Enski boltinn

De Bruyne sá eini sem hélt sæti sínu í úrvalsliði ársins

Sindri Sverrisson skrifar
Kevin De Bruyne með Englandsmeistarabikarinn.
Kevin De Bruyne með Englandsmeistarabikarinn. Getty/Michael Regan

Englandsmeistarar Manchester City eiga langflesta fulltrúa í úrvalsliði leiktíðarinnar í ensku úrvalsdeildinni, samkvæmt vali samtaka atvinnuknattspyrnumanna á Englandi.

Markvörðurinn Ederson, varnarmennirnir Joao Cancelo, John Stones og Ruben Dias, og miðjumennirnir Kevin De Bruyne og Ilkay Gundogan, eru fulltrúar meistaranna í úrvalsliðinu.

Manchester United á tvo fulltrúa í liðinu; bakvörðinn Luke Shaw og miðjumanninn Bruno Fernandes. Tottenham á einnig tvo fulltrúa; markakónginn Harry Kane og Heung-Min Son. Mohamed Salah, leikmaður Liverpool, er svo ellefti leikmaður liðsins.

Athygli vekur að aðeins De Bruyne heldur sæti sínu í úrvalsliðinu frá því á síðasta ári.

Á sunnudaginn verður tilkynnt um leikmann ársins að mati samtakanna en til greina koma þeir De Bruyne, Gundogan, Dias, Kane, Fernandes og Phil Foden. Verðlaunin verða veitt á sunnudagskvöld.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.