Erlent

Bandaríkjamenn segja skilið við samkomulag um eftirlitsflug

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Rússneskar herþotur.
Rússneskar herþotur. epa/Yuri Kochetkov

Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa ákveðið að ganga ekki aftur að svokölluðu „Open Skies“ samkomulagi vegna brota Rússa. Bandaríkjamenn sögðu sig frá samningnum í stjórnartíð Donalds Trump.

Ríflega 30 þjóðir eiga aðild að samkomulaginu, sem heimilar aðildarríkjunum að fljúga herflugvélum í lofthelgi annarra aðildarríkja, að því gefnu að þær séu ekki búnar vopnum. Hugsunin er sú að ríki geti þá fylgst með hernaðarviðbúnaði annarra ríkja og fullvissað sig um að ekkert misjafnt sé í gangi, til að koma í veg fyrir mögulegan misskilning.

Eins og fyrr segir ákvað Trump að falla frá samkomulaginu en Joe Biden, núverandi Bandaríkjaforseti, sagðist í aðdraganda forsetakosninganna myndu snúa þeirri ákvörðun.

Nú hafa stjórnvöld hins vegar ákveðið að láta ákvörðunina standa og vísa meðal annars til meintra brota Rússa á samningnum en þeir hafa verið sakaðir um að banna öðrum aðildarríkjum að fljúga yfir landið.

Samkvæmt Financial Times hefur ýmislegt annað þó staðið í vegi fyrir því að Bandaríkjamenn hafi gengið aftur að samkomulaginu, meðal annars sú staðreynd að vélarnar sem þeir hafa verið að nota í eftirlitsflugið hafa verið kyrrsettar vegna aldurs.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.