Óttast verstu hungursneyð í áratugi í Tigray-héraði Kjartan Kjartansson skrifar 5. júní 2021 14:00 Fólk bíður eftir matvælaaðstoð í stríðshrjáðu Tigray-héraði í Eþíópíu. AP/Ben Curtis Yfirmaður mannúðaraðstoðar Sameinuðu þjóðanna varar við því að hungursneyð sé nú yfirvofandi í Tigray-héraði og norðanverðri Eþíópíu sem gæti orðið sú versta í áratugi. Hundruð þúsundir manna gætu látist verði ekkert að gert. Átök hafa geisað á milli eþíópíska stjórnarhersins og uppreisnarmanna í Tigray-héraði um margra mánaða skeið. Talið er að allt að tvær milljónir manna hafi lent á vergangi vegna átakanna. Matt Lowcock, yfirmaður mannúðaraðstoðar SÞ, segir að átökin hafi rústað efnahag svæðisins og uppskeru og að þar sé hvorki bankaþjónusta né fjarskiptasamband. Hungurástand sé nú hjá hundruðum þúsunda íbúa í norðanverðri Eþíópíu. „Við heyrum nú þegar af dauðsföllum sem tengjast hungri,“ sagði Lowcock í yfirlýsingu í gær. Hungursneyð á svæðinu yrði sú mesta í heiminum í áratugi eða allt frá því að milljóna Sómala lést í hungursneyð þar árið 2011. Lowcock dregur jafnvel líkindi á milli þess sem nú er í uppsiglingu og hörmunga sem dundu yfir í Afríku frá 1984 til 1985. Þá létust tvær milljónir manna úr hungri í Afríku, um helmingur þeirra í Eþíópíu. Erfitt hefur reynst að koma mannúðaraðstoð til nauðstaddra þrátt fyrir að Sameinuðu þjóðirnar og ríkisstjórn Eþíópíu hafi komið um tveimur milljónum manna til aðstoðar í norðanverðu landinu undanfarna mánuði, fyrst og fremst á yfirráðasvæði stjórnarhersins, að sögn AP-fréttastofunnar. Enn eru þó um milljón íbúa á svæðum sem uppreisnarmenn í Tigray stjórna sem fá enga aðstoð. „Aðgangur fyrir hjálparstarfsmenn er ekki til staðar vegna þess sem menn með byssur og sprengjur eru að gera og þess sem pólitískir leiðtogar þeirra skipa þeim að gera,“ segir Lowcock. Eþíópía Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Nauðgunum beitt sem vopni í Eþíópíu Þúsundum kvenna og stúlkna hefur verið nauðgað í átökunum í Tigray í Eþíópíu. Nauðgunum hefur verið beitt sem vopni í átökunum, samkvæmt vitnum. Lítið af upplýsingum berast frá hinu einangraða héraði þar sem yfirvöld í Eþíópíu hafa lokað á flest fjarskipti þaðan. 14. maí 2021 13:42 Segir þjóðarmorð hafa verið framið í átökunum Útlægur leiðtogi Tigray-héraðs í Eþíópíu segir að átök eþíópískra yfirvalda og sveita Tigray hafi verið hamfarir og segi hann þjóðarmorð hafa verið framið. Hann hvetur alþjóðasamfélagið að grípa inn í og rannsaka hina meintu stríðsglæpi. 31. janúar 2021 19:19 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira
Átök hafa geisað á milli eþíópíska stjórnarhersins og uppreisnarmanna í Tigray-héraði um margra mánaða skeið. Talið er að allt að tvær milljónir manna hafi lent á vergangi vegna átakanna. Matt Lowcock, yfirmaður mannúðaraðstoðar SÞ, segir að átökin hafi rústað efnahag svæðisins og uppskeru og að þar sé hvorki bankaþjónusta né fjarskiptasamband. Hungurástand sé nú hjá hundruðum þúsunda íbúa í norðanverðri Eþíópíu. „Við heyrum nú þegar af dauðsföllum sem tengjast hungri,“ sagði Lowcock í yfirlýsingu í gær. Hungursneyð á svæðinu yrði sú mesta í heiminum í áratugi eða allt frá því að milljóna Sómala lést í hungursneyð þar árið 2011. Lowcock dregur jafnvel líkindi á milli þess sem nú er í uppsiglingu og hörmunga sem dundu yfir í Afríku frá 1984 til 1985. Þá létust tvær milljónir manna úr hungri í Afríku, um helmingur þeirra í Eþíópíu. Erfitt hefur reynst að koma mannúðaraðstoð til nauðstaddra þrátt fyrir að Sameinuðu þjóðirnar og ríkisstjórn Eþíópíu hafi komið um tveimur milljónum manna til aðstoðar í norðanverðu landinu undanfarna mánuði, fyrst og fremst á yfirráðasvæði stjórnarhersins, að sögn AP-fréttastofunnar. Enn eru þó um milljón íbúa á svæðum sem uppreisnarmenn í Tigray stjórna sem fá enga aðstoð. „Aðgangur fyrir hjálparstarfsmenn er ekki til staðar vegna þess sem menn með byssur og sprengjur eru að gera og þess sem pólitískir leiðtogar þeirra skipa þeim að gera,“ segir Lowcock.
Eþíópía Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Nauðgunum beitt sem vopni í Eþíópíu Þúsundum kvenna og stúlkna hefur verið nauðgað í átökunum í Tigray í Eþíópíu. Nauðgunum hefur verið beitt sem vopni í átökunum, samkvæmt vitnum. Lítið af upplýsingum berast frá hinu einangraða héraði þar sem yfirvöld í Eþíópíu hafa lokað á flest fjarskipti þaðan. 14. maí 2021 13:42 Segir þjóðarmorð hafa verið framið í átökunum Útlægur leiðtogi Tigray-héraðs í Eþíópíu segir að átök eþíópískra yfirvalda og sveita Tigray hafi verið hamfarir og segi hann þjóðarmorð hafa verið framið. Hann hvetur alþjóðasamfélagið að grípa inn í og rannsaka hina meintu stríðsglæpi. 31. janúar 2021 19:19 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira
Nauðgunum beitt sem vopni í Eþíópíu Þúsundum kvenna og stúlkna hefur verið nauðgað í átökunum í Tigray í Eþíópíu. Nauðgunum hefur verið beitt sem vopni í átökunum, samkvæmt vitnum. Lítið af upplýsingum berast frá hinu einangraða héraði þar sem yfirvöld í Eþíópíu hafa lokað á flest fjarskipti þaðan. 14. maí 2021 13:42
Segir þjóðarmorð hafa verið framið í átökunum Útlægur leiðtogi Tigray-héraðs í Eþíópíu segir að átök eþíópískra yfirvalda og sveita Tigray hafi verið hamfarir og segi hann þjóðarmorð hafa verið framið. Hann hvetur alþjóðasamfélagið að grípa inn í og rannsaka hina meintu stríðsglæpi. 31. janúar 2021 19:19