Fótbolti

8 dagar í EM: Tvisvar Evrópumeistari án þess að spila eina mínútu á EM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rainer Bonhof fagnar sigri vestur-þýska landsliðsins með þeim Uli Hoeneß og Georg Schwarzenbeck en þessi mynd er tekin eftir úrslitaleik HM 1974.
Rainer Bonhof fagnar sigri vestur-þýska landsliðsins með þeim Uli Hoeneß og Georg Schwarzenbeck en þessi mynd er tekin eftir úrslitaleik HM 1974. Getty/Werner Baum

Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Aðeins einn leikmaður hefur unnið þrenn verðlaun í sögu Evrópumótsins í knattspyrnu.

Rainer Bonhof er ekki þekktasta nafnið í fótboltasögunni en hann stóran sess í metabókum Evrópumótsins í knattspyrnu.

Rainer Bonhof vann nefnilega alls þrenn verðlaun með vestur-þýska landsliðinu á Evrópumótinu í knattspyrnu, tvö gull og eitt silfur.

Bonhof deilir efsta sætinu yfir flesta EM-titla með tólf leikmönnum úr spænska landsliðinu sem vann Evrópukeppnina 2008 og 2012. Á árunum 1980 til 2012 var hann því sá eini sem hafði unnið Evrópumótið tvisvar sinnum.

Það fylgir samt sögunni að Rainer Bonhof spilaði ekki eina mínútu á Evrópumótunum sem hann vann með Vestur-Þýskaland 1972 og 1980. Hann spilaði aftur á móti með liðinu sem þurfti að sætta sig við tap í vítakeppni í úrslitakeppninni 1976. Þá var þessi öflugi miðjumaður einn af bestu leikmönnum keppninnar.

Bonhof var í leikmannahópi Vestur-Þjóðverja sem þurftu bara að spila tvo leiki til að vinna 1976 en léku fjóra leiki í úrslitakeppninni 1980.

Í fyrra mótinu sumarið 1972 var Bonhof aðeins tvítugur og hann var yngsti leikmaður vestur-þýska liðsins sem varð heimsmeistari 1974.

Hann spilaði alls 54 landsleiki á ferlinum en þá spilaði hann á árunum 1972 til 1981.

Bonhof var leikmaður Borussia Mönchengladbach fyrstu átta ár ferilsins en var leikmaður Valencia á Spáni í aðdraganda Evrópukeppninnar 1980. Eftir hana gerðist hann leikmaður Köln. Hann varð Evrópumeistari með bæði Borussia Mönchengladbach (UEFA-bikarinn 1975) og Valencia (Evrópukeppni bikarhafa 1980).

Bonhof kom líka að einum Evrópumeistaratitli í viðbót því hann var aðstoðarmaður Berti Vogts þegar Þýskaland varð Evrópumeistari 1996.


EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×