Faðir Aguero segir að Guardiola hafi grátið krókódílstárum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júní 2021 09:00 Pep Guardiola gat ekki haldið aftur af tárunum þegar hann talað um Sergio Aguero eftir síðasta deildarleik Argentínumannsins fyrir Manchester City. EPA-EFE/Dave Thompson Pep Guardiola talaði vel um Sergio Aguero þegar markahæsti og sigursælasti leikmaður Manchester City kvaddi en það er að minnsta kosti einn úr fjölskyldu Aguero sem telur að Guardiola hafa bara verið að setja upp leiksýningu fyrir myndavélarnar. Sergio Aguero hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Manchester City og mun spila fyrir Barcelona á næstu leiktíð. Síðustu mánuðir voru erfiðir fyrir Aguero sem var að glíma við meiðsli og svo við það að hann fékk ekki mikinn spilatíma hjá knattspyrnustjóranum Pep Guardiola. Hinn 33 ára gamli Argentínumaður rann út á samning í sumar og hefur nú samið við Barcelona á Spáni. Pep Guardiola grét þegar hann var að tala um Sergio Aguero eftir síðasta deildarleik framherjans. City hafði þá unnið 5-0 sigur á Everton og Aguero skoraði tvö mörk þrátt fyrir að hafa ekki komið inn á völlinn fyrr en á 65. mínútu. Sergio Aguero's dad has accused Pep Guardiola of crying fake tears over his son's Man City exit pic.twitter.com/0fjpsZOlBk— ESPN FC (@ESPNFC) June 3, 2021 Leonel del Castillo sá hins vegar ekki sönn tár renna hjá knattspyrnustjóranum og heldur því fram að að þetta hafi verið uppgerð hjá Pep og fölsk tár. Spænski stjórinn hafi aðeins verið að setja upp leiksýningu fyrir myndavélarnar. Leonel var spurður út í blaðamannafund Pep. „Ég trúi honum ekki. Nei, það geri ég ekki. Ég held að hann hafi aldrei vilja hann [Aguero],“ sagði Leonel del Castillo. Og voru þá tárin fyrir myndavélarnar? „Auðvitað. Hann vill vera stjarnan í öllum liðum sínum í stað leikmannanna,“ sagði Leonel Sergio Aguero's dad accuses Pep Guardiola of 'fake tears' in astonishing rant https://t.co/XoVo4yBbAK pic.twitter.com/ShV5XY3SJZ— Mirror Football (@MirrorFootball) June 3, 2021 „Þetta er ótrúlegt. Hann [Guardiola] segir að enginn geti komið í staðinn fyrir hann en hann er samt ekki með hann í liðinu. Svona er bara Guardiola sem er frábær þjálfari. Hann er alltaf að breyta um leikmenn og þú veist aldrei hvort þú ert að fara að byrja eða ekki,“ sagði Leonel. Það kom líka fram í spjallinu að Sergio Aguero vildi framlengja við Manchester City en að samningstilboðið hefði aldrei komið. Sergio Aguero skoraði 260 mörk í 390 leikjum með Manchester City þar af 184 mörk í 275 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn Mest lesið Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ Körfubolti Kristín á sjötugsaldri og enn að bæta sig: „Amma Iron man“ Sport Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Enski boltinn Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Fótbolti Inter - Liverpool | Í auga Salahs-stormsins Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Handbolti Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Enski boltinn Annar írskur sundmaður á Steraleikana Sport Fleiri fréttir Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Sjá meira
Sergio Aguero hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Manchester City og mun spila fyrir Barcelona á næstu leiktíð. Síðustu mánuðir voru erfiðir fyrir Aguero sem var að glíma við meiðsli og svo við það að hann fékk ekki mikinn spilatíma hjá knattspyrnustjóranum Pep Guardiola. Hinn 33 ára gamli Argentínumaður rann út á samning í sumar og hefur nú samið við Barcelona á Spáni. Pep Guardiola grét þegar hann var að tala um Sergio Aguero eftir síðasta deildarleik framherjans. City hafði þá unnið 5-0 sigur á Everton og Aguero skoraði tvö mörk þrátt fyrir að hafa ekki komið inn á völlinn fyrr en á 65. mínútu. Sergio Aguero's dad has accused Pep Guardiola of crying fake tears over his son's Man City exit pic.twitter.com/0fjpsZOlBk— ESPN FC (@ESPNFC) June 3, 2021 Leonel del Castillo sá hins vegar ekki sönn tár renna hjá knattspyrnustjóranum og heldur því fram að að þetta hafi verið uppgerð hjá Pep og fölsk tár. Spænski stjórinn hafi aðeins verið að setja upp leiksýningu fyrir myndavélarnar. Leonel var spurður út í blaðamannafund Pep. „Ég trúi honum ekki. Nei, það geri ég ekki. Ég held að hann hafi aldrei vilja hann [Aguero],“ sagði Leonel del Castillo. Og voru þá tárin fyrir myndavélarnar? „Auðvitað. Hann vill vera stjarnan í öllum liðum sínum í stað leikmannanna,“ sagði Leonel Sergio Aguero's dad accuses Pep Guardiola of 'fake tears' in astonishing rant https://t.co/XoVo4yBbAK pic.twitter.com/ShV5XY3SJZ— Mirror Football (@MirrorFootball) June 3, 2021 „Þetta er ótrúlegt. Hann [Guardiola] segir að enginn geti komið í staðinn fyrir hann en hann er samt ekki með hann í liðinu. Svona er bara Guardiola sem er frábær þjálfari. Hann er alltaf að breyta um leikmenn og þú veist aldrei hvort þú ert að fara að byrja eða ekki,“ sagði Leonel. Það kom líka fram í spjallinu að Sergio Aguero vildi framlengja við Manchester City en að samningstilboðið hefði aldrei komið. Sergio Aguero skoraði 260 mörk í 390 leikjum með Manchester City þar af 184 mörk í 275 leikjum í ensku úrvalsdeildinni.
Enski boltinn Mest lesið Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ Körfubolti Kristín á sjötugsaldri og enn að bæta sig: „Amma Iron man“ Sport Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Enski boltinn Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Fótbolti Inter - Liverpool | Í auga Salahs-stormsins Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Handbolti Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Enski boltinn Annar írskur sundmaður á Steraleikana Sport Fleiri fréttir Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Sjá meira