Kærir Útlendingastofnun fyrir að svipta Palestínumann mat og húsnæði Snorri Másson skrifar 20. maí 2021 17:33 Magnús Davíð Norðdahl lögmaður. Lögmaður palestínsks flóttamanns hefur kært ákvörðun Útlendingarstofnunar um að svipta hann húsnæði og fæði til kærunefndar útlendingamála. Lögmaðurinn segir framferði stofnunarinnar með öllu ólögmætt. Magnús Norðdahl er lögmaður Mohammad Bakri, sem er palestínskur ríkisborgari. Mohammad var vísað á götuna og hann sviptur fæðisgreiðslum á þriðjudaginn, vegna þess að hann neitaði að fara í sýnatöku fyrir Covid-19. Sýnatakan var forsenda þess að hægt væri að vísa honum úr landi og þegar hann hafnaði því að fara í hana, greip Útlendingastofnun til þessara ráða. Magnús byggir kæru sína á því að í reglugerð um útlendinga segir að svipta megi hælisleitanda þjónustu þegar ákvörðun um brottvísun „kemur til framkvæmdar.“ Hér segir Magnús að ljóst sé að ákvörðunin sé ekki komin til framkvæmdar, og þar með sé sviptingin ólögmæt. „Við bindum því vonir við að kærunefndin felli úr gildi ákvörðun af þessu tagi, að svipta aðila í þessari stöðu þjónustu,“ segir Magnús í samtali við Vísi. Þórhildur Ósk Hagalín, upplýsingafulltrúi Útlendingastofnunar, sagði í svari til Vísis fyrr í dag að aðgerðir sem þessar brytu ekki í bága við mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna. „Þeir hafa [...] fengið tíma til að hugsa sig um og ráðfæra sig við þá sem þeir vilja áður en þjónustan hefur verið felld niður,“ sagði í svari Þórhildar. Saklaust fólk myrt í heimalandinu Magnús Norðdahl segir málið einnig spurningu um siðferði, en eins og komið hefur fram í fréttum sæta Palestínubúar linnulausum loftárásum af hálfu Ísraelsmanna nú um mundir. „Umræddir hælisleitendur frá Palestínu horfa á heimaland sitt sprengt upp og saklaust fólk myrt, eftir atvikum einhverja sem þeir þekkja, samtímis því sem íslensk stjórnvöld senda þá allslausa á götuna. Það er rétt að hafa þetta í huga þegar utanríkisráðherra Sjálfstæðisflokksins slær um sig með máttlausum froðusnakksyfirlýsingum um ástandið í Palestínu. Verk ganga framar orðum. Útlendingastofnun hefur oft komið mér á óvart með ómannúðlegu og harðneskjulegu viðmóti en núverandi vegferð í garð hælisleitenda frá Palestínu slær öllu öðru við,“ skrifaði Magnús á Facebook-síðu sína í gær. Fjórtán einstaklingar hafa misst þjónustu á vegum Útlendingastofnunar eftir að hafa neitað að fara í Covid-19 próf þegar til stóð að senda þá úr landi. Þeir hafa nú misst húsnæði og fæðisgreiðslur á vegum Útlendingastofnunar. Stofnunin neitar því að aðgerðirnar brjóti gegn mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Palestína Ísrael Hælisleitendur Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Sjá meira
Magnús Norðdahl er lögmaður Mohammad Bakri, sem er palestínskur ríkisborgari. Mohammad var vísað á götuna og hann sviptur fæðisgreiðslum á þriðjudaginn, vegna þess að hann neitaði að fara í sýnatöku fyrir Covid-19. Sýnatakan var forsenda þess að hægt væri að vísa honum úr landi og þegar hann hafnaði því að fara í hana, greip Útlendingastofnun til þessara ráða. Magnús byggir kæru sína á því að í reglugerð um útlendinga segir að svipta megi hælisleitanda þjónustu þegar ákvörðun um brottvísun „kemur til framkvæmdar.“ Hér segir Magnús að ljóst sé að ákvörðunin sé ekki komin til framkvæmdar, og þar með sé sviptingin ólögmæt. „Við bindum því vonir við að kærunefndin felli úr gildi ákvörðun af þessu tagi, að svipta aðila í þessari stöðu þjónustu,“ segir Magnús í samtali við Vísi. Þórhildur Ósk Hagalín, upplýsingafulltrúi Útlendingastofnunar, sagði í svari til Vísis fyrr í dag að aðgerðir sem þessar brytu ekki í bága við mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna. „Þeir hafa [...] fengið tíma til að hugsa sig um og ráðfæra sig við þá sem þeir vilja áður en þjónustan hefur verið felld niður,“ sagði í svari Þórhildar. Saklaust fólk myrt í heimalandinu Magnús Norðdahl segir málið einnig spurningu um siðferði, en eins og komið hefur fram í fréttum sæta Palestínubúar linnulausum loftárásum af hálfu Ísraelsmanna nú um mundir. „Umræddir hælisleitendur frá Palestínu horfa á heimaland sitt sprengt upp og saklaust fólk myrt, eftir atvikum einhverja sem þeir þekkja, samtímis því sem íslensk stjórnvöld senda þá allslausa á götuna. Það er rétt að hafa þetta í huga þegar utanríkisráðherra Sjálfstæðisflokksins slær um sig með máttlausum froðusnakksyfirlýsingum um ástandið í Palestínu. Verk ganga framar orðum. Útlendingastofnun hefur oft komið mér á óvart með ómannúðlegu og harðneskjulegu viðmóti en núverandi vegferð í garð hælisleitenda frá Palestínu slær öllu öðru við,“ skrifaði Magnús á Facebook-síðu sína í gær. Fjórtán einstaklingar hafa misst þjónustu á vegum Útlendingastofnunar eftir að hafa neitað að fara í Covid-19 próf þegar til stóð að senda þá úr landi. Þeir hafa nú misst húsnæði og fæðisgreiðslur á vegum Útlendingastofnunar. Stofnunin neitar því að aðgerðirnar brjóti gegn mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna.
Palestína Ísrael Hælisleitendur Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Sjá meira