Óvirðing ef ekki lítilsvirðing og „undirmenn ekki dýr í hringleikahúsi“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. júlí 2018 13:09 Reykjavíkurborg þarf að greiða starfsmanninum 250 þúsund krónur í skaðabætur. Vísir/vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fellt úr gildi áminningu fjármálastjóra Ráðhúss Reykjavíkur í starfi. Þá þarf Reykjavíkurborg að greiða honum 250 þúsund krónur í miskabætur. Starfsmaðurinn hafði farið fram á tvær milljónir króna í bætur. Dómurinn var kveðinn upp þann 5. júní en fjármálastjórinn stefndi borginni í apríl í fyrra. Vildi hann að áminning yrði felld úr gildi og honum greiddar skaðabætur. Tilefni áminninganna, sem skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra og borgarritara veitti honum, voru tvö. Annars vegar var fjármálastjórinn áminntur fyrir brot á hlýðniskyldu vegna viðbragða við beiðni um greinargerð um framkvæmd styrkjareglna. Hins vegar fyrir óvandvirkni í starfi, ófullnægjandi árangur í starfi, framkomu sem samræmdist ekki starfi og óhlýðni við löglegt boð yfirmanns við vinnslu launaáætlunar. Þar átti starfsmaðurinn að sinna kennslu en skristofustjórinn átti í erfiðleikum með að mæta í boðaða kennslustund. Taldi hún starfsmanninn hafa gengið gegn skipunum og haldið fundinn á tíma sem hentaði henni ekki.Ætlast til „skilyrðislausrar hlýðni“ Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur er ítarlegur en niðurstaðan er skýr. Fær skrifstofustjórinn skömm í hattinn fyrir framkomu sína. Varðandi fyrrnefnda kennslu sem starfsmaðurinn var beðinn um að sinna segir í dómnum: „Það var ekki heldur þannig að skrifstofustjórinn hefði verið algerlega háð stefnanda um kennslu því hún átti kost á námskeiði sem fjármálaskrifstofa hélt árið 2016 og upprifjunarnámskeiði 17. febrúar 2017 og hefði væntanlega getað, eins og stefnandi, komist inn á námskeið sem fjármálaskrifstofan hélt fyrir aðra hópa. Það var því ekki á neinn hátt hans sök að hún hrökk upp við vondan draum að kvöldi 21. mars og hafði hvorki hafist handa við að vinna áætlunina né kynna sér hvernig ætti að gera það.“ Um þá skilyrðislausu hlýðni sem skrifstofustjórinn „virðist ætlast til af stefnanda verður sagt það eitt að þrátt fyrir stjórnunarrétt annars og hlýðniskyldu hins eru undirmenn ekki dýr í hringleikahúsi yfirmanna sinna. Að mati dómsins er þessi framkoma skrifstofustjórans í það minnsta óvirðing, ef ekki lítilsvirðing við samstarfsmann, sem er auk þess kynslóð eldri en hún og ætti, þó ekki væri nema vegna starfsreynslu sinnar, tilkall til örlítillar virðingar.“ Taldi dómurinn í hvorugu tilfellinu uppfyllt skilyrði um áminningu og var hún felld úr gildi. Krafan um tvær milljónir króna í skaðabætur þótti þó alltof há þegar litið væri til þeirra fjárhæða sem séu greiddar vegna margfalt alvarlegri miska. Þótti hæfilegt að bæta miskann með 250 þúsund krónum auk þess sem borgin þarf að greiða málskostnað upp á 1250 þúsund krónur.Dóminn í heild má lesa hér. Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent Fleiri fréttir Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fellt úr gildi áminningu fjármálastjóra Ráðhúss Reykjavíkur í starfi. Þá þarf Reykjavíkurborg að greiða honum 250 þúsund krónur í miskabætur. Starfsmaðurinn hafði farið fram á tvær milljónir króna í bætur. Dómurinn var kveðinn upp þann 5. júní en fjármálastjórinn stefndi borginni í apríl í fyrra. Vildi hann að áminning yrði felld úr gildi og honum greiddar skaðabætur. Tilefni áminninganna, sem skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra og borgarritara veitti honum, voru tvö. Annars vegar var fjármálastjórinn áminntur fyrir brot á hlýðniskyldu vegna viðbragða við beiðni um greinargerð um framkvæmd styrkjareglna. Hins vegar fyrir óvandvirkni í starfi, ófullnægjandi árangur í starfi, framkomu sem samræmdist ekki starfi og óhlýðni við löglegt boð yfirmanns við vinnslu launaáætlunar. Þar átti starfsmaðurinn að sinna kennslu en skristofustjórinn átti í erfiðleikum með að mæta í boðaða kennslustund. Taldi hún starfsmanninn hafa gengið gegn skipunum og haldið fundinn á tíma sem hentaði henni ekki.Ætlast til „skilyrðislausrar hlýðni“ Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur er ítarlegur en niðurstaðan er skýr. Fær skrifstofustjórinn skömm í hattinn fyrir framkomu sína. Varðandi fyrrnefnda kennslu sem starfsmaðurinn var beðinn um að sinna segir í dómnum: „Það var ekki heldur þannig að skrifstofustjórinn hefði verið algerlega háð stefnanda um kennslu því hún átti kost á námskeiði sem fjármálaskrifstofa hélt árið 2016 og upprifjunarnámskeiði 17. febrúar 2017 og hefði væntanlega getað, eins og stefnandi, komist inn á námskeið sem fjármálaskrifstofan hélt fyrir aðra hópa. Það var því ekki á neinn hátt hans sök að hún hrökk upp við vondan draum að kvöldi 21. mars og hafði hvorki hafist handa við að vinna áætlunina né kynna sér hvernig ætti að gera það.“ Um þá skilyrðislausu hlýðni sem skrifstofustjórinn „virðist ætlast til af stefnanda verður sagt það eitt að þrátt fyrir stjórnunarrétt annars og hlýðniskyldu hins eru undirmenn ekki dýr í hringleikahúsi yfirmanna sinna. Að mati dómsins er þessi framkoma skrifstofustjórans í það minnsta óvirðing, ef ekki lítilsvirðing við samstarfsmann, sem er auk þess kynslóð eldri en hún og ætti, þó ekki væri nema vegna starfsreynslu sinnar, tilkall til örlítillar virðingar.“ Taldi dómurinn í hvorugu tilfellinu uppfyllt skilyrði um áminningu og var hún felld úr gildi. Krafan um tvær milljónir króna í skaðabætur þótti þó alltof há þegar litið væri til þeirra fjárhæða sem séu greiddar vegna margfalt alvarlegri miska. Þótti hæfilegt að bæta miskann með 250 þúsund krónum auk þess sem borgin þarf að greiða málskostnað upp á 1250 þúsund krónur.Dóminn í heild má lesa hér.
Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent Fleiri fréttir Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Sjá meira