Steypusílóum verður breytt í gróðurhús Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 21. maí 2021 15:00 Verðlaunateymið með borgarstjóra f.v. Maríus Þór Jónasson, hjá VSÓ, Sigríður Ósk Bjarnadóttir, VSÓ, Kristbjörg María Guðmundsdóttir, MStudio, Björn Gunnlaugsson, Íslenskar fasteignar og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Vísir/Gísli Þór Gíslason Steypustöðinni á Sævarhöfða verður umbreytt í veitingastaði og og nýsköpunarmiðstöð verði verðlaunatillaga sem kynnt var í dag í Ráðhúsi Reykjavíkur að veruleika. Þá verða steypusíló á svæðinu gerð að gróðurhúsum. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri kynnti í Ráðhúsi Reykjavíkur í morgun stefnu borgarinnar varðandi svokallað grænt húsnæði. Fram hefur komið borgin hyggst leggja til þróunarreiti á Veðurstofureit, við Arnarbakka, Völvufell, Suðurfell, Suðurlandsbraut, Gufunesbrygg og Sævarhöfða 31. Borgin auglýsti eftir tillögum á síðasta ári fyrir Sævarhöfða 31. Skilyrðin voru að þverfaglegt teymi móti framtíðarsýn fyrir lóðina með það að meginmarkmiði að þar rísi fyrirmyndarbyggingar í sjálfbærni. Verkefnið er hluti af samstarfi borgarinnar við nær hundrað stórborgir gegn loftslagsbreytingum. Verðlaunatillaga fyrir Sævarhöfða var kynnt í morgun . Rebekka Guðmundsdóttir borgarhönnuður segir marga koma að tillögunni, norsk arkitektastofa, VSÓ ráðgjöf, Eik fasteignafélag, Íslenskar fasteignir, Mstudio Reykjavík og Landbúnaðarháskóli Íslands. Rebekka Guðmundsdóttir borgarhönnuður.Vísir „Nú er að hefjast uppbygging á bryggjuhverfi vestur eða hún er hafin þar. Verðlaunatillagan sem var kynnt í dag gerir ráð fyrir að Sementsverksmiðjan sem er á svæðinu verði að fullu nýtt,“ segir Rebekka. Rebekka segir að tillagan geri ráð fyrir fullri nýtingu á sementsverksmiðju og sílóum sem eru þarna fyrir. Það verður ræktun, veitingastaðir, veitingaþjónusta, nýsköpun í sementsverksmiðjunni og svokölluð lóðræn ræktun eða lóðrænn landbúnaður í steypusílóunum, þau munu gegna eins konar hlutverki gróðurhúss. Rebekka segir að mikill undirbúningur fyrir verkefnið fari fram á næstunni og erfitt að segja til um hvenær það verður endanlega tilbúið. Verðlaunatillaga um Sævarhöfða 31 gerir ráð fyrir að steypusílóum verði breytt í gróðurhús og steypustöðinni í veitingastaði og nýsköpunarmiðstöð.Vísir Reykjavík Húsnæðismál Skipulag Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri kynnti í Ráðhúsi Reykjavíkur í morgun stefnu borgarinnar varðandi svokallað grænt húsnæði. Fram hefur komið borgin hyggst leggja til þróunarreiti á Veðurstofureit, við Arnarbakka, Völvufell, Suðurfell, Suðurlandsbraut, Gufunesbrygg og Sævarhöfða 31. Borgin auglýsti eftir tillögum á síðasta ári fyrir Sævarhöfða 31. Skilyrðin voru að þverfaglegt teymi móti framtíðarsýn fyrir lóðina með það að meginmarkmiði að þar rísi fyrirmyndarbyggingar í sjálfbærni. Verkefnið er hluti af samstarfi borgarinnar við nær hundrað stórborgir gegn loftslagsbreytingum. Verðlaunatillaga fyrir Sævarhöfða var kynnt í morgun . Rebekka Guðmundsdóttir borgarhönnuður segir marga koma að tillögunni, norsk arkitektastofa, VSÓ ráðgjöf, Eik fasteignafélag, Íslenskar fasteignir, Mstudio Reykjavík og Landbúnaðarháskóli Íslands. Rebekka Guðmundsdóttir borgarhönnuður.Vísir „Nú er að hefjast uppbygging á bryggjuhverfi vestur eða hún er hafin þar. Verðlaunatillagan sem var kynnt í dag gerir ráð fyrir að Sementsverksmiðjan sem er á svæðinu verði að fullu nýtt,“ segir Rebekka. Rebekka segir að tillagan geri ráð fyrir fullri nýtingu á sementsverksmiðju og sílóum sem eru þarna fyrir. Það verður ræktun, veitingastaðir, veitingaþjónusta, nýsköpun í sementsverksmiðjunni og svokölluð lóðræn ræktun eða lóðrænn landbúnaður í steypusílóunum, þau munu gegna eins konar hlutverki gróðurhúss. Rebekka segir að mikill undirbúningur fyrir verkefnið fari fram á næstunni og erfitt að segja til um hvenær það verður endanlega tilbúið. Verðlaunatillaga um Sævarhöfða 31 gerir ráð fyrir að steypusílóum verði breytt í gróðurhús og steypustöðinni í veitingastaði og nýsköpunarmiðstöð.Vísir
Reykjavík Húsnæðismál Skipulag Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira