Erlent

Boris segist hafa átt frábæran fund með Biden

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Leiðtogarnir ásamt eiginkonum sínum Jill og Carrie.
Leiðtogarnir ásamt eiginkonum sínum Jill og Carrie. epa/Hollie Adams

Boris Johnson forsætisráðherra Breta segist hafa átt frábæran fund með Joe Biden Bandaríkjaforseta sem staddur er á Englandi þessa dagana.

Johnson ræddi efni fundarins við breska ríkisútvarpið og sparaði ekki stóru orðin frekar en stundum áður og talaði meðal annars um að samband Breta og Bandaríkjanna væri órjúfanlegt. 

Johnson fullyrti einnig að Biden hefði ekki gagnrýnt sig vegna Brexit og spennuna sem Brexit hefur valdið á Norður-Írlandi. 

Heimildir breskra fjölmiðla herma einmitt að Biden hafi þungar áhyggjur af þróun mála þar, en Bandaríkjamenn komu mikið að því að koma á friði þar á sínum tíma. 

Nú tekur við leiðtogafundur G7 ríkjanna sem haldinn er í Cornwall en leiðtogarnir eru að hittast augliti til auglitis í fyrsta sinn síðan kórónuveiran lét á sér kræla. 

Í tengslum við fundinn hefur Johnson þegar lofað því að Bretar muni leggja til 100 milljónir skammta af bóluefni til fátækari landa heims og Biden hefur lofað 500 milljónum Pfizer skammta.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×