Meirihlutinn fellir grímuna en sprittstandarnir eru komnir til að vera Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. maí 2021 07:07 Kringlan í og eftir samkomubann. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri Kringlunnar segist áætla að um fjórðungur viðskiptavina kjósi enn að bera grímu þrátt fyrir að grímuskylda í verslunum hafi verið afnumin. Markaðsstjóri Smáralindar segir það hafa komið á óvart hvað fólk var fljótt að fella grímuna. „Við höfum í raun og veru bara fylgt fyrirmælum um sóttvarnir; það er ekki grímuskylda af okkar hálfu í húsinu,“ segir Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdstjóri Kringlunnar. Hann segir verslunareigendum í sjálfsvald sett að ákveða sóttvarnir í sínum verslunum en í nokkrum þeirra má enn finna áminningu um sótthreinsun handa, tveggja metra regluna og grímunotkun. Tinna Jóhannsdóttir, markaðsstjóri Smáralindar, segir það hafa gerst mun hraðar en menn bjuggust við að fólk hætti að nota grímurnar. Hún ræddi við nokkra verslunareigendur í gær og þeir sögðu flesta viðskiptavini grímulausa. Það á bæði við um verslanirnar og sameiginlega rýmið í húsinu, segir Tinna. Spurð um grímunotkun starfsmanna segja bæði Tinna og Sigurjón allan gang á því hvort afgreiðslufólk velji að bera grímu þrátt fyrir afléttingarnar. Það sé þó algengara að yngra fólkið beri enn grímu og hyggist jafnvel gera það þar til það fær bólusetningu. „Ég held að það sé bara komið til að vera,“ segir Tinna um sprittstandana sem hafa verið settir upp í verslanamiðstöðvunum. Þá verði þrif áfram skipulögð með sóttvarnir í huga. Undir þetta tekur Sigurjón. „Við fjárfestum í þessum græjum sem eru við helstu innganga og við munum klárlega halda áfram að bjóða viðskiptavinum upp á þetta,“ segir hann um sprittstandana. „Við erum náttúrulega ennþá að sinna auknum sóttvörnum, við höfum ekkert slakað í þeim efnum.“ Kringlan Smáralind Verslun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Viðskipti erlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Sjá meira
„Við höfum í raun og veru bara fylgt fyrirmælum um sóttvarnir; það er ekki grímuskylda af okkar hálfu í húsinu,“ segir Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdstjóri Kringlunnar. Hann segir verslunareigendum í sjálfsvald sett að ákveða sóttvarnir í sínum verslunum en í nokkrum þeirra má enn finna áminningu um sótthreinsun handa, tveggja metra regluna og grímunotkun. Tinna Jóhannsdóttir, markaðsstjóri Smáralindar, segir það hafa gerst mun hraðar en menn bjuggust við að fólk hætti að nota grímurnar. Hún ræddi við nokkra verslunareigendur í gær og þeir sögðu flesta viðskiptavini grímulausa. Það á bæði við um verslanirnar og sameiginlega rýmið í húsinu, segir Tinna. Spurð um grímunotkun starfsmanna segja bæði Tinna og Sigurjón allan gang á því hvort afgreiðslufólk velji að bera grímu þrátt fyrir afléttingarnar. Það sé þó algengara að yngra fólkið beri enn grímu og hyggist jafnvel gera það þar til það fær bólusetningu. „Ég held að það sé bara komið til að vera,“ segir Tinna um sprittstandana sem hafa verið settir upp í verslanamiðstöðvunum. Þá verði þrif áfram skipulögð með sóttvarnir í huga. Undir þetta tekur Sigurjón. „Við fjárfestum í þessum græjum sem eru við helstu innganga og við munum klárlega halda áfram að bjóða viðskiptavinum upp á þetta,“ segir hann um sprittstandana. „Við erum náttúrulega ennþá að sinna auknum sóttvörnum, við höfum ekkert slakað í þeim efnum.“
Kringlan Smáralind Verslun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Viðskipti erlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Sjá meira