Skora á SÍS að „hysja upp um sig buxurnar“ og stytta vinnuvikuna Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 21. maí 2021 23:20 Björn Snæbjörnsson, formaður SGS, og Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri SGS. vísir/vilhelm Starfsgreinasamband Íslands (SGS) segir að Samband íslenskra sveitarfélaga (SÍS) og sveitarfélög vítt og breytt um landið hafi ekki sinnt því að innleiða styttingu vinnuvikunnar sem samið var um í kjarasamningum í fyrra. Sambandið segir sveitarfélögin fá „algera falleinkunn“. Formannafundur SGS var haldinn í dag og sendi sambandið frá sér tilkynningu eftir hann þar sem miklum áhyggjum var lýst yfir með framkvæmd á útfærslu styttingar vinnuvikunnar. „Samantekin tölfræði sýnir að starfsfólk á skrifstofum semur um fulla styttingu án teljandi vandkvæða en starfsfólk í leik- og grunnskólum og slíkum störfum fái litla eða enga styttingu. Ríki og Reykjavíkurborg hafa staðið sig betur,“ segir í tilkynningunni. „Fundurinn skorar á Samband íslenskra sveitarfélaga og sveitarfélögin að hysja upp um sig buxurnar og standa við gerðan kjarasamning.“ Úr 40 í 36 Skrifað var undir kjarasamningana í byrjun árs 2020. Þar var kveðið á um styttingu vinnuvikunnar, sem verkalýðshreyfingin hefur barist fyrir í áratugi. Vinnuvikan hefur verið 40 stundir í nærri hálfa öld en samningarnir kveða á um 36 klukkustunda vinnuviku. Innleiðing breytinganna í dagvinnu tóku gildi 1. janúar í ár og á hún nú að vera komin til framkvæmda. Samkvæmt SGS hefur þessu þó ekki verið fylgt eftir af sveitarfélögunum. „Í þeirri vinnu skiptir öllu máli að opinberir vinnuveitendur standi við kjarasamninginn og tryggi launafólki þá styttingu sem um var samið.“ Tilkynningin í heild sinni: Sveitarfélögin fá falleinkun – vegna styttingar vinnuvikunnar í dagvinnu Verkalýðshreyfingin hefur barist fyrir því í áratugi að vinnuvikan verði stytt hjá launafólki. Í kjarasamningum við ríki og sveitarfélög sem undirritaðir voru 2020 voru stigin þýðingarmikil skref til styttingar vinnuvikunnar. Innleiðing þeirra breytinga í dagvinnu sem tóku gildi 1. janúar 2021 á nú að vera komin til framkvæmda. Í þeirri vinnu skiptir öllu máli að opinberir vinnuveitendur standi við kjarasamninginn og tryggi launafólki þá styttingu sem um var samið. Formannafundur SGS haldinn í Mývatnssveit, 20. – 21 maí 2021, lýsir yfir miklum áhyggjum með framkvæmd á útfærslu styttingar vinnuvikunnar hjá sveitarfélögunum um land allt. Sambands íslenskra sveitarfélaga og sveitafélögin vítt og breytt um landið hafa ekki sinnt verkefninu og fá algera falleinkun. Samantekin tölfræði sýnir að starfsfólk á skrifstofum semur um fulla styttingu án teljandi vandkvæða en starfsfólk í leik- og grunnskólum og slíkum störfum fái litla eða enga styttingu. Ríki og Reykjavíkurborg hafa staðið sig betur. Fundurinn skorar á Samband íslenskra sveitarfélaga og sveitarfélögin að hysja upp um sig buxurnar og standa við gerðan kjarasamning. Stytting vinnuvikunnar Sveitarstjórnarmál Kjaramál Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Spáir því að vinnuvikan styttist fljótlega í 35 stundir og síðan 30 Ásberg Jónsson framkvæmdastjóri Nordic Visitor spáir því að mörg fyrirtæki muni á þessum áratug stytta vinnuvikuna enn meir en nú er oft rætt um. „Ég trúi því að við förum almennt að verðmeta tíma okkar á annan hátt og þar muni frístundir vega hærra. Ég er nokkuð sannfærður um að eftir ekki svo mörg ár verði flestir vinnustaðir landsins búnir að stytta vinnuvikuna niður í 35 tíma og fyrir lok þessar áratugar verði fjöldi fyrirtækja kominn niður í 30 tíma vinnuviku,“ segir Ásberg. 21. janúar 2021 07:01 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Fleiri fréttir Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Sjá meira
Formannafundur SGS var haldinn í dag og sendi sambandið frá sér tilkynningu eftir hann þar sem miklum áhyggjum var lýst yfir með framkvæmd á útfærslu styttingar vinnuvikunnar. „Samantekin tölfræði sýnir að starfsfólk á skrifstofum semur um fulla styttingu án teljandi vandkvæða en starfsfólk í leik- og grunnskólum og slíkum störfum fái litla eða enga styttingu. Ríki og Reykjavíkurborg hafa staðið sig betur,“ segir í tilkynningunni. „Fundurinn skorar á Samband íslenskra sveitarfélaga og sveitarfélögin að hysja upp um sig buxurnar og standa við gerðan kjarasamning.“ Úr 40 í 36 Skrifað var undir kjarasamningana í byrjun árs 2020. Þar var kveðið á um styttingu vinnuvikunnar, sem verkalýðshreyfingin hefur barist fyrir í áratugi. Vinnuvikan hefur verið 40 stundir í nærri hálfa öld en samningarnir kveða á um 36 klukkustunda vinnuviku. Innleiðing breytinganna í dagvinnu tóku gildi 1. janúar í ár og á hún nú að vera komin til framkvæmda. Samkvæmt SGS hefur þessu þó ekki verið fylgt eftir af sveitarfélögunum. „Í þeirri vinnu skiptir öllu máli að opinberir vinnuveitendur standi við kjarasamninginn og tryggi launafólki þá styttingu sem um var samið.“ Tilkynningin í heild sinni: Sveitarfélögin fá falleinkun – vegna styttingar vinnuvikunnar í dagvinnu Verkalýðshreyfingin hefur barist fyrir því í áratugi að vinnuvikan verði stytt hjá launafólki. Í kjarasamningum við ríki og sveitarfélög sem undirritaðir voru 2020 voru stigin þýðingarmikil skref til styttingar vinnuvikunnar. Innleiðing þeirra breytinga í dagvinnu sem tóku gildi 1. janúar 2021 á nú að vera komin til framkvæmda. Í þeirri vinnu skiptir öllu máli að opinberir vinnuveitendur standi við kjarasamninginn og tryggi launafólki þá styttingu sem um var samið. Formannafundur SGS haldinn í Mývatnssveit, 20. – 21 maí 2021, lýsir yfir miklum áhyggjum með framkvæmd á útfærslu styttingar vinnuvikunnar hjá sveitarfélögunum um land allt. Sambands íslenskra sveitarfélaga og sveitafélögin vítt og breytt um landið hafa ekki sinnt verkefninu og fá algera falleinkun. Samantekin tölfræði sýnir að starfsfólk á skrifstofum semur um fulla styttingu án teljandi vandkvæða en starfsfólk í leik- og grunnskólum og slíkum störfum fái litla eða enga styttingu. Ríki og Reykjavíkurborg hafa staðið sig betur. Fundurinn skorar á Samband íslenskra sveitarfélaga og sveitarfélögin að hysja upp um sig buxurnar og standa við gerðan kjarasamning.
Sveitarfélögin fá falleinkun – vegna styttingar vinnuvikunnar í dagvinnu Verkalýðshreyfingin hefur barist fyrir því í áratugi að vinnuvikan verði stytt hjá launafólki. Í kjarasamningum við ríki og sveitarfélög sem undirritaðir voru 2020 voru stigin þýðingarmikil skref til styttingar vinnuvikunnar. Innleiðing þeirra breytinga í dagvinnu sem tóku gildi 1. janúar 2021 á nú að vera komin til framkvæmda. Í þeirri vinnu skiptir öllu máli að opinberir vinnuveitendur standi við kjarasamninginn og tryggi launafólki þá styttingu sem um var samið. Formannafundur SGS haldinn í Mývatnssveit, 20. – 21 maí 2021, lýsir yfir miklum áhyggjum með framkvæmd á útfærslu styttingar vinnuvikunnar hjá sveitarfélögunum um land allt. Sambands íslenskra sveitarfélaga og sveitafélögin vítt og breytt um landið hafa ekki sinnt verkefninu og fá algera falleinkun. Samantekin tölfræði sýnir að starfsfólk á skrifstofum semur um fulla styttingu án teljandi vandkvæða en starfsfólk í leik- og grunnskólum og slíkum störfum fái litla eða enga styttingu. Ríki og Reykjavíkurborg hafa staðið sig betur. Fundurinn skorar á Samband íslenskra sveitarfélaga og sveitarfélögin að hysja upp um sig buxurnar og standa við gerðan kjarasamning.
Stytting vinnuvikunnar Sveitarstjórnarmál Kjaramál Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Spáir því að vinnuvikan styttist fljótlega í 35 stundir og síðan 30 Ásberg Jónsson framkvæmdastjóri Nordic Visitor spáir því að mörg fyrirtæki muni á þessum áratug stytta vinnuvikuna enn meir en nú er oft rætt um. „Ég trúi því að við förum almennt að verðmeta tíma okkar á annan hátt og þar muni frístundir vega hærra. Ég er nokkuð sannfærður um að eftir ekki svo mörg ár verði flestir vinnustaðir landsins búnir að stytta vinnuvikuna niður í 35 tíma og fyrir lok þessar áratugar verði fjöldi fyrirtækja kominn niður í 30 tíma vinnuviku,“ segir Ásberg. 21. janúar 2021 07:01 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Fleiri fréttir Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Sjá meira
Spáir því að vinnuvikan styttist fljótlega í 35 stundir og síðan 30 Ásberg Jónsson framkvæmdastjóri Nordic Visitor spáir því að mörg fyrirtæki muni á þessum áratug stytta vinnuvikuna enn meir en nú er oft rætt um. „Ég trúi því að við förum almennt að verðmeta tíma okkar á annan hátt og þar muni frístundir vega hærra. Ég er nokkuð sannfærður um að eftir ekki svo mörg ár verði flestir vinnustaðir landsins búnir að stytta vinnuvikuna niður í 35 tíma og fyrir lok þessar áratugar verði fjöldi fyrirtækja kominn niður í 30 tíma vinnuviku,“ segir Ásberg. 21. janúar 2021 07:01