Innlent

Nýjar samkomutakmarkanir taka gildi í dag

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Daglegt líf er smám saman að komast í fyrra horf.
Daglegt líf er smám saman að komast í fyrra horf.

Í dag taka gildi nýjar reglur um sóttvarnaaðgerðir. Fjöldatakmörk miðast nú við 300 manns og nándarreglan verður einn metri í stað tveggja. Þá er engin regla um nánd á sitjandi viðburðum en öllum skylt að bera grímu.

Veitingastaðnir mega frá og með deginum í dag hafa opið til miðnættis en gestir þurfa að yfirgefa staðinn fyrir kl. 1. Nýju reglurnar gilda til 29. júní næstkomandi.

Í lok síðustu viku höfðu 214.971 einstaklingar 16 ára og eldri fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni gegn Covid-19. 128.645 voru fullbólusettir.

Þá fengu um 10 þúsund manns bólusetningu í Laugardalshöll í gær.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×