Stefnir í metár í fæðingum á Íslandi: „Börn sem hafa verið getin í kórónuveirufaraldrinum“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 23. maí 2021 12:01 Búist er við metári í fæðingartíðni hér á landi. mynd/getty Það stefnir í metár í fæðingum á Íslandi. Gert er ráð fyrir að 5000 börn fæðist í ár, sem eru 500 fleiri en í fyrra. Ingibjörg Hreiðarsdóttir, yfirljósmóðir á Landspítala, segir mikla aukningu hafa orðið á þjónustu Landspítala vegna meðgöngu og fæðinga. „Við erum búin að vera sjá svona aðeins aukningu á síðustu þremur til fjórum árum en síðan fórum við að sjá kipp upp úr áramótum núna og þá megum við búast við því að þau séu börn sem hafi verið getin í kórónuveirufaraldrinum,“ segir Ingibjörg. Horft sé á tölfræðina út frá 20 vikna ómskoðunum. „Við erum að sjá töluvert mikla aukningu núna um mitt þetta ár.“ Fimm þúsund börn fæðist í ár 2021 verði að öllum líkindum metár í fæðingum hér á landi. „Það lítur út fyrir að það ætli að verða metár. Við sáum þetta líka í kjölfarið á bankahruninu og þetta eru svona tölur sem er svipaðar og voru þá. Það var aukning frá 2010 til 2012 en síðan jafnaði það sig út. Nú er þetta er að gerast aftur og það er útlit fyrir metár 2021 og líka 2022,“ segir Ingibjörg. Ingibjörg Hreiðarsdóttir, yfirljósmóðir á Landspítalanum.Vísir Búist er við því að það fæðist hátt í 5000 börn á Íslandi í ár. „Við horfum á þetta út frá fósturgreiningunni fyrir landið allt. Ekki bara fæðingar á Landspítala heldur á landinu öllu. Ef við horfum á landið allt eru þetta 500 börnum fleiri en í fyrra. Þetta gætu verið 4800 til 5000 börn sem myndu fæðast á þessu ári en þetta eru tölur sem við erum að skjóta á,“ segir Ingibjörg. Sautján próset fjölgun Þannig sé gert ráð fyrir sautján prósent fjölgun á fæðingum á landinu öllu í júní og ágúst á þessu ári miðað við sömu mánuði í fyrra. Eruði með nægan mannskap til að sinna þessu? „Við gerum ráð fyrir því að við ráðum við þetta. Við erum að vinna í að koma til móts við þessa spá. Starfsfólk færir til dæmis sumarfrí og svo förum við langt á gleðinni í starfinu,“ segir Ingibjörg. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Fæðingarorlof Frjósemi Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Sjá meira
Ingibjörg Hreiðarsdóttir, yfirljósmóðir á Landspítala, segir mikla aukningu hafa orðið á þjónustu Landspítala vegna meðgöngu og fæðinga. „Við erum búin að vera sjá svona aðeins aukningu á síðustu þremur til fjórum árum en síðan fórum við að sjá kipp upp úr áramótum núna og þá megum við búast við því að þau séu börn sem hafi verið getin í kórónuveirufaraldrinum,“ segir Ingibjörg. Horft sé á tölfræðina út frá 20 vikna ómskoðunum. „Við erum að sjá töluvert mikla aukningu núna um mitt þetta ár.“ Fimm þúsund börn fæðist í ár 2021 verði að öllum líkindum metár í fæðingum hér á landi. „Það lítur út fyrir að það ætli að verða metár. Við sáum þetta líka í kjölfarið á bankahruninu og þetta eru svona tölur sem er svipaðar og voru þá. Það var aukning frá 2010 til 2012 en síðan jafnaði það sig út. Nú er þetta er að gerast aftur og það er útlit fyrir metár 2021 og líka 2022,“ segir Ingibjörg. Ingibjörg Hreiðarsdóttir, yfirljósmóðir á Landspítalanum.Vísir Búist er við því að það fæðist hátt í 5000 börn á Íslandi í ár. „Við horfum á þetta út frá fósturgreiningunni fyrir landið allt. Ekki bara fæðingar á Landspítala heldur á landinu öllu. Ef við horfum á landið allt eru þetta 500 börnum fleiri en í fyrra. Þetta gætu verið 4800 til 5000 börn sem myndu fæðast á þessu ári en þetta eru tölur sem við erum að skjóta á,“ segir Ingibjörg. Sautján próset fjölgun Þannig sé gert ráð fyrir sautján prósent fjölgun á fæðingum á landinu öllu í júní og ágúst á þessu ári miðað við sömu mánuði í fyrra. Eruði með nægan mannskap til að sinna þessu? „Við gerum ráð fyrir því að við ráðum við þetta. Við erum að vinna í að koma til móts við þessa spá. Starfsfólk færir til dæmis sumarfrí og svo förum við langt á gleðinni í starfinu,“ segir Ingibjörg.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Fæðingarorlof Frjósemi Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Sjá meira