Erlent

Glæpa­foringi segir tyrk­nesku ríkis­­stjórnina tengda mafíunni

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Peker er greinilega Dylan maður.
Peker er greinilega Dylan maður. skjáskot/youtube

Ríkis­stjórn Tyrk­lands­for­setans Erdogans hefur undan­farnar vikur setið undir á­sökunum glæpa­foringjans Sedats Peker um gríðar­lega spillingu og fjölda glæpa eins og nauðganir, morð og eitur­lyfja­brask. Á­sakanirnar hefur hann birt í mynd­böndum á YouTu­be.

„Trúið mér, ég mun kenna þessum harð­stjórum að það er ekki til hættu­legra vopn en maður sem óttast ekki lengur dauðann,“ sagði Peker í færslu á Twitter á­samt einu YouTu­be mynd­bandi sínu. Hann var dæmdur í fangelsi á Tyrk­landi árið 2007 fyrir skipu­lagða glæpa­starf­semi og er nú eftir­lýstur þar í landi.

Fyrsta mynd­bandi sínu beindi Peker að hópi tengdum fyrrum fjár­mála­ráð­herra Tyrk­lands, Berat Alba­yrak, sem er jafn­framt tengda­sonur for­setans og Meh­met Agar, fyrrum innan­ríkis­ráð­herra landsins. Fljót­lega fór hann þó að beina spjótum sínum að nú­verandi innan­ríkis­ráð­herranum Suleyman Soylu.

Peker hefur enn ekki beint neinum á­sökunum beint að Erdogan sjálfum. Hann hefur þó lýst þeim á­tökum sem eiga sér stað í valda­hópum tengdum for­setanum og hvernig þeir berjast um hylli hans og á­hrif í landinu. Í þeim sögum upp­lýsir hann um ýmis tengsl hátt­settra em­bættis­manna við mafíuna.

Pólitískir and­stæðingar for­setans hafa nú krafist rann­sóknar á á­sökunum glæpa­foringjans. Þeir hafa líkt málinu við skan­dal á tíunda ára­tugnum þegar tengsl tyrk­nesku ríkis­stjórnarinnar og skipu­lagðra glæpa­hópa komu í ljós.

Innan­ríkis­ráðu­neytið hefur neitað öllum á­sökunum Pekers og kært hann fyrir þær, samkvæmt frétt The New York Times um málið.

Erdogan tók við em­bætti sínu árið 2003 og báru menn miklar vonir til þess að hann og flokkur hans mörkuðu nýja tíma í tyrk­neskum stjórn­málum eftir spillingar­skandalinn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×