Innlent

Svona raðast árgangarnir í bólusetningu næstu þrjár vikur

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Drátturinn fór fram í húsakynnum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í Mjódd í morgun.
Drátturinn fór fram í húsakynnum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í Mjódd í morgun. vísir/vilhelm

Dregið var í handahófskennda bólusetningarröð árganga 1976 til 2005 klukkan tíu í morgun. Vísir var í beinu streymi frá drættinum.

Konur fæddar árið 1985 voru síðastar upp úr pottinum þegar dregið var í röðina í bólusetningum á höfuðborgarsvæðinu næstu þrjár vikurnar. Gangi plön heilsugæslunnar eftir verða þær búnar að fá bóluefnasprautu í síðasta lagi föstudaginn 25. júní.

Spennan var mikil meðal lesenda Vísis ef marka má áhorf á beina útsendingu frá drættinum. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, stýrði drættinum sem fyrr.

Allir forgangshópar hafa nú fengið boð í bólusetningu og því komið að restinni, ef svo má segja. Fólk í árgöngum 1976 til 2005 sem til stendur að sprauta með bóluefni Pfizer, Moderna eða Janssen á næstu þremur vikum.

Ragnheiður sagði markmiðið að gefa fólki fyrirsjáanleika á því hvenær það ætti von á boði. Fólk fær strikamerki í SMS-skilaboðum. Komist það ekki á boðaðan dag á fólkið að mæta næst þegar sama bóluefni verður notað. Fólk geti hins vegar ekki valið sér bóluefni.

Bóluefni AstraZeneca er nú aðeins notað í seinni sprautu svo hóparnir að neðan eiga von á bóluefni Pfizer, Moderna eða Janssen.

Að neðan má sjá hvernig árgangarnir og kynin skiptast næstu þrjár vikurnar. Fyrstu árgangarnir mega eiga von á því að fá boð fyrri hluta viku en þeir síðustu síðar í viðkomandi viku.

Vikan 7.-11. júní

  • 1979 karlar
  • 1984 konur
  • 1993 karlar
  • 1978 konur
  • 1992 karlar
  • 1998 konur
  • 1983 karlar
  • 1986 konur
  • 1984 karlar
  • 2000 konur
  • 2003 karlar
  • 1981 konur
  • 1977 karlar
  • 1980 konur
  • 1997 karlar
  • 2004 konur
  • 1985 karlar
  • 1988 konur

Vikan 14.- 18. júní

  • 1976 karlar
  • 1977 konur
  • 2000 karlar
  • 2001 konur
  • 1988 karlar
  • 2002 konur
  • 1986 karlar
  • 1993 konur
  • 1994 karlar
  • 1976 konur
  • 2002 karlar
  • 1979 konur
  • 1981 karlar
  • 1997 konur
  • 2001 karlar
  • 2003 konur
  • 1996 karlar
  • 1992 konur

Vikan 21.-25. júní

  • 1982 karlar
  • 1989 konur
  • 1991 karlar
  • 1987 konur
  • 1989 karlar
  • 1994 konur
  • 1980 karlar
  • 1990 konur
  • 1998 karlar
  • 1995 konur
  • 2004 karlar
  • 1999 konur
  • 1995 karlar
  • 1991 konur
  • 1990 karlar
  • 1985 konur
  • 2005 karlar og konur



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira
×