Draugagangur í Pepsi Max deild kvenna: Dómaraskandalar alltof áberandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. maí 2021 13:01 Þessi bolti fór ekki inn fyrir marklínuna að mati dómara í leik Breiðabliks og Þór/KA Skjámynd/S2 Sport Pepsi Max mörk kvenna voru tilneyddar til að ræða dómgæsluna í deildinni í síðasta þætti. Það var farið yfir draugamörk, draugavíti og gagnrýni þjálfara á dómgæslu. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir skoraði mark fyrir Breiðablik á móti Þór/KA en það mark mun aldrei koma fram í tölfræðinni hennar þar sem hvorki dómarinn Sigurður Óli Þórleifsson né aðstoðardómarinn Eydís Ragna Einarsdóttir sáu boltann fara yfir línuna. „Þessi bolti var aldrei inni. Einmitt,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Pepsi Max markanna. Þegar skot Þórdísar var skoðað á myndbandsupptöku þá kom í ljós að boltinn var greinilega inni. „Það er pínu leiðinlegt að þurfa að sitja hérna eftir umferðir og ræða svona atvik,“ sagði Mist Rúnarsdóttir, sérfræðingur í Pepsi Max mörkunum. Klippa: Pepsi Max Mörkin: Dómaraskandalar í deildinni „Á sjónarhorninu sem við erum með þá sést að þetta er greinilega mark. Hvernig var hægt að sjá það að svo var ekki og hvar var línuvörðurinn staðsettur ef hann sá ekki að þetta var ekki mark,“ sagði Helena. „Getum við ekki séð það,“ skaut Katrín Ómarsdóttir, sérfræðingur Pepsi Max markanana, inn í og Helena svaraði strax. „Hann var reyndar ekki í mynd. Þetta er það undarlegasta sem ég hef séð í langan tíma. Við erum að spila á gervigrasi og það þyrlast upp gúmmítuðrurnar. Sem betur fer var þétta gervigras því þá sjáum við þetta,“ sagði Helena. „Ég hef verið línuvörður í leik og það er mjög auðvelt starf,“ sagði Katrín sposk en hinn sérfræðingur þáttarins var ekki sammála. „Ég hef líka verið aðstoðardómari í leik og mér fannst það ekki auðvelt,“ sagði Mist. „Ég veit ekki hvernig þessir dómarar eru að undirbúa sig fyrir leiki því þetta er eins og þú ert að fara að keppa. Þú þarft að vera tilbúinn í hausnum og búinn að borða vel. Ég veit ekki hvernig þetta er hjá dómarastéttinni,“ sagði Katrín. Pepsi Max mörkin ræddu einnig gagnrýni Nik Anthony Chamberlain, þjálfara Þróttaraliðsins, á dómgæslu í deildinni. Hann segir skammarlegt hvað stöðugleiki dómgæslunnar er lítill. „Það er ótrúlega leiðinlegt að vera í þessari umræðu en ég er ekkert búin að vera neitt sérstaklega hrifin af dómgæslunni almennt í sumar. Ég skil Nik alveg þarna. Þú ert með leikmann eins og Hólmfríði Magnúsdóttir, sem er algjör reynslubolti, sem fær einhver fjögur til fimm tiltöl í gær án þess að fá spjald. Svo kemur fyrirliði Þróttar, sem er aðeins minna þekkt stærð og fær spjald fyrir fyrsta brot sem var ekki gróft. Það er alls konar svona atriði í þessu,“ sagði Mist. „Við erum búnar að sjá tvær skandalaklippur nú þegar í þættinum og ég hugsa að við eigum eina góða eftir alla vega,“ sagði Mist. „Þetta er vandamál en kannski er ég búin að vera í þessu svo lengi að ég er orðin vön þessu,“ sagði Katrín. Það má finna alla umfjöllunina um dómaraskandala deildarinnar hér fyrir ofan. Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-mörkin Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Fótbolti „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Körfubolti Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Fótbolti Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Körfubolti Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Enski boltinn Fleiri fréttir Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjá meira
Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir skoraði mark fyrir Breiðablik á móti Þór/KA en það mark mun aldrei koma fram í tölfræðinni hennar þar sem hvorki dómarinn Sigurður Óli Þórleifsson né aðstoðardómarinn Eydís Ragna Einarsdóttir sáu boltann fara yfir línuna. „Þessi bolti var aldrei inni. Einmitt,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Pepsi Max markanna. Þegar skot Þórdísar var skoðað á myndbandsupptöku þá kom í ljós að boltinn var greinilega inni. „Það er pínu leiðinlegt að þurfa að sitja hérna eftir umferðir og ræða svona atvik,“ sagði Mist Rúnarsdóttir, sérfræðingur í Pepsi Max mörkunum. Klippa: Pepsi Max Mörkin: Dómaraskandalar í deildinni „Á sjónarhorninu sem við erum með þá sést að þetta er greinilega mark. Hvernig var hægt að sjá það að svo var ekki og hvar var línuvörðurinn staðsettur ef hann sá ekki að þetta var ekki mark,“ sagði Helena. „Getum við ekki séð það,“ skaut Katrín Ómarsdóttir, sérfræðingur Pepsi Max markanana, inn í og Helena svaraði strax. „Hann var reyndar ekki í mynd. Þetta er það undarlegasta sem ég hef séð í langan tíma. Við erum að spila á gervigrasi og það þyrlast upp gúmmítuðrurnar. Sem betur fer var þétta gervigras því þá sjáum við þetta,“ sagði Helena. „Ég hef verið línuvörður í leik og það er mjög auðvelt starf,“ sagði Katrín sposk en hinn sérfræðingur þáttarins var ekki sammála. „Ég hef líka verið aðstoðardómari í leik og mér fannst það ekki auðvelt,“ sagði Mist. „Ég veit ekki hvernig þessir dómarar eru að undirbúa sig fyrir leiki því þetta er eins og þú ert að fara að keppa. Þú þarft að vera tilbúinn í hausnum og búinn að borða vel. Ég veit ekki hvernig þetta er hjá dómarastéttinni,“ sagði Katrín. Pepsi Max mörkin ræddu einnig gagnrýni Nik Anthony Chamberlain, þjálfara Þróttaraliðsins, á dómgæslu í deildinni. Hann segir skammarlegt hvað stöðugleiki dómgæslunnar er lítill. „Það er ótrúlega leiðinlegt að vera í þessari umræðu en ég er ekkert búin að vera neitt sérstaklega hrifin af dómgæslunni almennt í sumar. Ég skil Nik alveg þarna. Þú ert með leikmann eins og Hólmfríði Magnúsdóttir, sem er algjör reynslubolti, sem fær einhver fjögur til fimm tiltöl í gær án þess að fá spjald. Svo kemur fyrirliði Þróttar, sem er aðeins minna þekkt stærð og fær spjald fyrir fyrsta brot sem var ekki gróft. Það er alls konar svona atriði í þessu,“ sagði Mist. „Við erum búnar að sjá tvær skandalaklippur nú þegar í þættinum og ég hugsa að við eigum eina góða eftir alla vega,“ sagði Mist. „Þetta er vandamál en kannski er ég búin að vera í þessu svo lengi að ég er orðin vön þessu,“ sagði Katrín. Það má finna alla umfjöllunina um dómaraskandala deildarinnar hér fyrir ofan.
Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-mörkin Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Fótbolti „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Körfubolti Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Fótbolti Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Körfubolti Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Enski boltinn Fleiri fréttir Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki