Unga fólkið „efniviður í hópsýkingu“ Sylvía Hall skrifar 27. maí 2021 19:20 Víðir segir sjálfsagt að fólk gangi um gleðinnar dyr um helgina, svo lengi sem það geri það hægt. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir sjálfsagt mál að fólk geri sér glaðan dag um helgina en brýnir fyrir því að fara varlega. Þjóðin sé á lokasprettinum í kórónuveirufaraldrinum, en sá hópur sem væri líklegastur til að sækja mannfögnuði um helgina væri að stórum hluta til enn óbólusettur. Þetta kom fram í viðtali við Víði í Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir ljóst að skemmtileg helgi sé fram undan, enda menntaskólaútskriftir á dagskrá, en sá hópur sé einmitt „efniviðurinn“ í hópsýkingu eins og staðan er núna „Sá hópur sem við eigum enn efnivið í hópsmit er þessi aldur um 18 upp í 35 ára. Mjög lítill hluti þeirra eru bólusett. Þarna er fóðrið fyrir hópsýkingu.“ Að mati Víðis er þróun síðustu daga til marks um það að hættan sé enn til staðar. Með frekari afléttingum sé léttara yfir fólki en þá skipti einmitt máli að gleyma því ekki að baráttan sé ekki alveg búin. Fólk ætti að líta á þetta sem uppbótartíma. „Ég veit ekki hvort við séum komin í vítaspyrnukeppnina eins og við sáum í gær hjá United og Villareal en við erum allavega í uppbótatíma og þurfum að halda þetta út, eiga þrek í restina. Nú er ótrúlega skemmtileg helgi fram undan hjá mjög mörgum og mikið til að gleðjast yfir, en við þurfum að passa okkur.“ Víðir segir þann hóp sem líklegastur er til að sækja mannfögnuði og vera á flakki vera aldurshópinn sem enn á eftir að fá bólusetningu.Vísir/Vilhelm Smitið rakið til 11. apríl Þau smit sem hafa verið að greinast undanfarna daga tengjast smiti sem slapp í gegn á landamærunum þann 11. apríl síðastliðinn. Víðir segir það gilda um flest smit að hægt sé að rekja þau til einhvers sem kom smitaður hingað til lands. „Það er orðið ansi langt síðan við höfum fengið svona nýtt afbrigði sem hefur sloppið inn í landið. Það gildir að halda áfram að hafa þétt tök á landamærunum.“ Hann segir þó gleðilegt hversu stór hluti þeirra ferðamanna sem koma hingað til lands eru bólusettir, en hlutfallið er yfir sjötíu prósent eins og er. Það sé mikið sóknarfæri fólgið í því að einblína áfram á þann hóp, fá þá hingað til lands en halda áfram virku eftirliti á landamærunum. „Þeir sem þurfa þá að koma hingað af öðrum ástæðum og eru ekki bólusettir, við höldum áfram enn um sinn tvöfaldri skimun og sóttkví á milli. Það hefur virkað og það mun virka áfram, en við getum smám saman kannski slakað á gagnvart þessum ferðamönnum sem eru bólusettir. Þórólfur hefur talað um það að vera með þetta kerfi að minnsta kosti fram í miðjan júní, það eru ekki nema rétt rúmar tvær vikur, við sjáum til þá,“ segir Víðir. Víðir segir stöðuna góða þrátt fyrir örlítið bakslag. Eftirlit á landamærunum þurfi áfram að vera virkt, en flestir sem komi hingað til lands séu þó bólusettir. Vísir/Vilhelm Sóttvarnir og skráningar Breyttar samkomutakmarkanir tóku gildi fyrr í vikunni og mega nú 150 koma saman. Þá er almenn grímuskylda ekki lengur fyrir hendi og lífið orðið líkara því sem var fyrir faraldurinn. Ekki eru þó allir sáttir við þessar afléttingar og segir Víðir það skiljanlegt. „Ef við skoðum söguna, nú eigum við einhverja fimmtán mánaða sögu af þessum faraldri, og í öllum tilslökunum hingað til höfum við fengið bakslag. Nú erum við bara í annarri stöðu útaf bólusetningunum.“ Hann segir skipta sköpum að fólk hugi að persónubundnum sóttvörnum næstu daga og að veitingastaðir haldi áfram skilvirkri skráningu gesta líkt og kveðið er á um í reglugerð. Þá er fólk hvatt til þess að hafa rakningarappið virkt í símanum til þess að auðvelda rakningu ef smit kemur upp. „Þetta er mikil áskorun, að við höldum þetta út. Það eru allir komnir með leið á því að þetta sé ekki alveg búið þegar maður upplifir kannski fyrir marga að þetta sé komið. Við erum ekki alveg þar.“ Hann segist þó fullviss um að Íslendingar standi sína pligt, enda sé þetta ekki ný áskorun. „Við vitum alveg hvað við þurfum að gera. Við kunnum þetta alveg; Íslendingar hafa staðið sig frábærlega, samfélagið hefur staðið þétt á bak við þetta þó við séum núna með einhverjar vangaveltur og menn eru farnir að slaka. Þá held ég samt sem áður að innst inni vitum við þetta alveg, við þurfum bara að sækja þarna þessa auka orku til þess að klára þetta. Við getum samt glaðst og við getum hist og átt glaðan dag um helgina – við bara sleppum ekki alveg fram af okkur beislinu.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir H&M smitið breiðir úr sér: Hvetja fólk til að ganga hægt um gleðinnar dyr Fjórir hafa greinst með svokallað indverska afbrigði á landamærunum en Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir því ekki hafa tekist að „smokra“ sér inn í landið, að minnsta kosti enn sem komið er. 27. maí 2021 11:24 Þrír greindust innanlands Þrír greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tveir þeirra sem greindust voru í sóttkví en einn utan sóttkvíar. Fólki í sóttkvíar fjölgar mikið milli daga. 27. maí 2021 10:55 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Fleiri fréttir Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Sjá meira
Þetta kom fram í viðtali við Víði í Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir ljóst að skemmtileg helgi sé fram undan, enda menntaskólaútskriftir á dagskrá, en sá hópur sé einmitt „efniviðurinn“ í hópsýkingu eins og staðan er núna „Sá hópur sem við eigum enn efnivið í hópsmit er þessi aldur um 18 upp í 35 ára. Mjög lítill hluti þeirra eru bólusett. Þarna er fóðrið fyrir hópsýkingu.“ Að mati Víðis er þróun síðustu daga til marks um það að hættan sé enn til staðar. Með frekari afléttingum sé léttara yfir fólki en þá skipti einmitt máli að gleyma því ekki að baráttan sé ekki alveg búin. Fólk ætti að líta á þetta sem uppbótartíma. „Ég veit ekki hvort við séum komin í vítaspyrnukeppnina eins og við sáum í gær hjá United og Villareal en við erum allavega í uppbótatíma og þurfum að halda þetta út, eiga þrek í restina. Nú er ótrúlega skemmtileg helgi fram undan hjá mjög mörgum og mikið til að gleðjast yfir, en við þurfum að passa okkur.“ Víðir segir þann hóp sem líklegastur er til að sækja mannfögnuði og vera á flakki vera aldurshópinn sem enn á eftir að fá bólusetningu.Vísir/Vilhelm Smitið rakið til 11. apríl Þau smit sem hafa verið að greinast undanfarna daga tengjast smiti sem slapp í gegn á landamærunum þann 11. apríl síðastliðinn. Víðir segir það gilda um flest smit að hægt sé að rekja þau til einhvers sem kom smitaður hingað til lands. „Það er orðið ansi langt síðan við höfum fengið svona nýtt afbrigði sem hefur sloppið inn í landið. Það gildir að halda áfram að hafa þétt tök á landamærunum.“ Hann segir þó gleðilegt hversu stór hluti þeirra ferðamanna sem koma hingað til lands eru bólusettir, en hlutfallið er yfir sjötíu prósent eins og er. Það sé mikið sóknarfæri fólgið í því að einblína áfram á þann hóp, fá þá hingað til lands en halda áfram virku eftirliti á landamærunum. „Þeir sem þurfa þá að koma hingað af öðrum ástæðum og eru ekki bólusettir, við höldum áfram enn um sinn tvöfaldri skimun og sóttkví á milli. Það hefur virkað og það mun virka áfram, en við getum smám saman kannski slakað á gagnvart þessum ferðamönnum sem eru bólusettir. Þórólfur hefur talað um það að vera með þetta kerfi að minnsta kosti fram í miðjan júní, það eru ekki nema rétt rúmar tvær vikur, við sjáum til þá,“ segir Víðir. Víðir segir stöðuna góða þrátt fyrir örlítið bakslag. Eftirlit á landamærunum þurfi áfram að vera virkt, en flestir sem komi hingað til lands séu þó bólusettir. Vísir/Vilhelm Sóttvarnir og skráningar Breyttar samkomutakmarkanir tóku gildi fyrr í vikunni og mega nú 150 koma saman. Þá er almenn grímuskylda ekki lengur fyrir hendi og lífið orðið líkara því sem var fyrir faraldurinn. Ekki eru þó allir sáttir við þessar afléttingar og segir Víðir það skiljanlegt. „Ef við skoðum söguna, nú eigum við einhverja fimmtán mánaða sögu af þessum faraldri, og í öllum tilslökunum hingað til höfum við fengið bakslag. Nú erum við bara í annarri stöðu útaf bólusetningunum.“ Hann segir skipta sköpum að fólk hugi að persónubundnum sóttvörnum næstu daga og að veitingastaðir haldi áfram skilvirkri skráningu gesta líkt og kveðið er á um í reglugerð. Þá er fólk hvatt til þess að hafa rakningarappið virkt í símanum til þess að auðvelda rakningu ef smit kemur upp. „Þetta er mikil áskorun, að við höldum þetta út. Það eru allir komnir með leið á því að þetta sé ekki alveg búið þegar maður upplifir kannski fyrir marga að þetta sé komið. Við erum ekki alveg þar.“ Hann segist þó fullviss um að Íslendingar standi sína pligt, enda sé þetta ekki ný áskorun. „Við vitum alveg hvað við þurfum að gera. Við kunnum þetta alveg; Íslendingar hafa staðið sig frábærlega, samfélagið hefur staðið þétt á bak við þetta þó við séum núna með einhverjar vangaveltur og menn eru farnir að slaka. Þá held ég samt sem áður að innst inni vitum við þetta alveg, við þurfum bara að sækja þarna þessa auka orku til þess að klára þetta. Við getum samt glaðst og við getum hist og átt glaðan dag um helgina – við bara sleppum ekki alveg fram af okkur beislinu.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir H&M smitið breiðir úr sér: Hvetja fólk til að ganga hægt um gleðinnar dyr Fjórir hafa greinst með svokallað indverska afbrigði á landamærunum en Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir því ekki hafa tekist að „smokra“ sér inn í landið, að minnsta kosti enn sem komið er. 27. maí 2021 11:24 Þrír greindust innanlands Þrír greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tveir þeirra sem greindust voru í sóttkví en einn utan sóttkvíar. Fólki í sóttkvíar fjölgar mikið milli daga. 27. maí 2021 10:55 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Fleiri fréttir Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Sjá meira
H&M smitið breiðir úr sér: Hvetja fólk til að ganga hægt um gleðinnar dyr Fjórir hafa greinst með svokallað indverska afbrigði á landamærunum en Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir því ekki hafa tekist að „smokra“ sér inn í landið, að minnsta kosti enn sem komið er. 27. maí 2021 11:24
Þrír greindust innanlands Þrír greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tveir þeirra sem greindust voru í sóttkví en einn utan sóttkvíar. Fólki í sóttkvíar fjölgar mikið milli daga. 27. maí 2021 10:55