Erlent

„Ekki kyssa eða knúsa fugla“

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Þriðjungur þeirra sem hefur smitast eru börn undir fimm ára aldri.
Þriðjungur þeirra sem hefur smitast eru börn undir fimm ára aldri. Getty/Yalonda M. James

Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna, CDC, hvetur fólk til þess að kyssa ekki eða knúsa fiðurfé vegna salmonellufaraldurs sem gengur um Bandaríkin þessa stundina.

Sóttvarnastofnunin og önnur heilbrigðisyfirvöld rannsaka nú salmonellufaraldurinn eftir að 163 veiktust af bakteríunni í 43 fylkjum Bandaríkjanna. Smitin hafa verið öll verið rakin til þess að hinir sýktu hafi snert eða komið nálægt hænsnum.

„Ekki kyssa eða knúsa fuglana, þannig geta bakteríur smitast í munn ykkar og gert ykkur veik,“ segir í tilkynningu frá stofnuninni.

Stofnunin varar við því að fuglar, eins og hænur og endur, geti borið bakteríuna þrátt fyrir það að þeir líti út fyrir að vera heilbrigðir og vel haldnir. Þá smitist bakterían auðveldlega.

Salmonellusmit getur valdið hita, niðurgangi, magaverkjum og uppköstum. Flestir ná sér án þess að gangast undir læknismeðferð en alvarleg tilfelli geta leitt til dauða.

Samkvæmt sóttvarnastofnuninni hefur þriðjungur þeirra sem smitast hafa undanfarið verið undir fimm ára aldri. 34 þeirra 163 sem hafa veikst voru fluttir á sjúkrahús en engin dauðsföll hafa verið tilkynnt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×