Johns Snorra var í gær minnst á toppi Everest. Colin O'Brady náði þá toppi Everest og hafði nokkra fána meðferðis til að heiðra þá fjallagöngugarpa sem látist hafa á K2 á síðustu misserum.
Samferðamanna Johns, þeim Ali Sadpara og JP Mohr var einnig minnst við athöfnina auk tveggja annarra. Það voru Katalóníumaðurinn Sergi Minote og Búlgarinn Atanas Skatov. Þeir létust báðir á meðan John Snorri og félagar voru á leið upp K2.
O'Brady birti myndband af athöfninni og í því heyrist hann segjast elska og sakna allra þeirra sem fallið hafa frá á K2 undanfarið. Í lok myndbands bera tilfinningarnar hann ofurliði og hann brestur í grát.