Aftur misstígu Spánverjar sig

Anton Ingi Leifsson skrifar
Aymeric Laporte og félagar þurfa nauðsynlega á sigri að halda í dag.
Aymeric Laporte og félagar þurfa nauðsynlega á sigri að halda í dag. EPA-EFE/Julio Munoz

Spánverjar eru einungis með tvö stig eftir fyrstu tvo leikina í E-riðlinum á Evrópumótinu í knattspyrnu.

Spánn gerði í kvöld 1-1 jafntefli við Pólland en þeir gerðu markalaust jafntefli við Svía í 1. umferðinni.

Alvaro Morata fékk mikla gagnrýni fyrir frammistöðu sína í 1. umferðinni en hann fékk aftur traustið í kvöld.

Hann þakkaði Luis Enrique, landsliðsþjálfara Spánar, traustið með marki á 25. mínútu sem kom Spáni í 1-0.

Þannig stóðu leikar í hálfleik en Robert Lewandowski jafnaði metin fyrir Pólverja á níundu mínútu síðari hálfleiks.

Fleiri urðu mörkin ekki og því all topið í E-riðlinum. Svíar eru með fjögur stig, Slóvakar þrjú, Spánn tvö og Pólverjar eitt.

Bein lýsing

Leikirnir
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.