Belgía hóf Evrópumótið í knattspyrnu með þægilegum 3-0 sigri á Rússlandi er liðin mættust í Sankti Pétursborg í kvöld.
Fyrr í dag vann Finnland óvæntan 1-0 sigur á Danmörku er B-riðill EM fór af stað. Úrslit leiksins þó hálfgert aukaatriði eftir það sem kom fyrr Christian Eriksen undir lok fyrri hálfleiks. Sem betur fer er Eriksen heill á húfi og með meðvitund.
Í Rússlandi tóku heimamenn á móti toppliði heimslista FIFA, Belgíu. Það tók gestina aðeins tíu mínútur að komast yfir. Að sjálfsögðu var það Romelu Lukaku sem kom liðinu yfir með marki á tíundu mínútu leiksins.
Lukaku fagnaði með því að hlaupa að myndavélinni, kyssa hana og segja liðsfélaga sínum Eriksen að hann elskaði hann.
Varamaðurinn Thomas Meunier kom Belgíu í 2-0 á 34. mínútu og staðan 2-0 í hálfleik. Það stefndi í að leikurinn myndi enda 2-0 þegar Meunier stakk boltanum inn fyrir vörn heimamanna á Lukaku undir lok leiks.
Framherjanum brást ekki bogalistin. Skoraði hann annað mark sitt og þriðja mark Belga, lokatölur 3-0 og Belgía komið á toppinn.

EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.