Erlent

Segir þjóðar­morð hafa verið framið í á­tökunum

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Debretsion Gebremichael, leiðtogi Tigray-héraðs, segir að eþíópísk yfirvöld hafi framið þjóðarmorð í Tigray.
Debretsion Gebremichael, leiðtogi Tigray-héraðs, segir að eþíópísk yfirvöld hafi framið þjóðarmorð í Tigray. EPA-EFE/STR

Útlægur leiðtogi Tigray-héraðs í Eþíópíu segir að átök eþíópískra yfirvalda og sveita Tigray hafi verið hamfarir og segi hann þjóðarmorð hafa verið framið. Hann hvetur alþjóðasamfélagið að grípa inn í og rannsaka hina meintu stríðsglæpi.

Eþíópísk yfirvöld þvertaka fyrir ásakanir Debretsion Gebremichael, fyrrverandi leiðtoga Tigray, og segja hersveitir hans hafa framið „hryllilega glæpi.“

Átök brutust út í nóvember eftir að hersveitir Gebremichaels tóku herstöðvar eþíópískra yfirvalda á sitt valda í Tigray-héraði. Í kjölfarið fyrirskipaði Abiy Ahmed, forsætisráðherra Eþíópíu, hernum að ráðast inn í héraðið og þann 28. nóvember náði stjórnarherinn Mekelle, höfuðborg héraðsins, á sitt vald.

Gebremichael flúði höfuðborgina ásamt hermönnum úr Frelsisher Tigray (e. Tigray People‘s Liberation Front), og hét því að berjast gegn því að eþíópísk yfirvöld héldu völdum í héraðinu.

Um tvær milljónir manna, eða þriðjungur íbúa héraðsins, hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna átakanna.


Tengdar fréttir

Segir aðgerðum í Tigray lokið

Abiy Ahmed, forsætisráðherra Eþíópíu segir að stjórnarher landsins stjórni nú að fullu Mekelle, höfuðborg Tigrayhéraðs. Hann segir einnig að hernaðaraðgerðum gegn Frelsishreyfingunni, sem stjórnað hafa héraðinu, sé lokið.

Segir ekki koma til greina að hætta árás á Tigrayhérað

Abiy Ahmed, forsætisráðherra Eþíópíu, hafnaði því í dag að hefja viðræður við leiðtoga Frelsishreyfingarinnar í Tigrayhéraði. Abiy hitti þrjá fulltrúa Afríkubandalagsins í í dasg sem voru sendir til að reyna að miðla milli deilandi fylkinga í Eþípóíu en stjórnarher landsins hóf nýverið sókn gegn Frelsishreyfingunni.

Lokasókn inn í Tigray að hefjast

Forsætisráðherra Eþíópíu tilkynnti í tísti í morgun að stjórnarherinn þar í landi sé nú að undirbúa lokasóknina inn í Tigray hérað.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×