Innlent

Von á til­kynningu frá lög­reglu vegna hnífs­tungu­á­rásar

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Árásin var framin á Hafnarstræti, milli Hlöllabáta og Fjallkonunnar.
Árásin var framin á Hafnarstræti, milli Hlöllabáta og Fjallkonunnar. Vísir/Einar

Karlmaður um tvítugt, sem ráðist var á með hnífi í miðbæ Reykjavíkur á aðfaranótt sunnudags, er enn á sjúkrahúsi. Ástand hans var talið lífshættulegt í gær en lögregla hefur ekki viljað gefa upplýsingar um stöðu hans í dag, það sem af er degi. Von er á tilkynningu eftir hádegið vegna málsins.

Karlmaður sem grunaður er um árásina var úrskurðaður í gæsluvarðhald til föstudags í héraðsdómi í gær. Árásin átti sér stað fyrir utan veitingastaðinn Fjallkonuna á öðrum tímanum aðfaranótt sunnudags.

Sá sem særðist hlaut stungusár á kviði og var hann fluttur með sjúkrabíl á Landspítala.

Nokkrir menn tókust á í slagsmálunum. Þeir eru allir íslenskir. Hins grunaða var leitað af lögreglu í fyrrinótt en hann fannst ekki fyrr en á tíunda tímanum á sunnudagmorgun í húsi í austurhluta Reykjavíkur.

Málið er til rannsóknar og er grunur uppi um að það tengist íkveikju í bifreið í Kópavogi um svipað leyti.


Tengdar fréttir

Vopnið ó­fundið: Maður um tví­tugt í lífs­hættu

Vopn sem notað var þegar karlmaður um tvítugt var stunginn í miðbænum í nótt er ekki fundið. Maðurinn liggur þungt haldinn á Landspítalanum en lögreglan handtók meintan árásarmann í heimahúsi í Kópavogi undir morgun.

Í lífs­hættu eftir hnífs­tungu­á­rás í mið­bænum í nótt

Einn er í lífshættu eftir hnífstunguárás í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Einstaklingurinn er á gjörgæslu eftir að hafa verið stunginn í kviðinn en sá grunaði var handtekinn í morgun og er nú í haldi lögreglu. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×