Enski boltinn

Maðurinn sem allt Liverpool liðið stóð heiðursvörð fyrir og faðmar Klopp eins og pabbi hans

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Graham Carter var heiðraður um helgina eftir 35 ára starf fyrir Liverpool.
Graham Carter var heiðraður um helgina eftir 35 ára starf fyrir Liverpool. Instagtam/@liverpoolfc

Það vissu kannski flestir stuðningsmenn Liverpool ekki hver hann var en það fór ekkert á milli mála á viðbrögðum allra leikmanna Liverpool að þeir voru að kveðja vinsælan mann á Anfield.

Graham Carter fékk alvöru kveðju eftir lokaleik Liverpool liðsins á tímabilinu á sunnudaginn var en félagið kvaddi hann þá eftir meira en fjörutíu ára starf fyrir félagið.

Knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp og fyrirliðinn Jordan Henderson sögðu mjög falleg orð um búningastjóra og bílstjóra liðsins til margra ára.

„Ef ég segi alveg eins og er þá mun ég sakna hans svo mikið. Faðmlagið sem hann gefur mér fyrir hvern leik er eins og faðmlagið frá pabba mínum,“ sagði Jürgen Klopp.

Carter byrjaði að keyra fyrir Liverpool á áttunda áratugnum en var fastráðinn sem bílstjóri liðsins frá árinu 1986. Hann upplifði margar sigurstundir á sínum tíma.

Það hafa verið átta knattspyrnustjórar í hans tíð en það var Gerard Houllier sem réð hann sem búningastjóra árið 1999, starf sem hann sinnti allt til sunnudagsins.

Liverpool setti saman myndband um Graham Carter og kveðjustund hans. Þar má sjá viðtal við hann sjálfan sem og myndir frá móttökunum sem hann fékk frá stjörnum Liverpool um helgina. Það má sjá myndbandið og meira um Carter hér fyrir neðan.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.