Erlent

Ís­land fær fé­lags­skap í græna liðinu

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Ísland, Rúmenía og Malta eru einu grænmerktu löndin í Evrópu.
Ísland, Rúmenía og Malta eru einu grænmerktu löndin í Evrópu. Sóttvarnastofnun Evrópu

Rúmenía flokkast nú sem grænt land á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu um stöðu faraldursins í álfunn. Ísland hefur verið flokkað grænt í nokkrar vikur og hefur verið nær eitt hingað til, auk Möltu sem var grænmerkt fyrir viku síðan.

Engin önnur ríki hafa náð þessum stimpli en þó er stór hluti Póllands og Finnlands grænmerktur. Enn eru engin gögn til hjá Svíþjóð og Írlandi, en tölvukerfi fyrir skráningu Covid-19 tilfella þeirra hrundu fyrir rúmri viku síðan.

Stór hluti Frakklands, Danmerkur og Spánar er enn rauðmerktur, auk þess sem Litháen og Lettland eru al-rauðmerkt.

Flest önnur ríki eru enn gulmerkt, þar á meðal Þýskaland, Sviss og Ítalía að hluta.


Tengdar fréttir

Sví­þjóð orðin grá á Covid-kortinu

Ísland er enn flokkað grænt á uppfærðu korti Sóttvarnastofnunar Evrópu, sem segir til um stöðuna í hverju ríki vegna kórónuveirufaraldursins. Stór hluti Finnlands er nú einnig flokkaður sem grænt svæði. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×