Erlent

Forsetahundurinn Champ er allur

Árni Sæberg skrifar
Champ var góður hundur.
Champ var góður hundur.

Í tilkynningu frá forsetahjónum Bandaríkjanna kemur fram að hundurinn Champ sé látinn.

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sendi út tilkynningu á Twitter um andlát forsetahundsins Champ. 

„Fjölskylda okkar missti ástkæran félaga í dag. Ég mun sakna hans.“ sagði Biden á Twitter. 

Champ var þýskur fjárhundur og hann varð þrettán ára gamall. Joe Biden keypti hundinn fyrir konu sína, Dr. Jill Biden, eftir forsetakosningarnar árið 2008 þegar hann varð varaforseti. 

Bidenhjónin eiga enn hundinn Major sem er þriggja ára þýskur fjárhundur. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×