Hugsuðu til langveikra barna þegar þeir klifu toppinn með Covid-19 Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 27. maí 2021 14:00 Þeir Heimir Fannar Hallgrímsson og Sigurður Bjarni Sveinsson náðu toppi Everest 24. maí síðastliðinn. Þá voru þeir þegar komnir með einkenni Covid-19, sem kom svo síðar í ljós. Vísir Tveir Íslendingar sem klifu topp Everest með Covid-19 fengu aukakraft þegar þeir hugsuðu til langveikra barna og hvað þau þyrftu að þola. Þetta segir framkvæmdastjóri Umhyggju en ferðin er til styrktar félaginu. Hún segir þá hafa lent í ótrúlegum hrakningum en sigrast á hverri raun. Þeir Heimir Fannar Hallgrímsson og Sigurður Bjarni Sveinsson náðu toppi Everest 24. maí síðastliðinn en þeir klifu hann í söfnunarátaki til styrktar Umhyggju sem ber nafnið Með Umhyggju á Everest. Þeir lentu í miklum hrakningum á leið á tindinn. Árný Ingvarsdóttir framkvæmdastjóri Umhyggju-félags langveikra barna segir þetta mikið afrek. „Þegar þeir voru komnir upp í búðir 2 þurftu þeir að vera þar í fjóra daga vegna veðurs í stað tveggja, sem reynir töluvert á líkamann. Þar voru þeir farnir að finna fyrir Covid-19 einkennum en héldu þau væru vegna aðstæðna. Þegar þeir eru í 3 búðum var aftakaveður og þá byrja þeir að finna verulega fyrir einkennum. Þrátt fyrir miklar hrakningar komust þeir á toppinn,“ segir Árný. Árný Ingvarsdóttir framkvæmdastjóri Umhyggju segir ferð þeirra félaga á toppinn einstakt afrek. Vísir Hún segir að á niðurleið hafi þeir aftur farið að finna fyrir miklum Covid-19 einkennum og fengu það svo staðfest í grunnbúðum í gær. „Þeir komust svo við illan leik niður í grunnbúðir. Þeir sáu að það var ekki hægt að sækja þá með þyrlu vegna veðurs þannig að þeir urðu bara að koma sér sjálfir niður þrátt fyrir að vera talsvert veikir,“ segir hún. Árný segir þá félaga fá aðhlynningu í grunnbúðum og bíði þar eftir sjúkraflugi til Kathmandu á morgun eða hinn. „Þeir eru náttúrulega lasnir en þeir bera sig vel. Þeir halda svo áfram í einangrun í Kathmandu,“ segir hún. Aðspurð hvort hún viti hvort þeir séu mögulega fyrstu menn í heiminum til að klífa Everest með Covid-19 svarar Árný: „Ég myndi ætla það. Þeir segja að það sem hafi gefið þeim kraft á leið upp sé þessi málstaður en þeir eru náttúrulega að ganga þessa leið fyrir langveik börn. Það gaf þeim aukakraft að hugsa til þess hvað krakkar sem glíma við langvinn veikindi þurfa að þola.“ Söfnun þeirra félaga fyrir Umhyggju lýkur þann 11. júní Ferðalög Everest Börn og uppeldi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Voru Covid-smitaðir á toppi Everest Sigurður B. Sveinsson og Heimir F. Hallgrímsson, íslensku fjallagarparnir sem náðu á topp Everest um síðustu helgi, greindust með Covid-19 í Nepal gær. Þeir byrjuðu að finna fyrir einkennum í efstu búðum Everest, áður en þeir komust á toppinn, og eru nú í einangrun í grunnbúðum Everest. 27. maí 2021 09:37 Komnir niður í aðrar búðir Everest Fjallgöngumennirnir Heimir Fannar Hallgrímsson og Sigurður Bjarni Sveinsson eru komnir í aðrar búðir á Everest-fjalli, sem eru í 6.405 metra hæð yfir sjávarmáli. Þeir náðu toppi fjallsins í gær og eru á niðurleið. 24. maí 2021 18:33 Heimir og Sigurður náðu toppi Everest-fjalls Fjallgöngumennirnir Heimir Fannar Hallgrímsson og Sigurður Bjarni Sveinsson hafa náð toppi Mount Everest, hæsta fjalls í heimi. 23. maí 2021 23:23 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Innlent Fleiri fréttir Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Sjá meira
Þeir Heimir Fannar Hallgrímsson og Sigurður Bjarni Sveinsson náðu toppi Everest 24. maí síðastliðinn en þeir klifu hann í söfnunarátaki til styrktar Umhyggju sem ber nafnið Með Umhyggju á Everest. Þeir lentu í miklum hrakningum á leið á tindinn. Árný Ingvarsdóttir framkvæmdastjóri Umhyggju-félags langveikra barna segir þetta mikið afrek. „Þegar þeir voru komnir upp í búðir 2 þurftu þeir að vera þar í fjóra daga vegna veðurs í stað tveggja, sem reynir töluvert á líkamann. Þar voru þeir farnir að finna fyrir Covid-19 einkennum en héldu þau væru vegna aðstæðna. Þegar þeir eru í 3 búðum var aftakaveður og þá byrja þeir að finna verulega fyrir einkennum. Þrátt fyrir miklar hrakningar komust þeir á toppinn,“ segir Árný. Árný Ingvarsdóttir framkvæmdastjóri Umhyggju segir ferð þeirra félaga á toppinn einstakt afrek. Vísir Hún segir að á niðurleið hafi þeir aftur farið að finna fyrir miklum Covid-19 einkennum og fengu það svo staðfest í grunnbúðum í gær. „Þeir komust svo við illan leik niður í grunnbúðir. Þeir sáu að það var ekki hægt að sækja þá með þyrlu vegna veðurs þannig að þeir urðu bara að koma sér sjálfir niður þrátt fyrir að vera talsvert veikir,“ segir hún. Árný segir þá félaga fá aðhlynningu í grunnbúðum og bíði þar eftir sjúkraflugi til Kathmandu á morgun eða hinn. „Þeir eru náttúrulega lasnir en þeir bera sig vel. Þeir halda svo áfram í einangrun í Kathmandu,“ segir hún. Aðspurð hvort hún viti hvort þeir séu mögulega fyrstu menn í heiminum til að klífa Everest með Covid-19 svarar Árný: „Ég myndi ætla það. Þeir segja að það sem hafi gefið þeim kraft á leið upp sé þessi málstaður en þeir eru náttúrulega að ganga þessa leið fyrir langveik börn. Það gaf þeim aukakraft að hugsa til þess hvað krakkar sem glíma við langvinn veikindi þurfa að þola.“ Söfnun þeirra félaga fyrir Umhyggju lýkur þann 11. júní
Ferðalög Everest Börn og uppeldi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Voru Covid-smitaðir á toppi Everest Sigurður B. Sveinsson og Heimir F. Hallgrímsson, íslensku fjallagarparnir sem náðu á topp Everest um síðustu helgi, greindust með Covid-19 í Nepal gær. Þeir byrjuðu að finna fyrir einkennum í efstu búðum Everest, áður en þeir komust á toppinn, og eru nú í einangrun í grunnbúðum Everest. 27. maí 2021 09:37 Komnir niður í aðrar búðir Everest Fjallgöngumennirnir Heimir Fannar Hallgrímsson og Sigurður Bjarni Sveinsson eru komnir í aðrar búðir á Everest-fjalli, sem eru í 6.405 metra hæð yfir sjávarmáli. Þeir náðu toppi fjallsins í gær og eru á niðurleið. 24. maí 2021 18:33 Heimir og Sigurður náðu toppi Everest-fjalls Fjallgöngumennirnir Heimir Fannar Hallgrímsson og Sigurður Bjarni Sveinsson hafa náð toppi Mount Everest, hæsta fjalls í heimi. 23. maí 2021 23:23 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Innlent Fleiri fréttir Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Sjá meira
Voru Covid-smitaðir á toppi Everest Sigurður B. Sveinsson og Heimir F. Hallgrímsson, íslensku fjallagarparnir sem náðu á topp Everest um síðustu helgi, greindust með Covid-19 í Nepal gær. Þeir byrjuðu að finna fyrir einkennum í efstu búðum Everest, áður en þeir komust á toppinn, og eru nú í einangrun í grunnbúðum Everest. 27. maí 2021 09:37
Komnir niður í aðrar búðir Everest Fjallgöngumennirnir Heimir Fannar Hallgrímsson og Sigurður Bjarni Sveinsson eru komnir í aðrar búðir á Everest-fjalli, sem eru í 6.405 metra hæð yfir sjávarmáli. Þeir náðu toppi fjallsins í gær og eru á niðurleið. 24. maí 2021 18:33
Heimir og Sigurður náðu toppi Everest-fjalls Fjallgöngumennirnir Heimir Fannar Hallgrímsson og Sigurður Bjarni Sveinsson hafa náð toppi Mount Everest, hæsta fjalls í heimi. 23. maí 2021 23:23