Maður á sjötugsaldri handtekinn fyrir að tæla ólögráða stúlkur Nadine Guðrún Yaghi skrifar 9. júní 2021 18:50 Maðurinn hefur áður komið við sögu lögreglu, bæði hér á landi og erlendis. vísir Karlmaður á sjötugsaldri var handtekinn í síðustu viku eftir að hafa sett sig í samband við fimm ólögráða stúlkur, klæmst við þær og reynt að fá þær til að hitta sig. Eftir að manninum var sleppt úr haldi er hann grunaður um að hafa ítrekað brotið af sér með sams konar hætti. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók manninn í síðustu viku eftir ábendingar um að hann hefði sett sig í samband við stúlkurnar fimm og viðhaft við þær kynferðislegt tal. Þá á hann ítrekað að hafa reynt að mæla sér mót við stúlkurnar. Maðurinn hefur áður komið við sögu lögreglu, bæði hér á landi og erlendis. Hann var einn af þeim reyndi að hitta 13 ára gamla tálbeitu í fréttaskýringaþættingum Kompás árið 2006. Heldur brotunum áfram Ævar Pálmi Pálmason, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir að mál af þessum toga sé á borði lögreglu. Hann geti þó ekki veitt frekari upplýsingar. Ævar Pálmi Pálmasson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar. Heimildir fréttastofu herma að sími og tölva mannsins hafi verið gerð upptæk af lögreglu í síðustu viku en að það hafi þó ekki komið í veg fyrir að hann héldi brotum sínum áfram. Fjölmargar tilkynningar frá foreldrum hafi borist lögreglu vegna mannsins á síðustu dögum. „64 ára, myndarlegur og góður maður“ Meðal annars tilkynning frá móður sem tók málin í sínar hendur. Hún hóf samtal við manninnn á samskiptamiðlinum Snapchat á föstudag í síðustu viku. Móðirin þóttist vera 16 ára stúlka. Maðurinn greindi þá frá því að hann væri 64 ára, myndarlegur og góður maður. Þá viðhafði hann kynferðislegt tal og reyndi að mæla sér mót við þann sem hann hélt að væri 16 ára stúlka. Maðurinn segist vera 64 ára, „myndarlegur og góður“.vísir Aðspurður segir Ævar að þegar menn brjóti ítrekað af sér með þessum hætti séu úrræði lögreglu almennt af skornum skammti. Skýra þurfi úrræði lögreglu hvað svona mál varðar. Lögregla fylgist þó vel með og það sé mikilvægt að fólk tilkynni brot sem þessi tafarlaust til lögreglu. Kynferðisofbeldi Lögreglumál Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók manninn í síðustu viku eftir ábendingar um að hann hefði sett sig í samband við stúlkurnar fimm og viðhaft við þær kynferðislegt tal. Þá á hann ítrekað að hafa reynt að mæla sér mót við stúlkurnar. Maðurinn hefur áður komið við sögu lögreglu, bæði hér á landi og erlendis. Hann var einn af þeim reyndi að hitta 13 ára gamla tálbeitu í fréttaskýringaþættingum Kompás árið 2006. Heldur brotunum áfram Ævar Pálmi Pálmason, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir að mál af þessum toga sé á borði lögreglu. Hann geti þó ekki veitt frekari upplýsingar. Ævar Pálmi Pálmasson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar. Heimildir fréttastofu herma að sími og tölva mannsins hafi verið gerð upptæk af lögreglu í síðustu viku en að það hafi þó ekki komið í veg fyrir að hann héldi brotum sínum áfram. Fjölmargar tilkynningar frá foreldrum hafi borist lögreglu vegna mannsins á síðustu dögum. „64 ára, myndarlegur og góður maður“ Meðal annars tilkynning frá móður sem tók málin í sínar hendur. Hún hóf samtal við manninnn á samskiptamiðlinum Snapchat á föstudag í síðustu viku. Móðirin þóttist vera 16 ára stúlka. Maðurinn greindi þá frá því að hann væri 64 ára, myndarlegur og góður maður. Þá viðhafði hann kynferðislegt tal og reyndi að mæla sér mót við þann sem hann hélt að væri 16 ára stúlka. Maðurinn segist vera 64 ára, „myndarlegur og góður“.vísir Aðspurður segir Ævar að þegar menn brjóti ítrekað af sér með þessum hætti séu úrræði lögreglu almennt af skornum skammti. Skýra þurfi úrræði lögreglu hvað svona mál varðar. Lögregla fylgist þó vel með og það sé mikilvægt að fólk tilkynni brot sem þessi tafarlaust til lögreglu.
Kynferðisofbeldi Lögreglumál Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Sjá meira