Innlent

Vonast til að skila minnis­blaði fyrir helgi

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Nýjum aðgerðum innanlands og á landamærum er að vænta annað hvort á morgun eða þriðjudag. 
Nýjum aðgerðum innanlands og á landamærum er að vænta annað hvort á morgun eða þriðjudag.  Vísir/Vilhelm

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir stefnir að því að skila minnisblaði um tillögu að breytingum á sóttvarnatakmörkunum til heilbrigðisráðherra fyrir helgi. Minnisblaðið snýr bæði að takmörkunum innanlands og á landamærum.

Þetta hefur mbl.is eftir Þórólfi. Margrét Erlendsdóttir, upplýsingafulltrúi heilbrigðisráðuneytisins, segir í samtali við mbl.is að mögulega verði tilkynnt á morgun um nýtt fyrirkomulag berist minnisblaðið í dag. Takist það ekki verði að öllum líkindum tilkynnt um nýtt fyrirkomulag eftir ríkisstjórnarfund á þriðjudag.

Núgildandi takmarkanir eru í gildi til 16. júní næstkomandi hið minnsta en stefnt er að því að skimunum á landamærum á bólusettum ferðamönnum verði hætt eftir það. Þá er einnig tekið við rafrænu evrópsku Covid-19 vottorði á landamærum.


Tengdar fréttir

Ís­land fær fé­lags­skap í græna liðinu

Rúmenía flokkast nú sem grænt land á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu um stöðu faraldursins í álfunn. Ísland hefur verið flokkað grænt í nokkrar vikur og hefur verið nær eitt hingað til, auk Möltu sem var grænmerkt fyrir viku síðan.

Stjórn­völd koma hvergi ná­lægt nýrri skimunar­­stöð við flug­­völlinn

Ný einka­rekin skimunar­stöð fyrir Co­vid-19 hefur verið opnuð í Reykja­nes­bæ, skammt frá flugvellinum. Hún er sér­stak­lega hugsuð fyrir ferða­menn sem þurfa að fara í sýna­töku fyrir brott­för úr landinu. Þar verða notuð skyndi­próf sem gefa niður­stöðu á fimm­tán mínútum.

Bjóða upp á rafrænar kveðjur frá íslenskum stjörnum

„Þann 17. júní næstkomandi verður hægt að panta rafræna kveðju á Boomerang.is frá þínum uppáhalds íslensku stjörnum fyrir allskyns viðburði eins og afmæli, útskrift, fermingu, steggjun, gæsun, mæðradag, bóndadag og svo framvegis,“ segir í tilkynningu frá fyrirtækinu Boomerang.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×