Benedikt segist ekki hafa afþakkað 2. sætið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. maí 2021 15:57 Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi formaður Viðreisnar. Vísir/Daníel Benedikt Jóhannessyni, fyrrverandi formanni Viðreisnar og stofnanda flokksins, var boðið annað sæti á lista flokksins í Reykjavík fyrir komandi Alþingiskosningar. Honum hafði einnig verið boðið neðsta sætið á listanum, svokallað heiðurssæti, sem hann afþakkaði og er hann ekki á framboðslista fyrir flokkinn. Þetta segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður flokksins, í samtali við Vísi. Framboðslistar flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum voru kynntir í gær. Þingkonurnar Hanna Katrín Friðriksson og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir munu leiða listana en Benedikt hafði sóst eftir oddvitasæti á Suðvesturhorninu. Þorgerður Katrín leiðir lista flokksins í Suðvesturkjördæmi, eða Kraganum fyrir komandi kosningar. Get Outlook for iOSFoto: Sigurjón/Sigurjón Ólason Benedikt segir í færslu sem hann birti á Facebook fyrir stuttu að hann hafi ekki hafnað 2. sæti á lista flokksins. Honum hafi boðist annað sæti síðastliðinn mánudag en hafi farið fram á að þeir sem hafi komið fram við hann með „óviðurkvæmilegum hætti,“ með því að hafa boðið honum neðsta sætið, bæðu hann afsökunar. „Ég tók fram að þetta væri einungis til þess að ljúka þessum málum af minni hálfu og leggja grunn að góðu samstarfi. Ég myndi ekki gera þær afsakanir opinberar. Þorgerður svaraði eftir umhugsun að slík persónuleg afsökunarbeiðni væri ekki í boði,“ skrifar Benedikt en Þorgerður sagði í samtali við Vísi að samstarf hennar og Benedikts hafi ávallt verið gott. „Ég átti ýmist samtöl við formann flokksins, en við vorum sammála um að öll okkar samskipti væru trúnaðarmál. Ástæða þess að ég tala nú um þessi mál er að Þorgerður kýs að ræða þau opinberlega.“ Benedikt greindi frá því í síðustu viku að honum hafi boðist heiðurssæti á lista flokksins fyrir komandi kosningar. Hann sagðist hafa afþakkað það „af augljósum ástæðum“ og kvaðst hann ósáttur með að ekki hafi verið efnt til prófkjörs en uppstillinganefnd sá um að raða upp á listana. „Benedikt var boðið heiðurssæti á þessum lista og honum var greint frá því með einhverjum fyrirvara. Eftir að þetta lá ljóst fyrir bauð uppstillinganefndin honum að vera í öðru sæti, og við skulum hafa það í huga að það eru sterkir þingmenn þarna líka,“ segir Þorgerður. „Benedikt var boðið annað sætið áður en hún lauk störfum sem hann afþakkaði.“ Hún segir að litið sé á annað sætið sem baráttusæti í Reykjavíkurkjördæmunum. „Já, við stefnum að því. Við stefnum að því að tveimur til þremur þingmönnum í öllum kjördæmum á Suðvesturhorninu.“ Benedikt gagnrýndi það að ekki hafi verið efnt til prófkjörs þar sem fjöldi fólks sóttist eftir oddvitasæti á listum flokksins. „Uppstillingar hafa alltaf verið meginregla hjá flokknum frá upphafi og eru reyndar meginregla í samþykktum flokksins, sem að stofnendur hans ákváðu á sínum tíma,“ segir Þorgerður í samtali við fréttastofu. Landshlutaráð flokksins í Reykjavík, sem telur um 70 manns, ákvað að raðað væri á lista flokksins í kjördæmunum með uppstillingum. Um 90 prósent ráðsmanna voru sammála því og í kjölfarið var efnt til tilnefninga í uppstillinganefnd. „Eftir að sá listi lá fyrir var hann borinn upp, samþykktur og þá fór nefndin að vinna þetta erfiða verkefni. Hvert skref hefur verið tekið með samþykktum grasrótarinnar,“ segir Þorgerður. Viðreisn Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Segir Viðreisn hafa brugðist þolendum Katrín Kristjana Hjartardóttir, einn af stofnendum Viðreisnar, hefur sagt sig úr flokknum. Í samtali við Vísi segir hún ástæðuna meðal annars þá að flokkurinn í Kópavogi hafi brugðist þolendum. 26. maí 2021 15:05 Hanna Katrín og Þorbjörg Sigríður leiða lista Viðreisnar í Reykjavík Þingkonurnar Hanna Katrín Friðriksson og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir munu leiða lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur í komandi þingkosningum. Hanna Katrín leiðir listann í Reykjavíkurkjördæmi norður og Þorbjörg Sigríður suður. 26. maí 2021 07:32 Benedikt vildi efsta sætið en var boðið það neðsta Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda og fyrrverandi formaður Viðreisnar, mun ekki taka sæti á lista flokksins fyrir komandi Alþingiskosningar. Uppstillingarnefnd bauð Benedikt, sem sóttist eftir að leiða einhvern lista flokksins á suðvesturhorninu, að taka neðsta sæti. 21. maí 2021 12:09 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Þetta segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður flokksins, í samtali við Vísi. Framboðslistar flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum voru kynntir í gær. Þingkonurnar Hanna Katrín Friðriksson og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir munu leiða listana en Benedikt hafði sóst eftir oddvitasæti á Suðvesturhorninu. Þorgerður Katrín leiðir lista flokksins í Suðvesturkjördæmi, eða Kraganum fyrir komandi kosningar. Get Outlook for iOSFoto: Sigurjón/Sigurjón Ólason Benedikt segir í færslu sem hann birti á Facebook fyrir stuttu að hann hafi ekki hafnað 2. sæti á lista flokksins. Honum hafi boðist annað sæti síðastliðinn mánudag en hafi farið fram á að þeir sem hafi komið fram við hann með „óviðurkvæmilegum hætti,“ með því að hafa boðið honum neðsta sætið, bæðu hann afsökunar. „Ég tók fram að þetta væri einungis til þess að ljúka þessum málum af minni hálfu og leggja grunn að góðu samstarfi. Ég myndi ekki gera þær afsakanir opinberar. Þorgerður svaraði eftir umhugsun að slík persónuleg afsökunarbeiðni væri ekki í boði,“ skrifar Benedikt en Þorgerður sagði í samtali við Vísi að samstarf hennar og Benedikts hafi ávallt verið gott. „Ég átti ýmist samtöl við formann flokksins, en við vorum sammála um að öll okkar samskipti væru trúnaðarmál. Ástæða þess að ég tala nú um þessi mál er að Þorgerður kýs að ræða þau opinberlega.“ Benedikt greindi frá því í síðustu viku að honum hafi boðist heiðurssæti á lista flokksins fyrir komandi kosningar. Hann sagðist hafa afþakkað það „af augljósum ástæðum“ og kvaðst hann ósáttur með að ekki hafi verið efnt til prófkjörs en uppstillinganefnd sá um að raða upp á listana. „Benedikt var boðið heiðurssæti á þessum lista og honum var greint frá því með einhverjum fyrirvara. Eftir að þetta lá ljóst fyrir bauð uppstillinganefndin honum að vera í öðru sæti, og við skulum hafa það í huga að það eru sterkir þingmenn þarna líka,“ segir Þorgerður. „Benedikt var boðið annað sætið áður en hún lauk störfum sem hann afþakkaði.“ Hún segir að litið sé á annað sætið sem baráttusæti í Reykjavíkurkjördæmunum. „Já, við stefnum að því. Við stefnum að því að tveimur til þremur þingmönnum í öllum kjördæmum á Suðvesturhorninu.“ Benedikt gagnrýndi það að ekki hafi verið efnt til prófkjörs þar sem fjöldi fólks sóttist eftir oddvitasæti á listum flokksins. „Uppstillingar hafa alltaf verið meginregla hjá flokknum frá upphafi og eru reyndar meginregla í samþykktum flokksins, sem að stofnendur hans ákváðu á sínum tíma,“ segir Þorgerður í samtali við fréttastofu. Landshlutaráð flokksins í Reykjavík, sem telur um 70 manns, ákvað að raðað væri á lista flokksins í kjördæmunum með uppstillingum. Um 90 prósent ráðsmanna voru sammála því og í kjölfarið var efnt til tilnefninga í uppstillinganefnd. „Eftir að sá listi lá fyrir var hann borinn upp, samþykktur og þá fór nefndin að vinna þetta erfiða verkefni. Hvert skref hefur verið tekið með samþykktum grasrótarinnar,“ segir Þorgerður.
Viðreisn Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Segir Viðreisn hafa brugðist þolendum Katrín Kristjana Hjartardóttir, einn af stofnendum Viðreisnar, hefur sagt sig úr flokknum. Í samtali við Vísi segir hún ástæðuna meðal annars þá að flokkurinn í Kópavogi hafi brugðist þolendum. 26. maí 2021 15:05 Hanna Katrín og Þorbjörg Sigríður leiða lista Viðreisnar í Reykjavík Þingkonurnar Hanna Katrín Friðriksson og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir munu leiða lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur í komandi þingkosningum. Hanna Katrín leiðir listann í Reykjavíkurkjördæmi norður og Þorbjörg Sigríður suður. 26. maí 2021 07:32 Benedikt vildi efsta sætið en var boðið það neðsta Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda og fyrrverandi formaður Viðreisnar, mun ekki taka sæti á lista flokksins fyrir komandi Alþingiskosningar. Uppstillingarnefnd bauð Benedikt, sem sóttist eftir að leiða einhvern lista flokksins á suðvesturhorninu, að taka neðsta sæti. 21. maí 2021 12:09 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Segir Viðreisn hafa brugðist þolendum Katrín Kristjana Hjartardóttir, einn af stofnendum Viðreisnar, hefur sagt sig úr flokknum. Í samtali við Vísi segir hún ástæðuna meðal annars þá að flokkurinn í Kópavogi hafi brugðist þolendum. 26. maí 2021 15:05
Hanna Katrín og Þorbjörg Sigríður leiða lista Viðreisnar í Reykjavík Þingkonurnar Hanna Katrín Friðriksson og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir munu leiða lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur í komandi þingkosningum. Hanna Katrín leiðir listann í Reykjavíkurkjördæmi norður og Þorbjörg Sigríður suður. 26. maí 2021 07:32
Benedikt vildi efsta sætið en var boðið það neðsta Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda og fyrrverandi formaður Viðreisnar, mun ekki taka sæti á lista flokksins fyrir komandi Alþingiskosningar. Uppstillingarnefnd bauð Benedikt, sem sóttist eftir að leiða einhvern lista flokksins á suðvesturhorninu, að taka neðsta sæti. 21. maí 2021 12:09