutningum, þar af 35 forgangsútköllum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.