Ónæmið gæti varið í mörg ár Samúel Karl Ólason skrifar 27. maí 2021 11:57 Tvær nýjar rannsóknir benda til þess að þeir sem hafi smitast af Covid-19 og svo seinna meir verið bólusettir, séu best varðir gegn Covid-19 til lengri tíma. Vísir/Vilhelm Ónæmi gegn Covid-19 gæti verið út ævi flestra sem hafa smitast og fengið bólusetningu. Þetta er meðal niðurstaða í tveimur nýjum rannsóknum þar sem fólk sem smitaðist snemma í faraldri nýju kórónuveirunnar var skoðað. Samkvæmt báðum rannsóknunum muna frumur í beinmerg fólks eftir veirunni og geta gefið frá sér mótefni eftir þörf. Samkvæmt annarri rannsókninni styrkjast þessi mótefni í minnst ár eftir upprunalegt smit eða bólusetningu. Samkvæmt frétt New York Times um þessar rannsóknir þykir líklegt að þær muni hjálpa til við að kveða niður þann ótta fólks að Covid-19 muni herja reglulega á jarðarbúa, eins og hefðbundið kvef, sem kórónuveirur valda einnig. Þær kórónuveirur breytast þó töluvert á nokkurra ára fresti. Í samtali við New York Times segir vísindamaðurinn Michel Nussenzweig, sem kom að annarri rannsókninni, að hann búist við því að fólk sem hafi smitast og verið bólusett verði ónæmt til margra ára. Hins vegar gæti verið að þeir sem hafi bara verið bólusettir verði ekki með jafn langvarandi vernd. Ónæmisminni virki á mismunandi hátt í tengslum við bólusetningar annarsvegar og náttúrulegt smit hins vegar. Hann segir það þýða að mögulega muni fólk sem hafi bara verið bólusett þurfa aðra sprautu seinna meir. Það sé þó ekki ljóst enn, en ætti brátt að verða það. Ekki allir sem hljóta vernd til lengri tíma Í hinni rannsókninni greindu vísindamenn beinmerg úr nítján manns, um sjö mánuðum eftir að þau smituðust. Fimmtán þeirra báru enn mótefni gegn Covid-19 í frumum í beinmergnum en fjórir ekki. Það þykir til marks um að það séu ekki allir sem smitast náttúrulega sem fái vernd til lengri tíma. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir H&M smitið breiðir úr sér: Hvetja fólk til að ganga hægt um gleðinnar dyr Fjórir hafa greinst með svokallað indverska afbrigði á landamærunum en Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir því ekki hafa tekist að „smokra“ sér inn í landið, að minnsta kosti enn sem komið er. 27. maí 2021 11:24 Þrír greindust innanlands Þrír greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tveir þeirra sem greindust voru í sóttkví en einn utan sóttkvíar. Fólki í sóttkvíar fjölgar mikið milli daga. 27. maí 2021 10:55 Telja sig geta „endurforritað“ bóluefnin til að koma í veg fyrir blóðtappa Hópur þýskra vísindamanna telur sig hafa komist að því hvers vegna sumir sem eru bólusettir með bóluefnunum frá AstraZeneca og Johnson & Johnson fá alvarlega blóðtappa. Þeir segja að hægt sé að endurhanna bóluefnin til að komast hjá vandamálinu. 27. maí 2021 08:14 Meirihlutinn fellir grímuna en sprittstandarnir eru komnir til að vera Framkvæmdastjóri Kringlunnar segist áætla að um fjórðungur viðskiptavina kjósi enn að bera grímu þrátt fyrir að grímuskylda í verslunum hafi verið afnumin. Markaðsstjóri Smáralindar segir það hafa komið á óvart hvað fólk var fljótt að fella grímuna. 27. maí 2021 07:07 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Samkvæmt báðum rannsóknunum muna frumur í beinmerg fólks eftir veirunni og geta gefið frá sér mótefni eftir þörf. Samkvæmt annarri rannsókninni styrkjast þessi mótefni í minnst ár eftir upprunalegt smit eða bólusetningu. Samkvæmt frétt New York Times um þessar rannsóknir þykir líklegt að þær muni hjálpa til við að kveða niður þann ótta fólks að Covid-19 muni herja reglulega á jarðarbúa, eins og hefðbundið kvef, sem kórónuveirur valda einnig. Þær kórónuveirur breytast þó töluvert á nokkurra ára fresti. Í samtali við New York Times segir vísindamaðurinn Michel Nussenzweig, sem kom að annarri rannsókninni, að hann búist við því að fólk sem hafi smitast og verið bólusett verði ónæmt til margra ára. Hins vegar gæti verið að þeir sem hafi bara verið bólusettir verði ekki með jafn langvarandi vernd. Ónæmisminni virki á mismunandi hátt í tengslum við bólusetningar annarsvegar og náttúrulegt smit hins vegar. Hann segir það þýða að mögulega muni fólk sem hafi bara verið bólusett þurfa aðra sprautu seinna meir. Það sé þó ekki ljóst enn, en ætti brátt að verða það. Ekki allir sem hljóta vernd til lengri tíma Í hinni rannsókninni greindu vísindamenn beinmerg úr nítján manns, um sjö mánuðum eftir að þau smituðust. Fimmtán þeirra báru enn mótefni gegn Covid-19 í frumum í beinmergnum en fjórir ekki. Það þykir til marks um að það séu ekki allir sem smitast náttúrulega sem fái vernd til lengri tíma.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir H&M smitið breiðir úr sér: Hvetja fólk til að ganga hægt um gleðinnar dyr Fjórir hafa greinst með svokallað indverska afbrigði á landamærunum en Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir því ekki hafa tekist að „smokra“ sér inn í landið, að minnsta kosti enn sem komið er. 27. maí 2021 11:24 Þrír greindust innanlands Þrír greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tveir þeirra sem greindust voru í sóttkví en einn utan sóttkvíar. Fólki í sóttkvíar fjölgar mikið milli daga. 27. maí 2021 10:55 Telja sig geta „endurforritað“ bóluefnin til að koma í veg fyrir blóðtappa Hópur þýskra vísindamanna telur sig hafa komist að því hvers vegna sumir sem eru bólusettir með bóluefnunum frá AstraZeneca og Johnson & Johnson fá alvarlega blóðtappa. Þeir segja að hægt sé að endurhanna bóluefnin til að komast hjá vandamálinu. 27. maí 2021 08:14 Meirihlutinn fellir grímuna en sprittstandarnir eru komnir til að vera Framkvæmdastjóri Kringlunnar segist áætla að um fjórðungur viðskiptavina kjósi enn að bera grímu þrátt fyrir að grímuskylda í verslunum hafi verið afnumin. Markaðsstjóri Smáralindar segir það hafa komið á óvart hvað fólk var fljótt að fella grímuna. 27. maí 2021 07:07 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
H&M smitið breiðir úr sér: Hvetja fólk til að ganga hægt um gleðinnar dyr Fjórir hafa greinst með svokallað indverska afbrigði á landamærunum en Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir því ekki hafa tekist að „smokra“ sér inn í landið, að minnsta kosti enn sem komið er. 27. maí 2021 11:24
Þrír greindust innanlands Þrír greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tveir þeirra sem greindust voru í sóttkví en einn utan sóttkvíar. Fólki í sóttkvíar fjölgar mikið milli daga. 27. maí 2021 10:55
Telja sig geta „endurforritað“ bóluefnin til að koma í veg fyrir blóðtappa Hópur þýskra vísindamanna telur sig hafa komist að því hvers vegna sumir sem eru bólusettir með bóluefnunum frá AstraZeneca og Johnson & Johnson fá alvarlega blóðtappa. Þeir segja að hægt sé að endurhanna bóluefnin til að komast hjá vandamálinu. 27. maí 2021 08:14
Meirihlutinn fellir grímuna en sprittstandarnir eru komnir til að vera Framkvæmdastjóri Kringlunnar segist áætla að um fjórðungur viðskiptavina kjósi enn að bera grímu þrátt fyrir að grímuskylda í verslunum hafi verið afnumin. Markaðsstjóri Smáralindar segir það hafa komið á óvart hvað fólk var fljótt að fella grímuna. 27. maí 2021 07:07