Íslenski boltinn

Stór­sigrar hjá ÍBV, Fram og KR

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
KR vann stórsigur á ÍA í Lengjudeild kvenna í kvöld.
KR vann stórsigur á ÍA í Lengjudeild kvenna í kvöld. Vísir/Hulda Margrét

Fimm leikir fóru fram í Lengjudeild karla í kvöld og tveir í Lengjudeild kvenna.

ÍBV gjörsigraði Aftureldingu í Mosfellsbænum, lokatölur þar 5-0 gestunum í vil. Á sama tíma vann Fram 4-1 sigur á Þór Akureyri er liðin mættust í Mosfellsbæ. Þróttur Reykjavík vann sinn fyrsta leik er Selfyssingar mættu í Laugardalinn, lokatölur 3-1 heimamönnum í vil.

Kórdrengir fóru á Ólafsvík og unnu 3-1 sigur gegn Víkingum. Þá vann Fjölnir 2-0 sigur í Grindavík.

Fram og Fjölnir hafa bæði unnið fyrstu þrjá leiki sína. ÍBV, Kórdrengir og Þróttur Reykjavík voru öll að vinna sinn fyrsta leik.

Kvenna megin vann Grótta 3-1 sigur á Grindavík og KR lagði ÍA 4-1 í Vesturbænum. Að loknum leikjum kvöldsins er KR á toppi deildarinnar með sex stig að loknum þremur leikjum en bæði Afturelding og Haukar eiga leik til góða.

Grótta og ÍA eru með þrjú stig á meðan Grindavík er með tvö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×