Innlent

Í lífs­hættu eftir hnífs­tungu­á­rás í mið­bænum í nótt

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Árásin var framin á Hafnarstræti, milli Hlöllabáta og Fjallkonunnar.
Árásin var framin á Hafnarstræti, milli Hlöllabáta og Fjallkonunnar. Einar/Vísir

Einn er í lífshættu eftir hnífstunguárás í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Einstaklingurinn er á gjörgæslu eftir að hafa verið stunginn í kviðinn en sá grunaði var handtekinn í morgun og er nú í haldi lögreglu. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu.

Þá er til rannsóknar hvort líkamsárásin tengist eldi sem kom upp í bifreið í Kópavogi í nótt. Lögreglan hefur það til rannsóknar hvort um íkveikju hafi verið að ræða.

Kveikt var í bílnum um klukkan tvö í nótt og líkamsárásin gerðist á þriðja tímanum fyrir utan veitingastaðinn Fjallkonuna við Hafnarstræti. Grímur segir rannsókn í fullum gangi, verið sé að afla sönnunargagna og þar á meðal verið að skoða upptökur úr eftirlitsmyndavélum í miðbænum.

Lögreglan biðlar til þeirra sem kunna að hafa orðið vitni að líkamsárásinni að hafa samband í tölvupósti á netfangið abending@lrh.is. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×