Innlent

Vig­dís í aðal­hlut­verki á há­tíðar­sam­komu Há­skóla Ís­lands

Tinni Sveinsson skrifar
Vigdís Finnbogadóttir árið 1980, sumarið sem hún var kjörin forseti Íslands.
Vigdís Finnbogadóttir árið 1980, sumarið sem hún var kjörin forseti Íslands. Getty/Bettmann Archive

Háskóli Íslands efnir til hátíðarsamkomu í Hátíðarsal Aðalbyggingar klukkan níu. Í dag eru 110 ár liðin frá stofnun skólans. Vegna samkomutakmarka er viðburðurinn lokaður en hægt er að horfa á beina útsendingu hér á Vísi.

Á hátíðarsamkomunni verður undirrituð viljayfirlýsing milli Háskóla Íslands og ríkisstjórnar Íslands um að setja á fót sýningu helgaða forsetatíð og störfum Vigdísar Finnbogadóttur í Loftskeytastöðinni á Melunum. 

Á athöfninni mun Vigdís jafnframt afhenda Háskóla Íslands muni frá forsetatíð sinni sem verða meðal annars grundvöllur sýningarinnar.

Ávörp á hátíðarsamkomunni flytja Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, Isabel Alejandra Díaz, forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands, auk Vigdísar Finnbogadóttur. Enn fremur flytur Háskólakórinn undir stjórn Gunnsteins Ólafssonar nokkur lög.

Samkoman hefst klukkan níu og hægt er að horfa á hana í spilaranum hér fyrir neðan.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.