Erlent

Google biðst afsökunar vegna „ljótasta tungumálsins“

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Fólk á bát í Bangalore í Karnataka-ríki.
Fólk á bát í Bangalore í Karnataka-ríki.

Forsvarsmenn netrisans Google hafa beðist afsökunar á niðurstöðu leitarinnar „ljótasta tungumálið á Indlandi“. Leitin skilaði svarinu „Kannada; tungumál sem talað er af 40 milljón manns í suðurhluta Indlands“.

Yfirvöld í Karnataka-ríki, þar sem Kannada er opinbert tungumál, hyggjast grípa til lagalegra úrræða vegna málsins, þrátt fyrir að niðurstöðurnar hafi verið fjarlægðar. 

Talsmenn Google hafa sent frá sér tilkynningu og beðist afsökunar á „misskilningnum“ og fyrir að hafa valdið særindum en málið hefur vakið töluverða reiði.

„Kannada-tungumálið á sér eigin sögu, sem má rekja allt að 2.500 ár aftur í tímann. Það hefur verið stolt Kannadiga þessi árþúsund,“ tísti Aravind Limbavali, ráðherra Karnataka en Kannadigar eru þeir sem tala tungumálið.

Í yfirlýsingu Google sagði meðal annars að niðurstöður leitarvélar fyrirtækisins væru ekki fullkomnar en HD Kumaraswamy, fyrrverandi forsætisráðherra ríkisins, sagði á Twitter að málið snérist ekki bara um Kannada; ekkert tungumál væri slæmt eða ljótt.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.