Konur verða sjálfar að ákveða sig: „Þannig er nú bara með margt í lífinu“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. maí 2021 12:20 Konur verða sjálfar að ákveða hvort þær þiggja seinni skammtinn af AstraZeneca. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir konur yngri en 55 ára sem þegar hafa fengið fyrri skammtinn af bóluefninu frá AstraZeneca verða að ákveða það sjálfar hvort þær þiggja seinni skammtinn eða vilja fá annað bóluefni. Þetta kom fram á upplýsingafundinum um stöðu kórónuveirufaraldursins í morgun. Íslensk heilbrigðisyfirvöld hafa ákveðið að gefa konum undir 55 ára önnur bóluefni en AstraZeneca, þar sem þær eru í meiri áhættu en aðrir að fá sjaldgæfa aukaverkun sem felur í sér hættulegan blóðsega, það er að segja blóðtappa. Þegar ákvörðunin var tekin hafði nokkur fjöldi hins vegar þegar verið bólusettur með bóluefninu frá AstraZeneca. Borið hefur á því að konur séu óvissar um hvað sé best að gera; bæði eru þær uggandi vegna mögulegra aukaverkana en einnig vegna áhyggja af því að erlend ríki muni ekki taka bólusetningarvottorð gild ef fólk hefur verið bólusett með tveimur mismunandi bóluefnum. „Leiðbeiningarnar frá okkur hafa verið alveg skýrar; að því leytinu til að fólk verður að ákveða þetta sjálft,“ svaraði Þórólfur, spurður um ráðleggingar. „Við höfum sagt að fólk getur ákveðið sjálft og það eru margir sem vilja fá AstraZeneca bóluefnið aftur. Ef fólk vill ekki fá AstraZeneca bóluefnið þá getur það fengið önnur bóluefni. Þannig að leiðbeiningarnar frá okkur geta ekki verið skýrari,“ sagði hann. „Við erum ekki að hvetja fólk til að annað hvort fá AstraZeneca bóluefnið eða hin bóluefnin. Það kann að vera að fólki finnist óþægilegt að taka ákvörðun um þetta sjálft en þannig er nú bara með margt í lífinu.“ Þórólfur vísaði til fyrri orða sinna á fundinum en hann hafði áður greint frá því að aukaverkanir væru enn fátíðari eftir seinni sprautu en þá fyrri. Hann sagðist ekki vilja ráðleggja neinum sérstaklega en ef fólk hefði ekki fyndið fyrir neinum óþægindum eða aukaverkunum eftir fyrri skammtinn þætti honum eðlilegt að fólk fengi seinni skammtinn. „En það kann vel að vera að það séu alls konar ástæður fyrir því að fólk hafi áhyggjur og þá getur það valið hin bóluefnin.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Þetta kom fram á upplýsingafundinum um stöðu kórónuveirufaraldursins í morgun. Íslensk heilbrigðisyfirvöld hafa ákveðið að gefa konum undir 55 ára önnur bóluefni en AstraZeneca, þar sem þær eru í meiri áhættu en aðrir að fá sjaldgæfa aukaverkun sem felur í sér hættulegan blóðsega, það er að segja blóðtappa. Þegar ákvörðunin var tekin hafði nokkur fjöldi hins vegar þegar verið bólusettur með bóluefninu frá AstraZeneca. Borið hefur á því að konur séu óvissar um hvað sé best að gera; bæði eru þær uggandi vegna mögulegra aukaverkana en einnig vegna áhyggja af því að erlend ríki muni ekki taka bólusetningarvottorð gild ef fólk hefur verið bólusett með tveimur mismunandi bóluefnum. „Leiðbeiningarnar frá okkur hafa verið alveg skýrar; að því leytinu til að fólk verður að ákveða þetta sjálft,“ svaraði Þórólfur, spurður um ráðleggingar. „Við höfum sagt að fólk getur ákveðið sjálft og það eru margir sem vilja fá AstraZeneca bóluefnið aftur. Ef fólk vill ekki fá AstraZeneca bóluefnið þá getur það fengið önnur bóluefni. Þannig að leiðbeiningarnar frá okkur geta ekki verið skýrari,“ sagði hann. „Við erum ekki að hvetja fólk til að annað hvort fá AstraZeneca bóluefnið eða hin bóluefnin. Það kann að vera að fólki finnist óþægilegt að taka ákvörðun um þetta sjálft en þannig er nú bara með margt í lífinu.“ Þórólfur vísaði til fyrri orða sinna á fundinum en hann hafði áður greint frá því að aukaverkanir væru enn fátíðari eftir seinni sprautu en þá fyrri. Hann sagðist ekki vilja ráðleggja neinum sérstaklega en ef fólk hefði ekki fyndið fyrir neinum óþægindum eða aukaverkunum eftir fyrri skammtinn þætti honum eðlilegt að fólk fengi seinni skammtinn. „En það kann vel að vera að það séu alls konar ástæður fyrir því að fólk hafi áhyggjur og þá getur það valið hin bóluefnin.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira