Innlent

Sjö handteknir í tengslum við frelsissviptingu á Akureyri

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Ekki liggur ljóst fyrir hversu lengi manninum var haldið.
Ekki liggur ljóst fyrir hversu lengi manninum var haldið. Vísir/Pjetur
Lögreglan á Norðurlandi eystra rannsakar nú frelsissviptingu og líkamsárás sem átti sér stað stað aðfaranótt þriðjudags í heimahúsi á Akureyri. Fórnarlamb árásarinnar var lagt inn á Sjúkrahúsið á Akureyri með talsverða áverka. Sjö hafa verið handteknir í tengslum við málið samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.

Fjórir af þeim voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í gærkvöldi í Héraðsdómi Norðurlands eystra, ein kona og þrír karlmenn, grunuð um frelsissviptingu og líkamsárás. Tveir eru enn í haldi, ein kona og einn karlmaður. Einum karlmanni var sleppt að lokinni yfirheyrslu.

Fórnarlamb meintrar árásar, sem er íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri, leitaði sjálfur á sjúkrahúsið á Akureyri eftir að honum var sleppt og var hann lagður inn. Samkvæmt heimildum fréttastofu var maðurinn enn á spítalanum í gærkvöldi. 
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var maðurinn talsvert meiddur og var hann meðal annars rifbeinsbrotinn.

Ekki liggur ljóst fyrir hversu lengi manninum var haldið en rannsókn málsins eru í fullum gangi sem stendur. Þau sem eru grunuð eru í málinu hafa öll áður komið við sögu lögreglu.Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.