Óttast verstu hungursneyð í áratugi í Tigray-héraði Kjartan Kjartansson skrifar 5. júní 2021 14:00 Fólk bíður eftir matvælaaðstoð í stríðshrjáðu Tigray-héraði í Eþíópíu. AP/Ben Curtis Yfirmaður mannúðaraðstoðar Sameinuðu þjóðanna varar við því að hungursneyð sé nú yfirvofandi í Tigray-héraði og norðanverðri Eþíópíu sem gæti orðið sú versta í áratugi. Hundruð þúsundir manna gætu látist verði ekkert að gert. Átök hafa geisað á milli eþíópíska stjórnarhersins og uppreisnarmanna í Tigray-héraði um margra mánaða skeið. Talið er að allt að tvær milljónir manna hafi lent á vergangi vegna átakanna. Matt Lowcock, yfirmaður mannúðaraðstoðar SÞ, segir að átökin hafi rústað efnahag svæðisins og uppskeru og að þar sé hvorki bankaþjónusta né fjarskiptasamband. Hungurástand sé nú hjá hundruðum þúsunda íbúa í norðanverðri Eþíópíu. „Við heyrum nú þegar af dauðsföllum sem tengjast hungri,“ sagði Lowcock í yfirlýsingu í gær. Hungursneyð á svæðinu yrði sú mesta í heiminum í áratugi eða allt frá því að milljóna Sómala lést í hungursneyð þar árið 2011. Lowcock dregur jafnvel líkindi á milli þess sem nú er í uppsiglingu og hörmunga sem dundu yfir í Afríku frá 1984 til 1985. Þá létust tvær milljónir manna úr hungri í Afríku, um helmingur þeirra í Eþíópíu. Erfitt hefur reynst að koma mannúðaraðstoð til nauðstaddra þrátt fyrir að Sameinuðu þjóðirnar og ríkisstjórn Eþíópíu hafi komið um tveimur milljónum manna til aðstoðar í norðanverðu landinu undanfarna mánuði, fyrst og fremst á yfirráðasvæði stjórnarhersins, að sögn AP-fréttastofunnar. Enn eru þó um milljón íbúa á svæðum sem uppreisnarmenn í Tigray stjórna sem fá enga aðstoð. „Aðgangur fyrir hjálparstarfsmenn er ekki til staðar vegna þess sem menn með byssur og sprengjur eru að gera og þess sem pólitískir leiðtogar þeirra skipa þeim að gera,“ segir Lowcock. Eþíópía Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Nauðgunum beitt sem vopni í Eþíópíu Þúsundum kvenna og stúlkna hefur verið nauðgað í átökunum í Tigray í Eþíópíu. Nauðgunum hefur verið beitt sem vopni í átökunum, samkvæmt vitnum. Lítið af upplýsingum berast frá hinu einangraða héraði þar sem yfirvöld í Eþíópíu hafa lokað á flest fjarskipti þaðan. 14. maí 2021 13:42 Segir þjóðarmorð hafa verið framið í átökunum Útlægur leiðtogi Tigray-héraðs í Eþíópíu segir að átök eþíópískra yfirvalda og sveita Tigray hafi verið hamfarir og segi hann þjóðarmorð hafa verið framið. Hann hvetur alþjóðasamfélagið að grípa inn í og rannsaka hina meintu stríðsglæpi. 31. janúar 2021 19:19 Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Átök hafa geisað á milli eþíópíska stjórnarhersins og uppreisnarmanna í Tigray-héraði um margra mánaða skeið. Talið er að allt að tvær milljónir manna hafi lent á vergangi vegna átakanna. Matt Lowcock, yfirmaður mannúðaraðstoðar SÞ, segir að átökin hafi rústað efnahag svæðisins og uppskeru og að þar sé hvorki bankaþjónusta né fjarskiptasamband. Hungurástand sé nú hjá hundruðum þúsunda íbúa í norðanverðri Eþíópíu. „Við heyrum nú þegar af dauðsföllum sem tengjast hungri,“ sagði Lowcock í yfirlýsingu í gær. Hungursneyð á svæðinu yrði sú mesta í heiminum í áratugi eða allt frá því að milljóna Sómala lést í hungursneyð þar árið 2011. Lowcock dregur jafnvel líkindi á milli þess sem nú er í uppsiglingu og hörmunga sem dundu yfir í Afríku frá 1984 til 1985. Þá létust tvær milljónir manna úr hungri í Afríku, um helmingur þeirra í Eþíópíu. Erfitt hefur reynst að koma mannúðaraðstoð til nauðstaddra þrátt fyrir að Sameinuðu þjóðirnar og ríkisstjórn Eþíópíu hafi komið um tveimur milljónum manna til aðstoðar í norðanverðu landinu undanfarna mánuði, fyrst og fremst á yfirráðasvæði stjórnarhersins, að sögn AP-fréttastofunnar. Enn eru þó um milljón íbúa á svæðum sem uppreisnarmenn í Tigray stjórna sem fá enga aðstoð. „Aðgangur fyrir hjálparstarfsmenn er ekki til staðar vegna þess sem menn með byssur og sprengjur eru að gera og þess sem pólitískir leiðtogar þeirra skipa þeim að gera,“ segir Lowcock.
Eþíópía Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Nauðgunum beitt sem vopni í Eþíópíu Þúsundum kvenna og stúlkna hefur verið nauðgað í átökunum í Tigray í Eþíópíu. Nauðgunum hefur verið beitt sem vopni í átökunum, samkvæmt vitnum. Lítið af upplýsingum berast frá hinu einangraða héraði þar sem yfirvöld í Eþíópíu hafa lokað á flest fjarskipti þaðan. 14. maí 2021 13:42 Segir þjóðarmorð hafa verið framið í átökunum Útlægur leiðtogi Tigray-héraðs í Eþíópíu segir að átök eþíópískra yfirvalda og sveita Tigray hafi verið hamfarir og segi hann þjóðarmorð hafa verið framið. Hann hvetur alþjóðasamfélagið að grípa inn í og rannsaka hina meintu stríðsglæpi. 31. janúar 2021 19:19 Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Nauðgunum beitt sem vopni í Eþíópíu Þúsundum kvenna og stúlkna hefur verið nauðgað í átökunum í Tigray í Eþíópíu. Nauðgunum hefur verið beitt sem vopni í átökunum, samkvæmt vitnum. Lítið af upplýsingum berast frá hinu einangraða héraði þar sem yfirvöld í Eþíópíu hafa lokað á flest fjarskipti þaðan. 14. maí 2021 13:42
Segir þjóðarmorð hafa verið framið í átökunum Útlægur leiðtogi Tigray-héraðs í Eþíópíu segir að átök eþíópískra yfirvalda og sveita Tigray hafi verið hamfarir og segi hann þjóðarmorð hafa verið framið. Hann hvetur alþjóðasamfélagið að grípa inn í og rannsaka hina meintu stríðsglæpi. 31. janúar 2021 19:19