Fær loks réttargæslumann vegna líkamsárásar, frelsissviptingar og hótana Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. júní 2021 15:52 Maðurnn varð fyrir verulegu heilsutjóni í kjölfar atviksins og eru andlegar afleiðingar þess langvinnar. Vísir/Vilhelm Landsréttur úrskurðaði 10. júní síðastliðinn að karlmaður á fimmtugsaldri, sem varð fyrir líkamsárás, frelsissviptingu og hótunum, fái réttargæslumann til að gæta hagsmuna hans í málinu. Landsréttur felldi úr gildi úrskurð Héraðsdóms Norðurlands eystra sem taldi manninn ekki eiga rétt á réttargæslumanni. Í málinu eru þrír menn ákærðir fyrir að hafa svipt brotaþola frelsi, ráðist á hann og hótað honum þann 5. september 2017 í heimahúsi á Akureyri. Þeim er meðal annars gert það að sök að hafa ítrekað slegið í höfuð og líkama mannsins, sparkað og stigið á höfuð hans, sett viskastykki yfir vit hans og hellt vatni yfir, hótað að beita hann frekara ofbeldi, hótað að henda honum í sjóinn, fram af brú og hótað að vinna honum mein með borvél og dúkahníf. Þessi atlaga hafi staðið yfir í um fjórar klukkustundir. Maðurinn varð illa úti eftir árásina. Hann var marinn á báðum eyrum og hálsi, blóð var inni á hægri hljóðhimnu og maðurinn fann fyrir miklum eymslum í hálshrygg og um miðjan kvið. Auk þess brotnuðu fjögur rifbein í honum, vinstri þvertindur efsta lendhryggjar var brotinn og maðurinn var í miklu áfalli dagana eftir atvikið að því er fram kemur í úrskurðinum. Þá leitaði maðurinn aftur á sjúkrahús nokkrum dögum eftir að hann var útskrifaður af skurðdeild, þar sem hann lá í nokkra daga, vegna heyrnaleysis og versnandi verkja. Niðurstaða læknis var sú að maðurinn hafi hlotið alvarlega áverka á hægra eyra sem hafi leitt til leka á heila- og mænuvökva sem hafi valdið heyrnartapi og síðan sýkingu í vökvanum. Langvinnar afleiðingar og verulegt heilsutjón Þá er kona ákærð í málinu en hún er barnsmóðir þolandans. Teljast þau því nátengd í málinu. Í rökstuðningi héraðsdóms fyrir synjun beiðninnar kemur hins vegar fram að engin gögn um núverandi ástand mannsin, hvorki andlegt né líkamlegt, lægju fyrir til að sýna fram á sérstaka þörf mannsins á aðstoð frá réttargæslumanni. Vottorð frá geðlækni var lagt fyrir Landsrétt. Í mati geðlæknis kom fram að maðurinn glímdi við veikindi og hafi verið öryrki vegna þeirra í um áratug. Ástand hans hafi hins vegar versnað til munar í kjölfar atvikanna sem rakin eru hér að ofan. Afleiðingarnar séu langvinnar og hafi enn frekar skert getu mannsins á flestum sviðum. Mat geðlæknirinn það svo að maðurinn þyrfti nauðsynlega aðstoð réttargæslumann við meðferð málsins. Landsréttur tók það einnig fram að ljóst væri að maðurinn hafi orðið fyrir verulegu heilsutjóni í kjölfar atviksins. Þá væri hann nátengdur einum ákærða, barnsmóður sinni, og mat geðlæknisins gerði ljóst að maðurinn þyrfti á réttargæslumanni að halda. Úrskurður héraðsdóms frá 1. júní síðastliðnum var því felldur úr gildi. Dómsmál Akureyri Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Í málinu eru þrír menn ákærðir fyrir að hafa svipt brotaþola frelsi, ráðist á hann og hótað honum þann 5. september 2017 í heimahúsi á Akureyri. Þeim er meðal annars gert það að sök að hafa ítrekað slegið í höfuð og líkama mannsins, sparkað og stigið á höfuð hans, sett viskastykki yfir vit hans og hellt vatni yfir, hótað að beita hann frekara ofbeldi, hótað að henda honum í sjóinn, fram af brú og hótað að vinna honum mein með borvél og dúkahníf. Þessi atlaga hafi staðið yfir í um fjórar klukkustundir. Maðurinn varð illa úti eftir árásina. Hann var marinn á báðum eyrum og hálsi, blóð var inni á hægri hljóðhimnu og maðurinn fann fyrir miklum eymslum í hálshrygg og um miðjan kvið. Auk þess brotnuðu fjögur rifbein í honum, vinstri þvertindur efsta lendhryggjar var brotinn og maðurinn var í miklu áfalli dagana eftir atvikið að því er fram kemur í úrskurðinum. Þá leitaði maðurinn aftur á sjúkrahús nokkrum dögum eftir að hann var útskrifaður af skurðdeild, þar sem hann lá í nokkra daga, vegna heyrnaleysis og versnandi verkja. Niðurstaða læknis var sú að maðurinn hafi hlotið alvarlega áverka á hægra eyra sem hafi leitt til leka á heila- og mænuvökva sem hafi valdið heyrnartapi og síðan sýkingu í vökvanum. Langvinnar afleiðingar og verulegt heilsutjón Þá er kona ákærð í málinu en hún er barnsmóðir þolandans. Teljast þau því nátengd í málinu. Í rökstuðningi héraðsdóms fyrir synjun beiðninnar kemur hins vegar fram að engin gögn um núverandi ástand mannsin, hvorki andlegt né líkamlegt, lægju fyrir til að sýna fram á sérstaka þörf mannsins á aðstoð frá réttargæslumanni. Vottorð frá geðlækni var lagt fyrir Landsrétt. Í mati geðlæknis kom fram að maðurinn glímdi við veikindi og hafi verið öryrki vegna þeirra í um áratug. Ástand hans hafi hins vegar versnað til munar í kjölfar atvikanna sem rakin eru hér að ofan. Afleiðingarnar séu langvinnar og hafi enn frekar skert getu mannsins á flestum sviðum. Mat geðlæknirinn það svo að maðurinn þyrfti nauðsynlega aðstoð réttargæslumann við meðferð málsins. Landsréttur tók það einnig fram að ljóst væri að maðurinn hafi orðið fyrir verulegu heilsutjóni í kjölfar atviksins. Þá væri hann nátengdur einum ákærða, barnsmóður sinni, og mat geðlæknisins gerði ljóst að maðurinn þyrfti á réttargæslumanni að halda. Úrskurður héraðsdóms frá 1. júní síðastliðnum var því felldur úr gildi.
Dómsmál Akureyri Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira