Lífið

Komnir niður í aðrar búðir Everest

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Heimir og Sigurður náðu toppi Everest-fjalls í gær.
Heimir og Sigurður náðu toppi Everest-fjalls í gær. Facebook

Fjallgöngumennirnir Heimir Fannar Hallgrímsson og Sigurður Bjarni Sveinsson eru komnir í aðrar búðir á Everest-fjalli, sem eru í 6.405 metra hæð yfir sjávarmáli. Þeir náðu toppi fjallsins í gær og eru á niðurleið.

Þetta kemur fram í Facebook-færslu síðunnar Með Umhyggju á Everest, en þeir Heimir og Sigurður voru í áheitasöfnun fyrir Umhyggju, félag langveikra barna.

Árný Ingvarsdóttir, framkvæmdastjóri Umhyggju, sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að hún ætti von á að heyra frá þeim félögum í dag. Hún hafi þó oft haft áhyggjur af þeim á ferðalaginu, sem gekk ekki áfallalaust fyrir sig.

„Við erum algjörlega í sjöunda himni, í orðsins fyllstu merkingu í þessu tilfelli. Það er bara frábært hvað þetta hefur gengið vel og frábært að þeir hafi náð þessum áfanga og að við höfum fengið að taka þátt í því. Nú bíðum við spennt eftir að heyra frá þeim,“ segir Árný en á aðra milljón króna hefur nú safnast í gegnum áheitin.


Tengdar fréttir

Láta reyna á fjórða hnéð og halda á topp Everest

Klukkan 19:15 að íslenskum tíma leggja fjallgöngukapparnir Heimir Fannar Hallgrímsson og Sigurður Bjarni Sveinsson af stað úr grunnbúðum Mount Everest. Stefnan er sett á tindinn þótt óvissa sé um ástandið á einu hnéi af fjórum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×