Íslenski boltinn

Sjáðu öll mörk gærkvöldsins í Pepsi Max-deild karla

Valur Páll Eiríksson skrifar
Blikar skoruðu fjögur í gær.
Blikar skoruðu fjögur í gær. Vísir/Hulda Margrét

Fimm leikir voru á dagskrá í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í gærkvöld þar sem 16 mörk voru skoruð. Hér má sjá þau öll.

KA og Víkingur Reykjavík mættust í toppslag á Dalvíkurvelli þar sem gestirnir úr höfuðborginni höfðu betur 1-0 með marki Danans Nikolaj Hansen. Valsmenn unnu sömuleiðis 1-0, gegn Leikni Rekjavík að Hlíðarenda, með marki annars Dana, Patricks Pedersen. Valsmenn deila toppsætinu með Víkingum en bæði lið eru með 13 stig eftir fimm leiki.

Stjarnan og HK eru á hinum enda töflunnar með tvö stig hvort, en liðin eru þau einu sem eiga eftir að vinna leik í sumar. Stjarnan tapaði 4-0 fyrir Breiðabliki í Kópavogi og ÍA vann sinn fyrsta sigur í sumar, 3-1, gegn HK í Kórnum.

Þá vann Fylkir einnig sinn fyrsta sigur, 4-2, á nýliðum Keflavíkur í Árbæ.

Fimmtu umferðinni lýkur í dag með stórleik FH og KR í Kaplakrika. KR þarf nauðsynlega á sigri að halda eftir dræma stigasöfnun í upphafi móts, fjögur stig úr jafnmörgum leikjum, en FH getur jafnað Víking og Val að stigum á toppi deildarinnar með sigri.

Leikurinn hefst klukkan 16:00 en bein útsending og upphitun fer af stað klukkan 15:30 á Stöð 2 Sport.

Öll mörkin úr leikjunum fjórum má sjá að neðan.

Klippa: Mörkin úr Pepsi Max-deild karla 21/05

Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.