Erlent

Ís­lendingur á Fjóni á­kærður fyrir í­trekuð kyn­ferðis­brot gegn dóttur sinni

Atli Ísleifsson skrifar
Spænska lögreglan handtók manninn í Benissa, skammt frá Alicante, í október á síðasta ári og var hann framseldur til Danmerkur í desember síðastliðinn.
Spænska lögreglan handtók manninn í Benissa, skammt frá Alicante, í október á síðasta ári og var hann framseldur til Danmerkur í desember síðastliðinn. Lögreglan á Spáni

Saksóknari á Fjóni í Danmörku hefur farið fram á að minnsta kosti fjögurra ára fangelsi yfir 51 árs gömlum Íslendingi sem ákærður er fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn dóttur sinni og vörslu barnakláms.

Ekstrabladet greinir frá því að maðurinn sé talinn hafa brotið að minnsta kosti tíu sinnum á dóttur sinni á fjögurra ára tímabili, 2006 til 2010, þegar hún var fimm til níu ára gömul. DV greindi fyrst frá málinu íslenskra miðla.

Í ákæru segir að brotin hafi verið verið framin í skóglendi á Íslandi og í bíl, en önnur í sumarbústað á Fjóni. Í tengslum við kynferðisbrotin eigi maðurinn sömuleiðis að hafa beitt dóttur sína líkamlegu ofbeldi – slegið og sparkað í búk og höfuð hennar og slegið hana með skeiðum og kökukeflum.

Ekstrabladet segir frá því að ákærði sé íslenskur ríkisborgari, en dóttirin dönsk. Maðurinn neitar sök í málinu, en réttarhöld hefjast 2. júní í Svendsborg.

Lögreglu barst fyrst tilkynning um málið í desember 2018, þegar dóttir mannsins tilkynnti um hvað hafi gerst í æsku. Hún er nú tvítug að aldri.

Handtekinn á Spáni

Maðurinn var þá fluttur til Spánar og var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald í hans fjarveru af dönsku lögreglunni. Spænska lögreglan handtók manninn svo í Benissa, skammt frá Alicante, í október á síðasta ári og var hann framseldur til Danmerkur í desember síðastliðinn. Hann hefur verið í gæsluvarðhaldi síðan.

Reiknað er með að aðalmeðferð í málinu standi í sex daga og að dómur falli 17. júní næstkomandi.


Tengdar fréttir

Íslendingur handtekinn á Spáni vegna meints barnaníðs

Spænska lögreglan handtók íslenskan karlmann á sextugsaldri sem er grunaður um kynferðisbrot gegn átta börnum undri lögaldri í bænum Torre Pacheco í Murcia-héraði á suðaustanverðum Spáni. Maðurinn er sagður hafa tælt börnin og boðið þeim verðmæti.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×