Útlendingastofnun getur ekki hætt að senda til Grikklands Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 27. maí 2021 07:00 Hælisleitendur mótmæla hjá Útlendingastofnun árið 2019. mynd/vilhelm Útlendingastofnun telur sig algjörlega bundna af gildandi lögum sem hún fylgir í máli Palestínumannanna fjórtán sem voru sviptir allri þjónustu stofnunarinnar, húsnæði og fæði. Hún geti ekki tekið mál einstaklinganna til efnislegrar meðferðar því þeir hafi hlotið vernd í Grikklandi og staða faraldursins þar sé ekki nægileg ástæða til. Frávísanir Útlendingastofnunar til Grikklands hafa lengi verið umdeildar; fjöldi mótmælafunda hefur farið fram á síðustu árum og hefur Rauði krossinn ítrekað fordæmt frávísanirnar, nú síðast í byrjun mánaðarins. Í yfirlýsingu segja samtökin endursendingar fólks til Grikklands „ekki forsvaranlegar við núverandi aðstæður“, það er í miðjum heimsfaraldri. Í mars á síðasta ári ákvað Útlendingastofnun að hætta að vísa einstaklingum til ákveðinna landa vegna heimsfaraldursins, þar á meðal Grikklands. Í ágúst í fyrra fór síðan fram endurmat á þessari ákvörðun og í kjölfarið ákveðið að byrja aftur að senda þá sem höfðu fengið alþjóðlega vernd í Grikklandi til baka án þess að veita þeim efnislega meðferð. En hvað breyttist í millitíðinni? Grikkland tókst vel á við fyrstu bylgju faraldursins síðasta vor og greindust tiltölulega fáir þar í landi með veiruna miðað við aðrar Evrópuþjóðir. Í ágúst hófst hins vegar ný bylgja sem fór hægt stigmagnandi og varð mun verri en sú fyrra. Það sama gerðist svo í byrjun þessa árs og greindust til að mynda 2.402 smitaðir í landinu í fyrradag samkvæmt gögnum Worldometer. Vissu lítið um faraldurinn Vísir ræddi við sviðsstjóra verndarsviðs Útlendingastofnunar, Írisi Kristinsdóttur, og upplýsingafulltrúa stofnunarinnar, Þórhildi Hagalín, um þessi mál í gær. Íris segir upprunalegu ákvörðunina um að senda fólk ekki til Grikklands í faraldrinum hafa grundvallast á mikilli óvissu um bæði veiruna sjálfa og áhrif hennar á heilbrigðiskerfi Evrópuríkja. „Síðan líða mánuðirnir og við vitum meira um hvað Covid er og hvaða áhrif það hefur á löndin í kring um okkur og þar á meðal Grikkland.“ Íris Kristinsdóttir, sviðsstjóri verndarsviðs hjá Útlendingastofnun.aðsend Hún segir að við það mat hafi aðallega verið stuðst við alþjóðlegar skýrslur og rannsóknir. Spurð hvort þeim þyki staðan í heilbrigðiskerfi Grikklands í faraldrinum góð segir Þórhildur: „Það er allavega mat stofnunarinnar að á þessum tíma að Covid eitt og sér væri ekki nægjanlegt til að einstaklingur fengi mál sitt tekið til efnislegrar málsmeðferðar. Það þyrfti eitthvað meira að koma til en bara þessi þáttur.“ En var ekki tilefni til að endurskoða þetta þegar tilfellum fór að fjölga svo mjög í Grikklandi? „Ákvarðanirnar eru alltaf í stöðugri endurskoðun hjá okkur. Allavega hefur það ekki verið niðurstaða stofnunarinnar að fjöldi tilfella hafi haft einhver áhrif eins og staðan er núna,“ svarar Íris. Hún bendir á að bólusetningar í Grikklandi séu komnar af stað og segir heilbrigðiskerfið enn sem komið er hafa staðið faraldurinn af sér. Inntar eftir viðbrögðum við yfirlýsingu Rauða krossins þar sem samtökin leggjast gegn öllum endursendingum til Grikklands segir Íris: „Það er kannski ekkert nýtt að Rauði krossinn leggist gegn frávísunum til Grikklands. Hann hefur verið á móti þeim í mörg ár. En þetta er að sjálfsögðu sjónarmið sem Rauði krossinn er með og það er enginn að halda því fram að Grikkland sé besta landið í Evrópu til að vera í. En matið í þessum málum er þannig að þau séu ekki þess eðlis að einstaklingarnir eigi að fá efnislega málsmeðferð á Íslandi.“ Ástæða þess að fólkið á ekki að fá efnislega málsmeðferð á Íslandi er sú að það hefur þegar hlotið alþjóðlega vernd í Grikklandi og staða þeirra sem flóttamenn verið viðurkennd. Það er vegna ofsókna eða átaka í þeirra heimalandi. Þórhildur segir að þegar búið sé að viðurkenna einhvern sem flóttamann annars staðar sé „erfitt í neyðarkerfi að skilgreina þig aftur sem flóttamann því kerfið á að vera fyrir þá sem eru í brýnustu neyð.“ Þórhildur Ósk Hagalín, upplýsingafulltrúi Útlendingastofnunar.aðsend Hún segir þannig að flóttamannastaðan í Grikklandi veiti mönnum nokkur réttindi, til dæmis geti menn fengið þar atvinnu og njóti ferðafrelsis í Evrópu. Spurðar hvort þeim þyki ekkert tilefni til að endurskoða framkvæmdina í þessum málum vegna mótmæla fólks gegn frávísunum til Grikklands, yfirlýsinga Rauða krossins og þeirrar staðreyndar að fjórtán Palestínumenn vilji frekar búa á götunni hér á Íslandi heldur en í Grikklandi segjast þær ekki vilja taka afstöðu til þess. Það sé Alþingis eða ráðuneytisins að breyta regluverkinu, sem Útlendingastofnun fylgir eftir. Getur stofnunin sem sagt ekki bara tekið ákvörðun um að veita öllum sem koma frá Grikklandi efnislega málsmeðferð? „Nei, í raun og veru ekki. Því lögin segja að ef þú hefur hlotið alþjóðlega vernd í öðru landi ber stofnunni ekki að fjalla efnislega um málið nema að sérstakar ástæður eða sérstök tengsl eigi við. Og ef að það á ekki við þá segja lögin í raun að við getum ekki tekið þessi mál til efnislegrar málsmeðferðar,“ svarar Íris. Engin óskastaða Aðstæður Palestínumannanna fjórtán eru einstakar og hafa sambærileg mál aldrei komið upp. Í venjulegu árferði hefði þeim verið vísað úr landi og fylgt í flugvél af lögreglu ef þeir hefðu ekki farið sjálfviljugir. Nú krefst faraldurinn þess hins vegar að þeir fari í sýnatöku við Covid-19 áður en þeir fá að stíga upp í flugvélina. Þeir hafa ekki leyft yfirvöldum að taka úr sér sýni. Viðbrögð Útlendingastofnunar við þessu var að svipta þá allri þjónustu, svo sem húsnæði og fæði. Spurðar hvort þeim þyki þetta harkalegar aðgerðir hjá stofnuninni segir Þórhildur: „Þetta er allavega engin óskastaða, það er alveg á hreinu. Kerfið okkar er þannig uppbyggt að einstaklingar njóta alla jafna þjónustu Útlendingastofnunar þangað til þeir eru fluttir úr landi – og þannig myndum við vilja hafa það. En það breytir ekki niðurstöðunni sem fyrir liggur í málinu um að þeim beri að fara. Þannig að með því að neita því að fara í prófið eru þeir að koma sér undan þeirri framkvæmd. Þannig það hefur þessar afleiðingar, því miður.“ Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Palestína Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Sjá meira
Frávísanir Útlendingastofnunar til Grikklands hafa lengi verið umdeildar; fjöldi mótmælafunda hefur farið fram á síðustu árum og hefur Rauði krossinn ítrekað fordæmt frávísanirnar, nú síðast í byrjun mánaðarins. Í yfirlýsingu segja samtökin endursendingar fólks til Grikklands „ekki forsvaranlegar við núverandi aðstæður“, það er í miðjum heimsfaraldri. Í mars á síðasta ári ákvað Útlendingastofnun að hætta að vísa einstaklingum til ákveðinna landa vegna heimsfaraldursins, þar á meðal Grikklands. Í ágúst í fyrra fór síðan fram endurmat á þessari ákvörðun og í kjölfarið ákveðið að byrja aftur að senda þá sem höfðu fengið alþjóðlega vernd í Grikklandi til baka án þess að veita þeim efnislega meðferð. En hvað breyttist í millitíðinni? Grikkland tókst vel á við fyrstu bylgju faraldursins síðasta vor og greindust tiltölulega fáir þar í landi með veiruna miðað við aðrar Evrópuþjóðir. Í ágúst hófst hins vegar ný bylgja sem fór hægt stigmagnandi og varð mun verri en sú fyrra. Það sama gerðist svo í byrjun þessa árs og greindust til að mynda 2.402 smitaðir í landinu í fyrradag samkvæmt gögnum Worldometer. Vissu lítið um faraldurinn Vísir ræddi við sviðsstjóra verndarsviðs Útlendingastofnunar, Írisi Kristinsdóttur, og upplýsingafulltrúa stofnunarinnar, Þórhildi Hagalín, um þessi mál í gær. Íris segir upprunalegu ákvörðunina um að senda fólk ekki til Grikklands í faraldrinum hafa grundvallast á mikilli óvissu um bæði veiruna sjálfa og áhrif hennar á heilbrigðiskerfi Evrópuríkja. „Síðan líða mánuðirnir og við vitum meira um hvað Covid er og hvaða áhrif það hefur á löndin í kring um okkur og þar á meðal Grikkland.“ Íris Kristinsdóttir, sviðsstjóri verndarsviðs hjá Útlendingastofnun.aðsend Hún segir að við það mat hafi aðallega verið stuðst við alþjóðlegar skýrslur og rannsóknir. Spurð hvort þeim þyki staðan í heilbrigðiskerfi Grikklands í faraldrinum góð segir Þórhildur: „Það er allavega mat stofnunarinnar að á þessum tíma að Covid eitt og sér væri ekki nægjanlegt til að einstaklingur fengi mál sitt tekið til efnislegrar málsmeðferðar. Það þyrfti eitthvað meira að koma til en bara þessi þáttur.“ En var ekki tilefni til að endurskoða þetta þegar tilfellum fór að fjölga svo mjög í Grikklandi? „Ákvarðanirnar eru alltaf í stöðugri endurskoðun hjá okkur. Allavega hefur það ekki verið niðurstaða stofnunarinnar að fjöldi tilfella hafi haft einhver áhrif eins og staðan er núna,“ svarar Íris. Hún bendir á að bólusetningar í Grikklandi séu komnar af stað og segir heilbrigðiskerfið enn sem komið er hafa staðið faraldurinn af sér. Inntar eftir viðbrögðum við yfirlýsingu Rauða krossins þar sem samtökin leggjast gegn öllum endursendingum til Grikklands segir Íris: „Það er kannski ekkert nýtt að Rauði krossinn leggist gegn frávísunum til Grikklands. Hann hefur verið á móti þeim í mörg ár. En þetta er að sjálfsögðu sjónarmið sem Rauði krossinn er með og það er enginn að halda því fram að Grikkland sé besta landið í Evrópu til að vera í. En matið í þessum málum er þannig að þau séu ekki þess eðlis að einstaklingarnir eigi að fá efnislega málsmeðferð á Íslandi.“ Ástæða þess að fólkið á ekki að fá efnislega málsmeðferð á Íslandi er sú að það hefur þegar hlotið alþjóðlega vernd í Grikklandi og staða þeirra sem flóttamenn verið viðurkennd. Það er vegna ofsókna eða átaka í þeirra heimalandi. Þórhildur segir að þegar búið sé að viðurkenna einhvern sem flóttamann annars staðar sé „erfitt í neyðarkerfi að skilgreina þig aftur sem flóttamann því kerfið á að vera fyrir þá sem eru í brýnustu neyð.“ Þórhildur Ósk Hagalín, upplýsingafulltrúi Útlendingastofnunar.aðsend Hún segir þannig að flóttamannastaðan í Grikklandi veiti mönnum nokkur réttindi, til dæmis geti menn fengið þar atvinnu og njóti ferðafrelsis í Evrópu. Spurðar hvort þeim þyki ekkert tilefni til að endurskoða framkvæmdina í þessum málum vegna mótmæla fólks gegn frávísunum til Grikklands, yfirlýsinga Rauða krossins og þeirrar staðreyndar að fjórtán Palestínumenn vilji frekar búa á götunni hér á Íslandi heldur en í Grikklandi segjast þær ekki vilja taka afstöðu til þess. Það sé Alþingis eða ráðuneytisins að breyta regluverkinu, sem Útlendingastofnun fylgir eftir. Getur stofnunin sem sagt ekki bara tekið ákvörðun um að veita öllum sem koma frá Grikklandi efnislega málsmeðferð? „Nei, í raun og veru ekki. Því lögin segja að ef þú hefur hlotið alþjóðlega vernd í öðru landi ber stofnunni ekki að fjalla efnislega um málið nema að sérstakar ástæður eða sérstök tengsl eigi við. Og ef að það á ekki við þá segja lögin í raun að við getum ekki tekið þessi mál til efnislegrar málsmeðferðar,“ svarar Íris. Engin óskastaða Aðstæður Palestínumannanna fjórtán eru einstakar og hafa sambærileg mál aldrei komið upp. Í venjulegu árferði hefði þeim verið vísað úr landi og fylgt í flugvél af lögreglu ef þeir hefðu ekki farið sjálfviljugir. Nú krefst faraldurinn þess hins vegar að þeir fari í sýnatöku við Covid-19 áður en þeir fá að stíga upp í flugvélina. Þeir hafa ekki leyft yfirvöldum að taka úr sér sýni. Viðbrögð Útlendingastofnunar við þessu var að svipta þá allri þjónustu, svo sem húsnæði og fæði. Spurðar hvort þeim þyki þetta harkalegar aðgerðir hjá stofnuninni segir Þórhildur: „Þetta er allavega engin óskastaða, það er alveg á hreinu. Kerfið okkar er þannig uppbyggt að einstaklingar njóta alla jafna þjónustu Útlendingastofnunar þangað til þeir eru fluttir úr landi – og þannig myndum við vilja hafa það. En það breytir ekki niðurstöðunni sem fyrir liggur í málinu um að þeim beri að fara. Þannig að með því að neita því að fara í prófið eru þeir að koma sér undan þeirri framkvæmd. Þannig það hefur þessar afleiðingar, því miður.“
Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Palestína Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Sjá meira