Fær loks réttargæslumann vegna líkamsárásar, frelsissviptingar og hótana Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. júní 2021 15:52 Maðurnn varð fyrir verulegu heilsutjóni í kjölfar atviksins og eru andlegar afleiðingar þess langvinnar. Vísir/Vilhelm Landsréttur úrskurðaði 10. júní síðastliðinn að karlmaður á fimmtugsaldri, sem varð fyrir líkamsárás, frelsissviptingu og hótunum, fái réttargæslumann til að gæta hagsmuna hans í málinu. Landsréttur felldi úr gildi úrskurð Héraðsdóms Norðurlands eystra sem taldi manninn ekki eiga rétt á réttargæslumanni. Í málinu eru þrír menn ákærðir fyrir að hafa svipt brotaþola frelsi, ráðist á hann og hótað honum þann 5. september 2017 í heimahúsi á Akureyri. Þeim er meðal annars gert það að sök að hafa ítrekað slegið í höfuð og líkama mannsins, sparkað og stigið á höfuð hans, sett viskastykki yfir vit hans og hellt vatni yfir, hótað að beita hann frekara ofbeldi, hótað að henda honum í sjóinn, fram af brú og hótað að vinna honum mein með borvél og dúkahníf. Þessi atlaga hafi staðið yfir í um fjórar klukkustundir. Maðurinn varð illa úti eftir árásina. Hann var marinn á báðum eyrum og hálsi, blóð var inni á hægri hljóðhimnu og maðurinn fann fyrir miklum eymslum í hálshrygg og um miðjan kvið. Auk þess brotnuðu fjögur rifbein í honum, vinstri þvertindur efsta lendhryggjar var brotinn og maðurinn var í miklu áfalli dagana eftir atvikið að því er fram kemur í úrskurðinum. Þá leitaði maðurinn aftur á sjúkrahús nokkrum dögum eftir að hann var útskrifaður af skurðdeild, þar sem hann lá í nokkra daga, vegna heyrnaleysis og versnandi verkja. Niðurstaða læknis var sú að maðurinn hafi hlotið alvarlega áverka á hægra eyra sem hafi leitt til leka á heila- og mænuvökva sem hafi valdið heyrnartapi og síðan sýkingu í vökvanum. Langvinnar afleiðingar og verulegt heilsutjón Þá er kona ákærð í málinu en hún er barnsmóðir þolandans. Teljast þau því nátengd í málinu. Í rökstuðningi héraðsdóms fyrir synjun beiðninnar kemur hins vegar fram að engin gögn um núverandi ástand mannsin, hvorki andlegt né líkamlegt, lægju fyrir til að sýna fram á sérstaka þörf mannsins á aðstoð frá réttargæslumanni. Vottorð frá geðlækni var lagt fyrir Landsrétt. Í mati geðlæknis kom fram að maðurinn glímdi við veikindi og hafi verið öryrki vegna þeirra í um áratug. Ástand hans hafi hins vegar versnað til munar í kjölfar atvikanna sem rakin eru hér að ofan. Afleiðingarnar séu langvinnar og hafi enn frekar skert getu mannsins á flestum sviðum. Mat geðlæknirinn það svo að maðurinn þyrfti nauðsynlega aðstoð réttargæslumann við meðferð málsins. Landsréttur tók það einnig fram að ljóst væri að maðurinn hafi orðið fyrir verulegu heilsutjóni í kjölfar atviksins. Þá væri hann nátengdur einum ákærða, barnsmóður sinni, og mat geðlæknisins gerði ljóst að maðurinn þyrfti á réttargæslumanni að halda. Úrskurður héraðsdóms frá 1. júní síðastliðnum var því felldur úr gildi. Dómsmál Akureyri Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Í málinu eru þrír menn ákærðir fyrir að hafa svipt brotaþola frelsi, ráðist á hann og hótað honum þann 5. september 2017 í heimahúsi á Akureyri. Þeim er meðal annars gert það að sök að hafa ítrekað slegið í höfuð og líkama mannsins, sparkað og stigið á höfuð hans, sett viskastykki yfir vit hans og hellt vatni yfir, hótað að beita hann frekara ofbeldi, hótað að henda honum í sjóinn, fram af brú og hótað að vinna honum mein með borvél og dúkahníf. Þessi atlaga hafi staðið yfir í um fjórar klukkustundir. Maðurinn varð illa úti eftir árásina. Hann var marinn á báðum eyrum og hálsi, blóð var inni á hægri hljóðhimnu og maðurinn fann fyrir miklum eymslum í hálshrygg og um miðjan kvið. Auk þess brotnuðu fjögur rifbein í honum, vinstri þvertindur efsta lendhryggjar var brotinn og maðurinn var í miklu áfalli dagana eftir atvikið að því er fram kemur í úrskurðinum. Þá leitaði maðurinn aftur á sjúkrahús nokkrum dögum eftir að hann var útskrifaður af skurðdeild, þar sem hann lá í nokkra daga, vegna heyrnaleysis og versnandi verkja. Niðurstaða læknis var sú að maðurinn hafi hlotið alvarlega áverka á hægra eyra sem hafi leitt til leka á heila- og mænuvökva sem hafi valdið heyrnartapi og síðan sýkingu í vökvanum. Langvinnar afleiðingar og verulegt heilsutjón Þá er kona ákærð í málinu en hún er barnsmóðir þolandans. Teljast þau því nátengd í málinu. Í rökstuðningi héraðsdóms fyrir synjun beiðninnar kemur hins vegar fram að engin gögn um núverandi ástand mannsin, hvorki andlegt né líkamlegt, lægju fyrir til að sýna fram á sérstaka þörf mannsins á aðstoð frá réttargæslumanni. Vottorð frá geðlækni var lagt fyrir Landsrétt. Í mati geðlæknis kom fram að maðurinn glímdi við veikindi og hafi verið öryrki vegna þeirra í um áratug. Ástand hans hafi hins vegar versnað til munar í kjölfar atvikanna sem rakin eru hér að ofan. Afleiðingarnar séu langvinnar og hafi enn frekar skert getu mannsins á flestum sviðum. Mat geðlæknirinn það svo að maðurinn þyrfti nauðsynlega aðstoð réttargæslumann við meðferð málsins. Landsréttur tók það einnig fram að ljóst væri að maðurinn hafi orðið fyrir verulegu heilsutjóni í kjölfar atviksins. Þá væri hann nátengdur einum ákærða, barnsmóður sinni, og mat geðlæknisins gerði ljóst að maðurinn þyrfti á réttargæslumanni að halda. Úrskurður héraðsdóms frá 1. júní síðastliðnum var því felldur úr gildi.
Dómsmál Akureyri Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira