Gosvirknin breytt og gönguleiðin búin að vera Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. júní 2021 10:10 Breytingin sést ágætlega á vefmyndavél RÚV. Skjáskot/RÚV Gosvirknin í eldgosinu í Geldingadölum breyttist nokkuð í morgun og er hraunflæðið nú orðið jafnara en það hefur verið. Strókavirknin er lítil sem engin en náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir ekki útilokað að strókarnir snúi aftur. „Virknin hefur breyst að því leyti að þetta er heldur jafnara núna heldur en er búið að vera og við höfum kannski fengið að venjast. Það var núna um daginn að vísu að virknin ver jafnari og hviðukenndu strókarnir hættu í bili en svo komu þeir aftur,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. „Klukkan sjö í morgun fór virknin að verða miklu þéttari og jafnari. Það sést mjög lítill vísir að einhverjum hviðum en það segir svo sem ekki til um hvort það komi aftur eða hvernig framhaldið verður.“ Gönguleiðin ekki lengur örugg Þá hefur nýtt hraun runnið í skarðið á milli þess sem hefur verið kallað Gónhóll og annars hóls. Gönguleið A svokölluð liggur þar á milli og varar Salóme fólk við því að ganga leiðina. Verið er að leggja nýja gönguleið, B, sem liggur vestan Fagradalsfjalls og verður tekin í notkun fljótlega. „Fólk hefur víst verið að klöngrast þarna yfir. Þannig að það er nú nýtt hraun þar og hvort eð er alltaf hættulegt að labba þar yfir en sérstaklega þegar er nýtt hraun, en það er alltaf hættulegt,“ segir Salóme. Hraunið rennur nú yfir göngustíg A og því hefur verið lokað að gosstöðvunum.Landhelgisgæslan „Gönguleiðin gamla er búin að vera það er alveg á hreinu. Það á enginn maður að fara yfir nýtt hraun. Hvort sem það virðist kalt á yfirborðinu þá er stórhætta, bæði af því að það getur verið bráðið hraun undir og svo getur komið nýr hraunstraumur. Þannig að gönguleiðin gamla er orðin alveg úti. Þetta eru ekki neinar stórvægilegar breytingar, kannski smá fasabreyting. Það er smá keimur af strókavirkni en ekki svona áberandi eins og var, þetta er jafnara og þéttara.“ Erfitt að segja hvað veldur breytingunum Hún segir ekki víst hvort hraunflæðið sé meira eða minna, helsta breytingin sé sú að það sé jafnara. „Það var að koma í stórum strókum sem var eins og velktist úr potti en nú er það jafn straumur, jafn foss sem rennur út úr gígbarminum. Ég vænti þess að þetta sé af svipuðu magni en komi jafnara út,“ segir Salóme. „Það er voðalega erfitt að segja hvað veldur þessu. Þetta gos er náttúrulega búið að vera mjög skemmtilegt fyrir vísindamenn að spá í en það er erfitt að segja hvað veldur.“ Hún segir fólk þó ekki endilega í meiri hættu á svæðinu vegna breytinganna. „Nei, svæðið sem áhorfendur geta verið á nálægt þessu er auðvitað farið að takmarkast og þetta er kannski minna sjónarspil en þessar hviður voru. Ég veit ekki hvort þetta sé minna eða meira hættulegt, það getur náttúrulega enginn verið nálægt þessu því svæðið er farið að lokast af,“ segir Salóme. „Virknin er nú minni en sú sem við sáum í upphafi en það er búið að vera aukið hraunflæði frá upphafi goss, það er aukið miðað við það þannig að ég hugsa að það sé að koma meira hraun en almennt. Svo gæti vel verið að þessir strókar komi aftur, það gerðist nú fyrir nokkrum dögum síðan, þá tók þessi strókavirkni pásu og jafnaði flæðið en svo hófst hún aftur.“ Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Dæmi um að fólk fari yfir lögregluborða á gossvæðinu Eitthvað hefur verið um það að ferðamenn við eldgosið í Geldingadölum hafa farið út af merktum gönguleiðum og yfir lögregluborða. 12. júní 2021 10:19 Hljóp upp að gígnum í Geldingadölum: „Þetta er kærulaus hegðun“ Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar hjá Veðurstofu Íslands, fordæmir hegðun kærulausra eldgosgesta og segist vona að enginn muni láta lífið í Geldingadölum. 12. júní 2021 08:58 Kristín segir púlsana hafa orðið þéttari og lækkað í nótt Breytingar urðu á eldgosinu í Fagradalsfjalli í nótt. Um klukkan fjögur urðu sérfræðingar á Veðurstofunni varir breytingar á óróanum og tóku eftir að púlsarnir séu orðnir þéttari og aðeins lækkað. 10. júní 2021 09:45 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
„Virknin hefur breyst að því leyti að þetta er heldur jafnara núna heldur en er búið að vera og við höfum kannski fengið að venjast. Það var núna um daginn að vísu að virknin ver jafnari og hviðukenndu strókarnir hættu í bili en svo komu þeir aftur,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. „Klukkan sjö í morgun fór virknin að verða miklu þéttari og jafnari. Það sést mjög lítill vísir að einhverjum hviðum en það segir svo sem ekki til um hvort það komi aftur eða hvernig framhaldið verður.“ Gönguleiðin ekki lengur örugg Þá hefur nýtt hraun runnið í skarðið á milli þess sem hefur verið kallað Gónhóll og annars hóls. Gönguleið A svokölluð liggur þar á milli og varar Salóme fólk við því að ganga leiðina. Verið er að leggja nýja gönguleið, B, sem liggur vestan Fagradalsfjalls og verður tekin í notkun fljótlega. „Fólk hefur víst verið að klöngrast þarna yfir. Þannig að það er nú nýtt hraun þar og hvort eð er alltaf hættulegt að labba þar yfir en sérstaklega þegar er nýtt hraun, en það er alltaf hættulegt,“ segir Salóme. Hraunið rennur nú yfir göngustíg A og því hefur verið lokað að gosstöðvunum.Landhelgisgæslan „Gönguleiðin gamla er búin að vera það er alveg á hreinu. Það á enginn maður að fara yfir nýtt hraun. Hvort sem það virðist kalt á yfirborðinu þá er stórhætta, bæði af því að það getur verið bráðið hraun undir og svo getur komið nýr hraunstraumur. Þannig að gönguleiðin gamla er orðin alveg úti. Þetta eru ekki neinar stórvægilegar breytingar, kannski smá fasabreyting. Það er smá keimur af strókavirkni en ekki svona áberandi eins og var, þetta er jafnara og þéttara.“ Erfitt að segja hvað veldur breytingunum Hún segir ekki víst hvort hraunflæðið sé meira eða minna, helsta breytingin sé sú að það sé jafnara. „Það var að koma í stórum strókum sem var eins og velktist úr potti en nú er það jafn straumur, jafn foss sem rennur út úr gígbarminum. Ég vænti þess að þetta sé af svipuðu magni en komi jafnara út,“ segir Salóme. „Það er voðalega erfitt að segja hvað veldur þessu. Þetta gos er náttúrulega búið að vera mjög skemmtilegt fyrir vísindamenn að spá í en það er erfitt að segja hvað veldur.“ Hún segir fólk þó ekki endilega í meiri hættu á svæðinu vegna breytinganna. „Nei, svæðið sem áhorfendur geta verið á nálægt þessu er auðvitað farið að takmarkast og þetta er kannski minna sjónarspil en þessar hviður voru. Ég veit ekki hvort þetta sé minna eða meira hættulegt, það getur náttúrulega enginn verið nálægt þessu því svæðið er farið að lokast af,“ segir Salóme. „Virknin er nú minni en sú sem við sáum í upphafi en það er búið að vera aukið hraunflæði frá upphafi goss, það er aukið miðað við það þannig að ég hugsa að það sé að koma meira hraun en almennt. Svo gæti vel verið að þessir strókar komi aftur, það gerðist nú fyrir nokkrum dögum síðan, þá tók þessi strókavirkni pásu og jafnaði flæðið en svo hófst hún aftur.“
Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Dæmi um að fólk fari yfir lögregluborða á gossvæðinu Eitthvað hefur verið um það að ferðamenn við eldgosið í Geldingadölum hafa farið út af merktum gönguleiðum og yfir lögregluborða. 12. júní 2021 10:19 Hljóp upp að gígnum í Geldingadölum: „Þetta er kærulaus hegðun“ Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar hjá Veðurstofu Íslands, fordæmir hegðun kærulausra eldgosgesta og segist vona að enginn muni láta lífið í Geldingadölum. 12. júní 2021 08:58 Kristín segir púlsana hafa orðið þéttari og lækkað í nótt Breytingar urðu á eldgosinu í Fagradalsfjalli í nótt. Um klukkan fjögur urðu sérfræðingar á Veðurstofunni varir breytingar á óróanum og tóku eftir að púlsarnir séu orðnir þéttari og aðeins lækkað. 10. júní 2021 09:45 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Dæmi um að fólk fari yfir lögregluborða á gossvæðinu Eitthvað hefur verið um það að ferðamenn við eldgosið í Geldingadölum hafa farið út af merktum gönguleiðum og yfir lögregluborða. 12. júní 2021 10:19
Hljóp upp að gígnum í Geldingadölum: „Þetta er kærulaus hegðun“ Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar hjá Veðurstofu Íslands, fordæmir hegðun kærulausra eldgosgesta og segist vona að enginn muni láta lífið í Geldingadölum. 12. júní 2021 08:58
Kristín segir púlsana hafa orðið þéttari og lækkað í nótt Breytingar urðu á eldgosinu í Fagradalsfjalli í nótt. Um klukkan fjögur urðu sérfræðingar á Veðurstofunni varir breytingar á óróanum og tóku eftir að púlsarnir séu orðnir þéttari og aðeins lækkað. 10. júní 2021 09:45
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent