Fótbolti

FH-ingar og Stjörnumenn fara til Írlands en Blikar til Lúxemborgar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Þórir Jóhann Helgason og félagar í FH mæta Sligo Rovers frá Írlandi í 1. umferð Sambandsdeildarinnar.
Þórir Jóhann Helgason og félagar í FH mæta Sligo Rovers frá Írlandi í 1. umferð Sambandsdeildarinnar. vísir/hulda margrét

Þrjú íslensk lið voru í pottinum þegar dregið var í 1. umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu (Europa Conference League) í dag. FH og Stjarnan mæta írskum liðum á meðan Breiðablik mætir liði frá Lúxemborg.

FH dróst gegn Sligo Rovers og Stjarnan gegn Bohemians. Breiðablik mætir Racing Union Luxemborg. Alls voru 66 lið í pottinum þegar dregið var í hádeginu.

Fyrri leikirnir í 1. umferðinni fara fram 8. júlí og seinni leikirnir þann fimmtánda. FH-ingar og Stjörnumenn byrja á útivelli en Blikar á heimavelli.

Sambandsdeildin er ný Evrópukeppni og þrjú lið taka þátt á fyrsta tímabilinu í sögu hennar.

Á síðasta tímabili endaði Sligo Rovers í 2. sæti írsku úrvalsdeildarinnar en Bohemians í því fjórða. Racing Union Luxemborg lenti í 4. sæti deildarinnar í Lúxemborg.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.