Ónæmið gæti varið í mörg ár Samúel Karl Ólason skrifar 27. maí 2021 11:57 Tvær nýjar rannsóknir benda til þess að þeir sem hafi smitast af Covid-19 og svo seinna meir verið bólusettir, séu best varðir gegn Covid-19 til lengri tíma. Vísir/Vilhelm Ónæmi gegn Covid-19 gæti verið út ævi flestra sem hafa smitast og fengið bólusetningu. Þetta er meðal niðurstaða í tveimur nýjum rannsóknum þar sem fólk sem smitaðist snemma í faraldri nýju kórónuveirunnar var skoðað. Samkvæmt báðum rannsóknunum muna frumur í beinmerg fólks eftir veirunni og geta gefið frá sér mótefni eftir þörf. Samkvæmt annarri rannsókninni styrkjast þessi mótefni í minnst ár eftir upprunalegt smit eða bólusetningu. Samkvæmt frétt New York Times um þessar rannsóknir þykir líklegt að þær muni hjálpa til við að kveða niður þann ótta fólks að Covid-19 muni herja reglulega á jarðarbúa, eins og hefðbundið kvef, sem kórónuveirur valda einnig. Þær kórónuveirur breytast þó töluvert á nokkurra ára fresti. Í samtali við New York Times segir vísindamaðurinn Michel Nussenzweig, sem kom að annarri rannsókninni, að hann búist við því að fólk sem hafi smitast og verið bólusett verði ónæmt til margra ára. Hins vegar gæti verið að þeir sem hafi bara verið bólusettir verði ekki með jafn langvarandi vernd. Ónæmisminni virki á mismunandi hátt í tengslum við bólusetningar annarsvegar og náttúrulegt smit hins vegar. Hann segir það þýða að mögulega muni fólk sem hafi bara verið bólusett þurfa aðra sprautu seinna meir. Það sé þó ekki ljóst enn, en ætti brátt að verða það. Ekki allir sem hljóta vernd til lengri tíma Í hinni rannsókninni greindu vísindamenn beinmerg úr nítján manns, um sjö mánuðum eftir að þau smituðust. Fimmtán þeirra báru enn mótefni gegn Covid-19 í frumum í beinmergnum en fjórir ekki. Það þykir til marks um að það séu ekki allir sem smitast náttúrulega sem fái vernd til lengri tíma. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir H&M smitið breiðir úr sér: Hvetja fólk til að ganga hægt um gleðinnar dyr Fjórir hafa greinst með svokallað indverska afbrigði á landamærunum en Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir því ekki hafa tekist að „smokra“ sér inn í landið, að minnsta kosti enn sem komið er. 27. maí 2021 11:24 Þrír greindust innanlands Þrír greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tveir þeirra sem greindust voru í sóttkví en einn utan sóttkvíar. Fólki í sóttkvíar fjölgar mikið milli daga. 27. maí 2021 10:55 Telja sig geta „endurforritað“ bóluefnin til að koma í veg fyrir blóðtappa Hópur þýskra vísindamanna telur sig hafa komist að því hvers vegna sumir sem eru bólusettir með bóluefnunum frá AstraZeneca og Johnson & Johnson fá alvarlega blóðtappa. Þeir segja að hægt sé að endurhanna bóluefnin til að komast hjá vandamálinu. 27. maí 2021 08:14 Meirihlutinn fellir grímuna en sprittstandarnir eru komnir til að vera Framkvæmdastjóri Kringlunnar segist áætla að um fjórðungur viðskiptavina kjósi enn að bera grímu þrátt fyrir að grímuskylda í verslunum hafi verið afnumin. Markaðsstjóri Smáralindar segir það hafa komið á óvart hvað fólk var fljótt að fella grímuna. 27. maí 2021 07:07 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira
Samkvæmt báðum rannsóknunum muna frumur í beinmerg fólks eftir veirunni og geta gefið frá sér mótefni eftir þörf. Samkvæmt annarri rannsókninni styrkjast þessi mótefni í minnst ár eftir upprunalegt smit eða bólusetningu. Samkvæmt frétt New York Times um þessar rannsóknir þykir líklegt að þær muni hjálpa til við að kveða niður þann ótta fólks að Covid-19 muni herja reglulega á jarðarbúa, eins og hefðbundið kvef, sem kórónuveirur valda einnig. Þær kórónuveirur breytast þó töluvert á nokkurra ára fresti. Í samtali við New York Times segir vísindamaðurinn Michel Nussenzweig, sem kom að annarri rannsókninni, að hann búist við því að fólk sem hafi smitast og verið bólusett verði ónæmt til margra ára. Hins vegar gæti verið að þeir sem hafi bara verið bólusettir verði ekki með jafn langvarandi vernd. Ónæmisminni virki á mismunandi hátt í tengslum við bólusetningar annarsvegar og náttúrulegt smit hins vegar. Hann segir það þýða að mögulega muni fólk sem hafi bara verið bólusett þurfa aðra sprautu seinna meir. Það sé þó ekki ljóst enn, en ætti brátt að verða það. Ekki allir sem hljóta vernd til lengri tíma Í hinni rannsókninni greindu vísindamenn beinmerg úr nítján manns, um sjö mánuðum eftir að þau smituðust. Fimmtán þeirra báru enn mótefni gegn Covid-19 í frumum í beinmergnum en fjórir ekki. Það þykir til marks um að það séu ekki allir sem smitast náttúrulega sem fái vernd til lengri tíma.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir H&M smitið breiðir úr sér: Hvetja fólk til að ganga hægt um gleðinnar dyr Fjórir hafa greinst með svokallað indverska afbrigði á landamærunum en Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir því ekki hafa tekist að „smokra“ sér inn í landið, að minnsta kosti enn sem komið er. 27. maí 2021 11:24 Þrír greindust innanlands Þrír greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tveir þeirra sem greindust voru í sóttkví en einn utan sóttkvíar. Fólki í sóttkvíar fjölgar mikið milli daga. 27. maí 2021 10:55 Telja sig geta „endurforritað“ bóluefnin til að koma í veg fyrir blóðtappa Hópur þýskra vísindamanna telur sig hafa komist að því hvers vegna sumir sem eru bólusettir með bóluefnunum frá AstraZeneca og Johnson & Johnson fá alvarlega blóðtappa. Þeir segja að hægt sé að endurhanna bóluefnin til að komast hjá vandamálinu. 27. maí 2021 08:14 Meirihlutinn fellir grímuna en sprittstandarnir eru komnir til að vera Framkvæmdastjóri Kringlunnar segist áætla að um fjórðungur viðskiptavina kjósi enn að bera grímu þrátt fyrir að grímuskylda í verslunum hafi verið afnumin. Markaðsstjóri Smáralindar segir það hafa komið á óvart hvað fólk var fljótt að fella grímuna. 27. maí 2021 07:07 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira
H&M smitið breiðir úr sér: Hvetja fólk til að ganga hægt um gleðinnar dyr Fjórir hafa greinst með svokallað indverska afbrigði á landamærunum en Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir því ekki hafa tekist að „smokra“ sér inn í landið, að minnsta kosti enn sem komið er. 27. maí 2021 11:24
Þrír greindust innanlands Þrír greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tveir þeirra sem greindust voru í sóttkví en einn utan sóttkvíar. Fólki í sóttkvíar fjölgar mikið milli daga. 27. maí 2021 10:55
Telja sig geta „endurforritað“ bóluefnin til að koma í veg fyrir blóðtappa Hópur þýskra vísindamanna telur sig hafa komist að því hvers vegna sumir sem eru bólusettir með bóluefnunum frá AstraZeneca og Johnson & Johnson fá alvarlega blóðtappa. Þeir segja að hægt sé að endurhanna bóluefnin til að komast hjá vandamálinu. 27. maí 2021 08:14
Meirihlutinn fellir grímuna en sprittstandarnir eru komnir til að vera Framkvæmdastjóri Kringlunnar segist áætla að um fjórðungur viðskiptavina kjósi enn að bera grímu þrátt fyrir að grímuskylda í verslunum hafi verið afnumin. Markaðsstjóri Smáralindar segir það hafa komið á óvart hvað fólk var fljótt að fella grímuna. 27. maí 2021 07:07