Innlent

Hættir á skrif­­stofu borgar­­stjóra vegna Vig­­dísar

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Vigdís og Helga hafa sakað hvor aðra um einelti síðustu ár.
Vigdís og Helga hafa sakað hvor aðra um einelti síðustu ár. Vísir/Vilhelm

Helga Björg Ragnars­dóttir, fyrrum skrif­stofu­stjóri skrif­stofu borgar­stjóra, hefur verið færð til í starfi að eigin ósk. Hún segist hafa orðið fyrir stöðugu á­reiti og of­sóknum af hálfu borgar­full­trúa Mið­flokksins, Vig­dísar Hauks­dóttur. Hún telur að kerfið hafi brugðist sér í málinu.

Helga Björg steig fram síðasta sumar og tjáði sig opin­ber­lega um fram­göngu borgar­full­trúans gegn sér. Hún sagði þá að sumar­frí hennar hefði varpað nýju ljósi á starfs­um­hverfið, hún gæti ekki lengur setið á sér án þess að bregðast opin­ber­lega við um­mælum Vig­dísar um deilur þeirra innan vinnu­staðarins.

Og nú virðist fjar­lægð hennar frá starfinu aftur hafa orðið til þess að fá hana til að endur­hugsa stöðuna. Undan­farna mánuði hefur hún unnið að verk­efni á sviði jafn­launa­mála í sam­starfi Reykja­víkur­borgar og Sam­bands ís­lenskra sveitar­fé­laga sam­hliða námi í kynja­fræði.

„Fjar­lægðin gerði mér kleift að taka erfiðar en nauð­syn­legar á­kvarðanir og óskaði ég fyrir nokkru síðan eftir til­færslu í starfi, úr starfi skrif­stofu­stjóra skrif­stofu borgar­stjóra og borgar­ritara yfir í jafn­launa­málin,“ skrifar Helga á Face­book. Fallist var á þá beiðni í lok maí. Hún hefur nú hafið störf á mann­auðs- og starfs­um­hverfis­sviði.

Langar deilur

Vig­dís og Helga Björg hafa lengi sakað hvor aðra um ein­elti og trúnaðar­brot. Deilur þeirra hófust þegar Vig­dís fór að tjá sig opin­ber­lega um dóm Héraðs­dóms Reykja­víkur þar sem Reykja­víkur­borg var gert að greiða starfs­manni ráð­hússins skaða­bætur vegna fram­komu Helgu Bjargar í hans garð. Vig­dís fékk þá skammir frá þá­verandi borgar­ritara, Stefáni Ei­ríks­syni, sem taldi hana hafa brotið trúnað.

Deilur þeirra náðu svo há­marki í byrjun síðasta árs þegar Vig­dís fór að krefjast þess að Helga sæti ekki fundi sem hún sæti sjálf. 

Þegar fjar­funda­búnaður var síðan tekinn til notkunar vegna sam­komu­banns segir Helga að mót­mæli Vig­dísar hafi falist í munn­legum at­huga­semdum og bókunum „auk þess sem borgar­full­trúinn snýr í mig baki, eins og hún hefur í­trekað fjallað um sjálf opin­ber­lega,“ eins og Helga lýsti því þegar hún tjáði sig fyrst um málið á Face­book í fyrra.

Helga Björg Ragnarsdóttir hefur starfað sem skrifstofustjóri hjá skrifstofu borgarstjóra síðan árið 2012.visir

Kerfið brást

Helga segist síðan hafa óskað eftir skoðun á því hvort fram­ferði Vig­dísar bryti í bága við siða­reglur kjörinna full­trúa og síðan hvort fram­koma hennar félli undir skil­greiningu á ein­elti. „Þar sem borgar­full­trúinn kom sér undan þátt­töku í rann­sóknum á fram­komu sinni hefur ekki fengist niður­staða í málin,“ segir hún.

Hún telur kerfið skorta öll úr­ræði til að takast á við það þegar borgar­full­trúar fara út fyrir um­boð sitt og hafa af­skipti af ein­staka starfs­manna­málum „til dæmis með mann­orðs­meiðandi og ó­sönnum um­mælum um starfs­fólk“.

„Sömu­leiðis hefur því mis­tekist að tryggja með full­nægjandi hætti öryggi starfs­fólks gagn­vart of­beldis­fullri fram­komu borgar­full­trúa jafn­vel með hótunum um líkams­meiðingar á lokuðum fundum,“ segir hún og vonar að kjörnir full­trúar ráðist í nauð­syn­legar úr­bætur til að tryggja „heil­næmt og öruggt starfs­um­hverfi fyrir okkur öll“.


Tengdar fréttir

Skrifstofustjóri borgarstjóra: „Skaðlegt að kjörnir fulltrúar þurfi ítrekað að verjast árásum borgarfulltrúans á mig“

Það er skaðlegt að kjörnir fulltrúar þurfi ítrekað að verjast árásum borgarfulltrúans á mig og annað starfsfólk borgarinnar í stað þess að geta einbeitt sér að því að vinna að góðum málum í þágu borgarbúa. Það er líka skaðlegt fyrir mig, fjölskyldu mína og mína heilsu,“ skrifar Helga Björg Ragnarsdóttir skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra í færslu á Facebook-síðu sinni.

Meint einelti í Ráðhúsinu: Snörp orðaskipti þegar Vigdís og Dóra Björt tókust á í Vikulokunum

Það kom til snarpra orðaskipta á milli Vigdísar Hauksdóttur, oddvita Miðflokksins í borgarstjórn og Dóru Bjartar Guðjónsdóttur, oddvita Pírata í borgarstjórn, Í vikulokunum á Rás 1 í dag þegar talið barst að stöðu mála í Ráðhúsinu eftir að tilkynnt var um vinnslu máls samkvæmt bráðabirgðaverkferli vegna kvartana skrifstofustjóra í ráðhúsinu vegna meints eineltis Vigdísar í hans garð.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×